Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er munurinn á súnnítum og sjíta-múslimum?

Haraldur Ólafsson mannfræðingur

Hér er einnig að finna svar við spurningu Sigurðar Hólm Gunnarssonar og Andra Arnar Víðissonar: Hvað er múslími? Hverju trúa múslimar?
Múslimar skiptast í tvær meginfylkingar, súnníta og sjíta. Súnna þýðir erfikenning, hin rétta kenning sem Múhameð lét skrá á Kóraninn eftir opinberunum sem hann fékk frá Allah, hinum eina guði. Kóraninn er einnig orð Allah sjálfs að mati sjíta en þó er nokkur munur á nokkrum veigamiklum kenningum þessara tveggja hópa.

Súnnítar styðjast við ýmis ummæli, svonefnd hadith, sem höfð eru eftir Múhameð en eru ekki í Kóraninum. Sjítar styðjast einnig við hugmyndir sem ekki er að finna í Kóraninum, til dæmis um hina svokölluðu imama sem koma fram með nokkru millibili og túlka orð Kóransins. Sumir þessara imama lifa í leyndum en loks mun koma sá sem frelsar alla hina trúuðu, Mahdi, og verður þá guðsríki að veruleika.

Deilur um hver skyldi vera eftirmaður spámannsins Múhameðs ollu miklu um skiptinguna í þessar tvær fylkingar. Súnnítar urðu þeir sem héldu fram að Abu Bekr, tengdafaðir Múhameðs, skyldi verða andlegur, og að nokkru veraldlegur, leiðtogi, en þeir sem héldu fram Ali, tengdasyni Múhameðs, nefndust sjítar. Þessi skipting hefur haldist æ síðan.

En íslam greinist í fleiri hópa, til dæmis vahabíta og ísmaelíta. Konungsættin í Sádi-Arabíu aðhyllist kenningar vahabíta. Ísmaelítar eru ekki fjölmennir um þessar mundir en er helst að finna í Pakistan. Munkareglur innan íslam hafa víða nokkur áhrif og meðal þeirra eru súfistar líklega þekktastir. Þeir leitast við að öðlast yfirnáttúrlega, mystíska, reynslu með íhugun og dansi.

Það sem sameiginlegt er öllum múslímum er trúin á einn guð, Allah, og að Múhameð, spámaður hans, hafi fyrir opinberun fengið að flytja mannkyni orð Allah, þau sem rituð eru á bók á himni. Sú bók er rituð á arabísku og er Kóraninn afrit hennar. Múslímar segja að Kóraninn verði ekki þýddur á aðrar tungur svo mark sé að.

Helstu fyrirmæli Kóransins eru sameiginleg öllum múslímum, vitnisburðurinn um að aðeins sé til einn guð og Múhameð sé spámaður hans, bænahald fimm sinnum á dag, fastan í Ramadan-mánuðinum, ölmusugjafir, og loks pílagrímsförin til Mekka sem sérhverjum trúuðum er ætlað að fara að minnsta kosti einu sinni á ævinni ef ekkert hindrar hann. Stundum er rætt um að hið svokallaða heilaga stríð sé ein af stoðum íslam en þar er frekar um að ræða hvatningu til trúaðra að standa vörð um trúna og verja hana fyrir óvinum og þeim sem vanvirða hana.

Lögmál um andleg og veraldleg efni, sharía, eru skýrð í Kóraninum en jafnframt er gífurlegt safn fyrirmæla um hvernig brugðist skuli við hinum margvíslegu tilvikum lífsins dregið af setningum í honum. Það er hlutverk fræðimanna af ýmsum skólum að túlka slíkar setningar.

Ennfremur er hvatt til pílagrímaferða til ýmissa annarra helgra staða. Einkum er það algengt meðal sjíta. Bæði súnnítar og sjítar halda fram mjög ákveðinni eingyðistrú og telja Kóraninn beinlínis orð og fyrirmæli Allah og skuli þau gilda um allt hvað eina í einkalífi, samfélagi manna og öllum samskiptum þeirra, og í ríkinu. Síðan eru margs konar atriði sem túlkuð eru á ólíkan hátt.

Í íslam er ekki nein kirkja eða prestar. Moskurnar eru bænastaðir og þar fer stundum fram fræðsla um ýmis trúarleg efni. Múhameð er fremstur spámanna Allah, en Jesús, Móses og margir aðrir eru einnig mikilsvirtir spámenn. Abraham er ættfaðir bæði múslíma og gyðinga.

Höfundur

Haraldur Ólafsson mannfræðingur

fyrrv. prófessor í mannfræði við HÍ

Útgáfudagur

7.11.2002

Síðast uppfært

8.11.2018

Spyrjandi

Axel Wilhelm Einarsson

Tilvísun

Haraldur Ólafsson mannfræðingur. „Hver er munurinn á súnnítum og sjíta-múslimum?“ Vísindavefurinn, 7. nóvember 2002, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2841.

