Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:49 • Sest 09:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:01 • Síðdegis: 15:33 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:28 • Síðdegis: 21:47 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:49 • Sest 09:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:01 • Síðdegis: 15:33 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:28 • Síðdegis: 21:47 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig er nýyrðið hlaðvarp hugsað?

Ágústa Þorbergsdóttir

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Í heild hljóðaði spurningin svona:
Ég er að velta fyrir mér til hvers er verið að vísa í orðinu hlaðvarp. Er verið að vísa í hlað líkt og bæjarstæði eða er verið að vísa í hleðslu líkt og hlaðinn vegg og garð í kringum hús?

Íslenska orðið hlaðvarp er myndað sem samsvörun við enska orðið podcast.

Fyrri hlutinn hlað- er stytting úr orðinu tónhlaða sem var nýyrði sem kom fram í kringum 2005 fyrir svokallaða mp3 spilara sem voru algengir á þeim tíma. Fyrri hlutinn hlað- vísar bæði til þess að hlaða getur þýtt geymsla og að efni er hlaðið inn á spilarann. Seinni hlutinn -varp er stytting úr orðinu útvarp.

Samsetningin er sambærileg við enska orðið podcast sem er búið til úr orðunum pod (úr iPod) og cast (úr broadcast ‘útsending’). Hlaðvarp vísar þannig til útvarpsefnis sem hægt er að hlaða niður og hlusta á hvenær sem er.

Til fróðleiks fylgja með myndir af tíðni orðanna hlaðvarp, podcast, tónhlaða og ipod, síðustu 20 árin. Myndirnar eru unnar úr gögnum frá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Tíðni orðsins tónhlaða síðustu 20 árin.

Tíðni orðsins tónhlaða síðustu 20 árin.

Tíðni orðsins hlaðvarp síðustu 20 árin.

Tíðni orðsins ipod síðustu 20 árin.

Tíðni orðsins podcast síðustu 20 árin.

Myndir:
  • Yfirlitsmynd: Patrick Breitenbach. (2008). My Podcast Set I. Flickr. Birt undir CC BY 2.0 leyfi. (Sótt 3.1.2025).
  • Orðtíðnimyndir: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Höfundur

Ágústa Þorbergsdóttir

deildarstjóri á málræktarsviði hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

8.1.2025

Spyrjandi

Rakel Ýr Stefánsdóttir

Tilvísun

Ágústa Þorbergsdóttir. „Hvernig er nýyrðið hlaðvarp hugsað?“ Vísindavefurinn, 8. janúar 2025, sótt 10. janúar 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=87303.

Ágústa Þorbergsdóttir. (2025, 8. janúar). Hvernig er nýyrðið hlaðvarp hugsað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87303

Ágústa Þorbergsdóttir. „Hvernig er nýyrðið hlaðvarp hugsað?“ Vísindavefurinn. 8. jan. 2025. Vefsíða. 10. jan. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87303>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig er nýyrðið hlaðvarp hugsað?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Ég er að velta fyrir mér til hvers er verið að vísa í orðinu hlaðvarp. Er verið að vísa í hlað líkt og bæjarstæði eða er verið að vísa í hleðslu líkt og hlaðinn vegg og garð í kringum hús?

Íslenska orðið hlaðvarp er myndað sem samsvörun við enska orðið podcast.

Fyrri hlutinn hlað- er stytting úr orðinu tónhlaða sem var nýyrði sem kom fram í kringum 2005 fyrir svokallaða mp3 spilara sem voru algengir á þeim tíma. Fyrri hlutinn hlað- vísar bæði til þess að hlaða getur þýtt geymsla og að efni er hlaðið inn á spilarann. Seinni hlutinn -varp er stytting úr orðinu útvarp.

Samsetningin er sambærileg við enska orðið podcast sem er búið til úr orðunum pod (úr iPod) og cast (úr broadcast ‘útsending’). Hlaðvarp vísar þannig til útvarpsefnis sem hægt er að hlaða niður og hlusta á hvenær sem er.

Til fróðleiks fylgja með myndir af tíðni orðanna hlaðvarp, podcast, tónhlaða og ipod, síðustu 20 árin. Myndirnar eru unnar úr gögnum frá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Tíðni orðsins tónhlaða síðustu 20 árin.

Tíðni orðsins tónhlaða síðustu 20 árin.

Tíðni orðsins hlaðvarp síðustu 20 árin.

Tíðni orðsins ipod síðustu 20 árin.

Tíðni orðsins podcast síðustu 20 árin.

Myndir:
  • Yfirlitsmynd: Patrick Breitenbach. (2008). My Podcast Set I. Flickr. Birt undir CC BY 2.0 leyfi. (Sótt 3.1.2025).
  • Orðtíðnimyndir: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
...