Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 954 svör fundust
Hvaða stimi kemur fyrir í orðinu stimamjúkur?
Öll spurningin hljóðaði svona: Er vitað hvaðan orðið „stimamjúkur“ er dregið og hvað er „stimi“ í þessu orði? Orðið stimamjúkur merkir ‘kurteis, snúningslipur, liðugur, mjúkmáll’ samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:961). Hann taldi að upphafleg merking hefði tengst glímu og v...
Hvers vegna kallast hlaupabóla þessu nafni?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna kallast hlaupabóla svo? Ekki hlaupa þær beinlínis um þótt þær birtist hratt. Vísar þetta kannski til smitanna? Hlaupabóla (varicella zoster) er bráðsmitandi veirusjúkdómur sem einkum leggst á börn. Sjúkdómurinn lýsir sér með bólum eða blettum á húð sem verða að nok...
Hvaða rannsóknir hefur Guðrún Nordal stundað?
Guðrún Nordal er forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og prófessor við íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Rannsóknir Guðrúnar spanna vítt svið íslenskra miðaldabókmennta og liggja eftir hana fjöldi alþjóðlegra ritrýndra greina og bóka. Hún hefur fengist við rannsóknir á íslenskum m...
Tengist nafnorðið spjör sögninni spjara?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hverjar eru orðsifjar nafnorðsins spjör og sagnarinnar spjara? Liggja sifjabönd þar á milli? Tengsl eru milli nafnorðsins spjör ‘flík; tuska, fataleppur,…’ og sagnarinnar spjara ‘klæða sig, fara í spjarir’. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók er uppruninn indóevrópskur sama...
Af hverju er Jón oft kallaður Nonni?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Er einhver ástæða fyrir því að Jón er oft breytt yfir í Nonni? Eða er það bara útaf og engin sérstök ástæða Stuttnefnið Nonni hefur verið notað lengi um mann sem heitir Jón. Erfitt er að segja hversu lengi en að minnsta kosti virðist það hafa verið vel þekkt alla 19. öldina. Jó...
Hvaðan kemur orðið doðrantur sem stundum er notað um þykkar bækur?
Orðið doðrant 'stór og þykk bók' þekkist í málinu allt frá 18. öld. Það kemur meðal annars fyrir í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík sem varðveitt er á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum (AM 433 fol.). Handritið var skrifað í Kaupmannahöfn frá 1734 og fram undir dánardægur Jóns 1779. Flettio...
Hvað er ara og grúi í orðinu aragrúi?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað er ara og grúi í orðinu aragrúi? Hvaða fyrirbæri er grúi og hver er þessi Ari?! Nafnorðið aragrúi ‘mikill fjöldi’ er sett saman úr hvorugkynsorðinu ar ‘rykkorn í sólargeisla’ og karlkynsorðinu grúi ‘fjöldi, mergð’. Elstu dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru frá mið...
Hvað getið þið sagt mér um Einar Ólaf Sveinsson og framlag hans til íslenskra fræða?
Einar Ólafur Sveinsson var meðal afkastamestu og virtustu fræðimanna á sviði íslenskra fræða um miðbik 20. aldar. Hann var þjóðkunnur maður á Íslandi fyrir ritstörf sín og lestur fornsagna í Ríkisútvarpinu, en flutti einnig fjölda fyrirlestra við háskóla víða um heim. Enn er mikið vitnað til verka hans meðal íslen...
Hvaðan kemur orðið grikkur og hvað er átt við þegar menn gera einhverjum grikk?
Elstu dæmi í ritmálssafni Orðabókar Háskólans um orðið grikkur eru frá miðri 18. öld og er merkingin ‘hrekkur, bragð’ en einnig ‘sérstakt bragð í glímu’. Að gera einhverjum grikk merkir þá að ‘hrekkja einhvern, leika á einhvern’. Í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndal (I 272) er lýsing á glímubragðinu grik...
Hvaða mis og -indi er átt við hjá misindismönnum?
Orðið misindi 'hættulegur, slæmur eiginleiki' er sett saman úr tveimur liðum, forskeytinu mis- og viðliðnum –indi. Það er oft fyrri liður samsettra orða sem tákna eitthvað neikvætt eins og misindismaður, misindisfólk, misindislýður, misindishátterni sem öll vísa til ills innrætis. Forskeytið mis- er stendur með na...
Orðið vanræksla er mikið notað þessa dagana. Hversu gamalt er það í málinu?
Orðið vanræksla hefur hljómað hátt að undanförnu í umræðunni um orsakir efnahagshrunsins. Því bregður meðal annars alloft fyrir í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Merking orðsins er skýrð þannig í Íslenskri orðabók:það að rækja e-ð ekki, láta e-ð ógert, vanhirða, hirðuleysi Orðið er augljóslega leitt af sög...
Hvaða rannsóknir hefur Svanhildur Óskarsdóttir stundað?
Svanhildur Óskarsdóttir er handritafræðingur á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Svanhildur hefur komið víða við í rannsóknum sínum en rauði þráðurinn er sá margvíslegi vitnisburður sem handrit veita okkur um íslenska menningar- og bókmenntasögu fyrri alda. Í doktorsritgerð sinni (2000) fjallaði hún um ...
Hvaða rannsóknir hefur Rósa Þorsteinsdóttir stundað?
Rósa Þorsteinsdóttir er þjóðfræðingur á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Rósa hefur haft umsjón með tölvuskráningu þjóðfræðasafns stofnunarinnar og tekið þátt í þróun gagnagrunnsins ismus.is þar sem efni safnsins er aðgengilegt. Hún hefur einnig séð um margs konar útgáfur á þjóðfræðiefni safnsins. R...
Er eitthvert nafn falið í þulunni sem hefst á orðunum ,,Heyrði ég í hamrinum..."?
Til eru margar hljóðritanir af þulunni sem byrjar Heyrði ég í hamrinum (eða hellinum) í þjóðfræðisafni Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Þar fer hver heimildamaður með þuluna á sinn hátt eins og eðlilegt er því það er einmitt eðli kveðskapar úr munnlegri geymd að breytast í hvert sinn sem farið er með...
Gæti fok- í fokdýrt tengst orðinu fokk?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Orðið fokdýrt hvaðan hefur það upprunann sinn er það fokdýrt eins og fljúgandi hátt verð eða fokk dýrt? Hvorugkynsorðið fok merkir ‘það að fjúka, það sem fýkur’ og er skylt sögnunum að fjúka og feykja. En fok- getur einnig verið áhersluforskeyti lýsingarorða og hefur verið ...