Elstu dæmi í ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru frá því snemma á 19. öld en um miðja þá öld eru einnig dæmi um myndina doðrantur. Orðið er sennilega tökuorð úr latínu, eins og Jón Ólafsson gat sér til, úr dōdrāns‚ 'þrír fjórðu hlutar' sem orðið er til úr dē quadrāns en quadrāns merkir 'fjórðungur'. Dōdrāns er í eignarfalli dōdrāntis og hefur doðrant verið lagað úr þeirri mynd. Líklegast er að í upphafi hafi verið átt við bókarbrotið, stærð bókarinnar. Mynd:
Elstu dæmi í ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru frá því snemma á 19. öld en um miðja þá öld eru einnig dæmi um myndina doðrantur. Orðið er sennilega tökuorð úr latínu, eins og Jón Ólafsson gat sér til, úr dōdrāns‚ 'þrír fjórðu hlutar' sem orðið er til úr dē quadrāns en quadrāns merkir 'fjórðungur'. Dōdrāns er í eignarfalli dōdrāntis og hefur doðrant verið lagað úr þeirri mynd. Líklegast er að í upphafi hafi verið átt við bókarbrotið, stærð bókarinnar. Mynd: