Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Tatarar, einnig kallaðir tartarar, eru hópur fólks sem talar tungumál af tyrkneska málastofninum, en til þessa stofns má telja um 30 tungumál. Á síðari hluta 20. aldar voru tatarar yfir 10 milljónir. Þeir búa flestir í Austur-Evrópu og Mið-Asíu, þar á meðal í Rússlandi, Úkraínu, Póllandi, Búlgaríu, Kína, Rúmeníu og Tyrklandi. Tatarar eru flestir súnnítar, sem er önnur af tveimur meginfylkingum íslamstrúar. Um þetta má lesa nánar í svari Haraldar Ólafssonar við spurningunni Hver er munurinn á súnnítum og sjíta-múslimum?
Tatarar frá Minusinsk.
Heimildir eru um notkun nafnsins 'tatarar' allt frá byrjun 5. aldar, og virðist það upphaflega hafa verið notað um hirðingjahópa í norðausturhluta Mongólíu. Orðmyndin 'tartarar' er líklega tilkomin vegna misskilnings um að hópurinn héti eftir gríska orðinu 'Tartarus' sem merkir 'undirheimar'. 'Tartari' hefur á sér nokkuð neikvæðan blæ, enda gefur Íslensk orðsifjabók skýringuna: „Maður af þjóðflokki tatara; viðskotaillur, grimmlyndur maður“.
Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni.
Heimildir og mynd
Hafliði Marteinn Hlöðversson. „Hverjir eru tartarar og hvar eru þeir núna?“ Vísindavefurinn, 4. júní 2007, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6665.
Hafliði Marteinn Hlöðversson. (2007, 4. júní). Hverjir eru tartarar og hvar eru þeir núna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6665
Hafliði Marteinn Hlöðversson. „Hverjir eru tartarar og hvar eru þeir núna?“ Vísindavefurinn. 4. jún. 2007. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6665>.