Haraldur Ólafsson mannfræðingur. (2002, 7. nóvember). Hver er munurinn á súnnítum og sjíta-múslimum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2841

Haraldur Ólafsson mannfræðingur. „Hver er munurinn á súnnítum og sjíta-múslimum?“ Vísindavefurinn. 7. nóv. 2002. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2841>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á súnnítum og sjíta-múslimum?

Hér er einnig að finna svar við spurningu Sigurðar Hólm Gunnarssonar og Andra Arnar Víðissonar: Hvað er múslími? Hverju trúa múslimar?
Múslimar skiptast í tvær meginfylkingar, súnníta og sjíta. Súnna þýðir erfikenning, hin rétta kenning sem Múhameð lét skrá á Kóraninn eftir opinberunum sem hann fékk frá Allah, hinum eina guði. Kóraninn er einnig orð Allah sjálfs að mati sjíta en þó er nokkur munur á nokkrum veigamiklum kenningum þessara tveggja hópa.

Súnnítar styðjast við ýmis ummæli, svonefnd hadith, sem höfð eru eftir Múhameð en eru ekki í Kóraninum. Sjítar styðjast einnig við hugmyndir sem ekki er að finna í Kóraninum, til dæmis um hina svokölluðu imama sem koma fram með nokkru millibili og túlka orð Kóransins. Sumir þessara imama lifa í leyndum en loks mun koma sá sem frelsar alla hina trúuðu, Mahdi, og verður þá guðsríki að veruleika.

Deilur um hver skyldi vera eftirmaður spámannsins Múhameðs ollu miklu um skiptinguna í þessar tvær fylkingar. Súnnítar urðu þeir sem héldu fram að Abu Bekr, tengdafaðir Múhameðs, skyldi verða andlegur, og að nokkru veraldlegur, leiðtogi, en þeir sem héldu fram Ali, tengdasyni Múhameðs, nefndust sjítar. Þessi skipting hefur haldist æ síðan.

En íslam greinist í fleiri hópa, til dæmis vahabíta og ísmaelíta. Konungsættin í Sádi-Arabíu aðhyllist kenningar vahabíta. Ísmaelítar eru ekki fjölmennir um þessar mundir en er helst að finna í Pakistan. Munkareglur innan íslam hafa víða nokkur áhrif og meðal þeirra eru súfistar líklega þekktastir. Þeir leitast við að öðlast yfirnáttúrlega, mystíska, reynslu með íhugun og dansi.

Það sem sameiginlegt er öllum múslímum er trúin á einn guð, Allah, og að Múhameð, spámaður hans, hafi fyrir opinberun fengið að flytja mannkyni orð Allah, þau sem rituð eru á bók á himni. Sú bók er rituð á arabísku og er Kóraninn afrit hennar. Múslímar segja að Kóraninn verði ekki þýddur á aðrar tungur svo mark sé að.

Helstu fyrirmæli Kóransins eru sameiginleg öllum múslímum, vitnisburðurinn um að aðeins sé til einn guð og Múhameð sé spámaður hans, bænahald fimm sinnum á dag, fastan í Ramadan-mánuðinum, ölmusugjafir, og loks pílagrímsförin til Mekka sem sérhverjum trúuðum er ætlað að fara að minnsta kosti einu sinni á ævinni ef ekkert hindrar hann. Stundum er rætt um að hið svokallaða heilaga stríð sé ein af stoðum íslam en þar er frekar um að ræða hvatningu til trúaðra að standa vörð um trúna og verja hana fyrir óvinum og þeim sem vanvirða hana.

Lögmál um andleg og veraldleg efni, sharía, eru skýrð í Kóraninum en jafnframt er gífurlegt safn fyrirmæla um hvernig brugðist skuli við hinum margvíslegu tilvikum lífsins dregið af setningum í honum. Það er hlutverk fræðimanna af ýmsum skólum að túlka slíkar setningar.

Ennfremur er hvatt til pílagrímaferða til ýmissa annarra helgra staða. Einkum er það algengt meðal sjíta. Bæði súnnítar og sjítar halda fram mjög ákveðinni eingyðistrú og telja Kóraninn beinlínis orð og fyrirmæli Allah og skuli þau gilda um allt hvað eina í einkalífi, samfélagi manna og öllum samskiptum þeirra, og í ríkinu. Síðan eru margs konar atriði sem túlkuð eru á ólíkan hátt.

Í íslam er ekki nein kirkja eða prestar. Moskurnar eru bænastaðir og þar fer stundum fram fræðsla um ýmis trúarleg efni. Múhameð er fremstur spámanna Allah, en Jesús, Móses og margir aðrir eru einnig mikilsvirtir spámenn. Abraham er ættfaðir bæði múslíma og gyðinga. ...