Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 377 svör fundust
Hvenær er núna?
Núna er auðvitað nákvæmlega á þessari stundu, það er að segja þegar þetta er skrifað ... eða kannski alveg eins þegar þetta er lesið. Núna er eitt af þeim orðum sem kölluð hafa verið ábendingarorð (e. indexicals) og eru þeim eiginleikum gædd að merking þeirra ræðst af því hver segir þau, hvar og hvenær. Me...
Hvaða áratugur er núna?
Samkvæmt tímatali okkar er núna fyrsti áratugur tuttugustu og fyrstu aldar. Hann byrjaði 1. janúar 2001 og honum lýkur 31. desember árið 2010. Á undan honum var tíundi áratugur tuttugustu aldar og á eftir honum er að sjálfsögðu annar áratugur 21. aldar. Sjá til dæmis svar Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningun...
Hvernig líður síberíutígrisdýrinu núna?
Síberíutígrisdýrið (Panthera tigris altaica), sem einnig gengur undir heitinu ussuritígrisdýr eða amurtígrisdýr, finnst aðallega í suðaustasta hluta Rússlands en teygir útbreiðslu sína inn í Mansjúríu í Kína og mögulega líka til Kóreu. Eins og lesa má um í svari við spurningunni Hvenær er talið að síberíutígris...
Nýtt útlit á Vísindavefnum
Þann 5. október 2007 var skipt um útlit á Vísindavefnum. Áður leit Vísindavefurinn út eins og sést hér á myndinni og hafði reyndar verið eins í öllum aðalatriðum frá því vefnum var hleypt af stokkunum 29. janúar árið 2000. Svona leit Vísindavefurinn út fyrir útlitsbreytinguna í október. Nýja útlitið er hanna...
Hvaða geimför eru að lenda á Mars núna?
Hér er einnig að finna svar við eftirfarandi spurningum:Hvenær verður mannað geimfar sent til annarrar plánetu í sólkerfinu og til hvaða plánetu verður það sent? Hvernig gengur undirbúningur hjá NASA um mannaðar ferðir til Mars?Þegar þetta er skrifað sveima tvö geimför umhverfis reikistjörnuna Mars, Mars Global Su...
Hverjir eru tartarar og hvar eru þeir núna?
Tatarar, einnig kallaðir tartarar, eru hópur fólks sem talar tungumál af tyrkneska málastofninum, en til þessa stofns má telja um 30 tungumál. Á síðari hluta 20. aldar voru tatarar yfir 10 milljónir. Þeir búa flestir í Austur-Evrópu og Mið-Asíu, þar á meðal í Rússlandi, Úkraínu, Póllandi, Búlgaríu, Kína, Rúmeníu o...
Hversu margir simpansar eru til í heiminum núna?
Stofnum simpansa (Pan troglodytes) hefur hnignað verulega á undanförnum áratugum, bæði vegna þess að búsvæðum þeirra hefur verið eytt og vegna ofveiði. Rannsóknir á stofnstærð simpansa á nokkrum stöðum í Vestur-Afríku hafa sýnt að allt að 90% fækkun hefur orðið á aðeins 28 ára tímabili! Þetta á meðal annars við um...
Hvaða stjarna sést núna mjög björt á himninum?
Reikistjarnan Mars er bjarta, rauðgula stjarnan sem skín skærast á kvöldhimninum haustið 2020. Mars er að finna í austri skömmu eftir sólarlag, í suðri um miðnætti og í vestri á morgunhimninum fyrir sólarupprás. Þegar þetta er skrifað, í lok september 2020, er Mars þriðji skærasti himinhnötturinn á eftir Venusi...
Hvaða ár er í Kína?
Frá árinu 1949 hafa Kínverjar notað sama tímatal og við erum vön. Hjá þeim er þess vegna núna árið 2006 alveg eins og hjá okkur. Fyrir 1949 var miðað við árið 1912 sem ár 1 en þá féll keisarastjórnin í Kína. Fyrir árið 1912 var annað kerfi við lýði sem miðaðist við hvaða konungsætt var við völd og hversu lengi hún...
Hvers vegna telja vísindamenn að þeir geti séð aftur í Miklahvell ef þeir horfa nógu langt út í geim? - Er sá eiginleiki ekki ónothæfur ef fjarlægðin var ekki til staðar þá?
Vísindamenn telja ekki að þeir geti séð aftur í Miklahvell ef þeir horfa nógu langt út í geiminn. Ástæðan er sú að fyrstu milljón árin var heimurinn ógegnsær og því verður aldrei hægt að sjá nær Miklahvelli en það. Sennilega er þó nær að gera ráð fyrir að ekki muni unnt í náinni framtíð að sjá miklu nær Miklah...
Hvaða sníkjudýr er þetta sem finnst í síldinni núna?
Sníkjudýrið Ichthyophonus hoferi er svipudýr (Choanoflagellata) í fiskum. Alls hefur þetta sníkjudýr fundist í meira en 70 fisktegundum, aðallega kaldsjávartegundum. Ichthyophonus hoferi hefur meðal annars fundist í laxi, síld og ýmsum tegundum flatfiska. Sníkillinn hefur valdið talsverðum skaða í lax- og silungse...
Voru geðsjúkdómar jafnalgengir fyrr á tímum eins og núna?
Geðlæknisfræðin hefur gjörbreyst á síðustu áratugum. Sennilega er tíðni ákveðinna geðsjúkdóma hin sama nú og áður eins og geðklofa og geðhvarfa, en mörg önnur vandamál hafa aukist allverulega. Geðlækningar sinna núna alls konar tilvistarvandamálum, kvíða, fælni og samskiptavandamálum. Þessi vandamál hafa sennilega...
Hvað er langt til næstu stjörnu fyrir utan sólkerfið okkar og í hvaða sólkerfi er hún?
Sú stjarna sem er næst okkar sólkerfi er fjölstirnið Alfa í Mannfáknum en hún er í 4,3 ljósára fjarlægð frá jörðu og þó undarlegt virðist færist hún á 20-25 kílómetra á sekúndu hraða í átt til okkar. Eftir 2400 ár verður fjölstirnið þess vegna komið 0,2 ljósárum nær en það eru núna, þá verður það í 4,1 ljósára fja...
Hvaðan er orðið gáll komið í sambandinu „þegar sá gállinn er á henni“?
Orðið gáll er notað um skaplyndi almennt en einnig um ofsakæti. Í föstum samböndum er gáll yfirleitt haft með greini, til dæmis „það er góði gállinn á honum núna“, það er ‛hann er í góðu skapi’. Þegar (eða ef ...) sá gállinn er á einhverjum merkir ‛þegar einhver er í því skapi’, til dæmis „Hann er óút...
Orðið plebbi er í tísku núna en hvað þýðir það?
Orðið plebbi er notað um ómenningarlegan eða lágkúrulegan mann. Það er stytting á nafnorðinu plebeji í sömu merkingu sem barst hingað úr dönsku plebejer og er eldra í málinu eða frá því snemma á 20. öld. Eins er til lýsingarorðið plebejískur 'lágkúrulegur' fengið frá dönsku plebejisk. Plebbi er vel þekkt í málinu ...