Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna telja vísindamenn að þeir geti séð aftur í Miklahvell ef þeir horfa nógu langt út í geim? - Er sá eiginleiki ekki ónothæfur ef fjarlægðin var ekki til staðar þá?

Gunnlaugur Björnsson

Vísindamenn telja ekki að þeir geti séð aftur í Miklahvell ef þeir horfa nógu langt út í geiminn. Ástæðan er sú að fyrstu milljón árin var heimurinn ógegnsær og því verður aldrei hægt að sjá nær Miklahvelli en það.

Sennilega er þó nær að gera ráð fyrir að ekki muni unnt í náinni framtíð að sjá miklu nær Miklahvelli en að tæplega milljarði ára, en við þann aldur hefur stjörnumyndun staðið yfir í nokkurn tíma og myndun vetrarbrauta er þá einnig hafin.

Þess má geta að fjarlægasta fyrirbæri sem sést hefur til þessa er dulstirni. Ljósið frá því lagði af stað til okkar þegar aldur alheimsins var um milljarður ára.

Dulstirnið var á ákveðnum stað þegar það sendi frá sér ljósið sem við sjáum núna. Það er fjarlægðin frá þeim stað til þess staðar þar sem við erum núna sem segir til sín þegar við horfum á dulstirnið.

Höfundur

Gunnlaugur Björnsson

deildarstjóri Háloftadeildar - Raunvísindastofnun Háskólans

Útgáfudagur

4.5.2000

Spyrjandi

Tómas Vignir Guðlaugsson

Tilvísun

Gunnlaugur Björnsson. „Hvers vegna telja vísindamenn að þeir geti séð aftur í Miklahvell ef þeir horfa nógu langt út í geim? - Er sá eiginleiki ekki ónothæfur ef fjarlægðin var ekki til staðar þá?“ Vísindavefurinn, 4. maí 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=396.

Gunnlaugur Björnsson. (2000, 4. maí). Hvers vegna telja vísindamenn að þeir geti séð aftur í Miklahvell ef þeir horfa nógu langt út í geim? - Er sá eiginleiki ekki ónothæfur ef fjarlægðin var ekki til staðar þá? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=396

Gunnlaugur Björnsson. „Hvers vegna telja vísindamenn að þeir geti séð aftur í Miklahvell ef þeir horfa nógu langt út í geim? - Er sá eiginleiki ekki ónothæfur ef fjarlægðin var ekki til staðar þá?“ Vísindavefurinn. 4. maí. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=396>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna telja vísindamenn að þeir geti séð aftur í Miklahvell ef þeir horfa nógu langt út í geim? - Er sá eiginleiki ekki ónothæfur ef fjarlægðin var ekki til staðar þá?
Vísindamenn telja ekki að þeir geti séð aftur í Miklahvell ef þeir horfa nógu langt út í geiminn. Ástæðan er sú að fyrstu milljón árin var heimurinn ógegnsær og því verður aldrei hægt að sjá nær Miklahvelli en það.

Sennilega er þó nær að gera ráð fyrir að ekki muni unnt í náinni framtíð að sjá miklu nær Miklahvelli en að tæplega milljarði ára, en við þann aldur hefur stjörnumyndun staðið yfir í nokkurn tíma og myndun vetrarbrauta er þá einnig hafin.

Þess má geta að fjarlægasta fyrirbæri sem sést hefur til þessa er dulstirni. Ljósið frá því lagði af stað til okkar þegar aldur alheimsins var um milljarður ára.

Dulstirnið var á ákveðnum stað þegar það sendi frá sér ljósið sem við sjáum núna. Það er fjarlægðin frá þeim stað til þess staðar þar sem við erum núna sem segir til sín þegar við horfum á dulstirnið.

...