Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig líður síberíutígrisdýrinu núna?

Jón Már Halldórsson

Síberíutígrisdýrið (Panthera tigris altaica), sem einnig gengur undir heitinu ussuritígrisdýr eða amurtígrisdýr, finnst aðallega í suðaustasta hluta Rússlands en teygir útbreiðslu sína inn í Mansjúríu í Kína og mögulega líka til Kóreu.

Eins og lesa má um í svari við spurningunni Hvenær er talið að síberíutígrisdýrin verði útdauð með þessu áframhaldi? var staða síberíutígrisdýra orðin mjög slæm á fyrri hluta 20. aldar og stofninn um það bil að þurrkast út. Þá var gripið til ýmissa aðgerða og stofninn rétti úr kútnum. Nokkrar sveiflur hafa þó verið í stofnstærðinni allar götur síðan.

Samkvæmt Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökunum IUCN eru síberíutígrisdýr flokkuð sem tegund í útrýmingarhættu (e. endangered). Stofninn virðist þó heldur hafa rétt úr kútnum undanfarin ár.

Nú er talið að nokkur fjölgun hafi verið í stofninum á undanförnum áratugum. Rannsókn á stofnstærð amurtígrisdýra árið 2005 benti til þess að stofninn væri aðeins um 423-502 dýr og hertu stjórnvöld í framhaldinu á verndunaraðgerðum. Rannsóknir sem gerðar voru á stofnstærðinni veturinn 2014-15 sýndu að fjöldinn hafði aukist í 480-540 dýr sem samsvarar 15% fjölgun. Þar af voru 70–85 hvolpar. Þetta eru nýjustu upplýsingarnar sem tiltækar eru en ekkert bendir til að dýrunum hafi fækkað. Í héruðunum Heilongjiang og Jilin í norðaustur Kína hefur þeim fjölgað töluvert undanfarinn áratug og þar eru nú sennilega fáeinir tugir dýra. Langfestir amurtígrar finnast þó Rússlandsmegin við landamærin.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

3.6.2021

Spyrjandi

Guðmundur Gunnlaugsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvernig líður síberíutígrisdýrinu núna?“ Vísindavefurinn, 3. júní 2021, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=81717.

Jón Már Halldórsson. (2021, 3. júní). Hvernig líður síberíutígrisdýrinu núna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=81717

Jón Már Halldórsson. „Hvernig líður síberíutígrisdýrinu núna?“ Vísindavefurinn. 3. jún. 2021. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=81717>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig líður síberíutígrisdýrinu núna?
Síberíutígrisdýrið (Panthera tigris altaica), sem einnig gengur undir heitinu ussuritígrisdýr eða amurtígrisdýr, finnst aðallega í suðaustasta hluta Rússlands en teygir útbreiðslu sína inn í Mansjúríu í Kína og mögulega líka til Kóreu.

Eins og lesa má um í svari við spurningunni Hvenær er talið að síberíutígrisdýrin verði útdauð með þessu áframhaldi? var staða síberíutígrisdýra orðin mjög slæm á fyrri hluta 20. aldar og stofninn um það bil að þurrkast út. Þá var gripið til ýmissa aðgerða og stofninn rétti úr kútnum. Nokkrar sveiflur hafa þó verið í stofnstærðinni allar götur síðan.

Samkvæmt Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökunum IUCN eru síberíutígrisdýr flokkuð sem tegund í útrýmingarhættu (e. endangered). Stofninn virðist þó heldur hafa rétt úr kútnum undanfarin ár.

Nú er talið að nokkur fjölgun hafi verið í stofninum á undanförnum áratugum. Rannsókn á stofnstærð amurtígrisdýra árið 2005 benti til þess að stofninn væri aðeins um 423-502 dýr og hertu stjórnvöld í framhaldinu á verndunaraðgerðum. Rannsóknir sem gerðar voru á stofnstærðinni veturinn 2014-15 sýndu að fjöldinn hafði aukist í 480-540 dýr sem samsvarar 15% fjölgun. Þar af voru 70–85 hvolpar. Þetta eru nýjustu upplýsingarnar sem tiltækar eru en ekkert bendir til að dýrunum hafi fækkað. Í héruðunum Heilongjiang og Jilin í norðaustur Kína hefur þeim fjölgað töluvert undanfarinn áratug og þar eru nú sennilega fáeinir tugir dýra. Langfestir amurtígrar finnast þó Rússlandsmegin við landamærin.

Heimildir og mynd:

...