Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 785 svör fundust
Hvað merkir að kaga, samanber orðið Kögunarhóll?
Orðið kaga merkir 'skyggnast um, horfa yfir'. Kögunarhóll er þess vegna hóll sem gott að fara upp á til að skyggnast um. Í Íslenskri orðsifjabók er sagt að uppruni orðsins sé óljós. Hugsanlega er það skylt sögninni kóka sem merkir samkvæmt sömu bók 'gægjast, rísa og litast um, voka yfir, standa rétt upp úr vatn...
Hvernig eltir maður einhvern á röndum?
Öll spurninginn hljóðaði svona: Hvað merkir það að elta einhvern á röndum? Er eitthvað vitað um uppruna þess? Orðasambandið að elta einhvern á röndum merkir að ‘elta einhvern hvert sem hann fer, vera sífellt á hælum einhvers’. Það þekkist frá síðari hluta 19. aldar. Rönd merkir ‘brún, jaðar; rák’ og í fornu...
Hver er uppruni orðsins stúlka?
Orðið stúlka er í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar skýrt sem ‘ung, ógift kona, stelpa’. Það er sama orð og í færeysku stulka og finnst í sænskum mállýskum sem stulka ‘unglingsstelpa’ og í nýnorsku stulk. Af sama toga er nýnorska sögnin stulka, stolka ‘ganga stirðlega, staulast’. Nafnorðið er þó tæ...
Hvernig er orðið „splúnkunýr” til komið?
Uppruni forliðarins splúnku- í orðinu splúnkunýr er óljós. Orðið virðist ekki tökuorð og helst er giskað á að um blendingsmynd sé að ræða úr orðunum flunkunýr og splundurnýr. Flunkunýr á rætur að rekja til dönsku flunkende ny af sögninni flunke sem merkir 'blika, skína' og splundurnýr er einnig rakið til dönsku...
Hvaðan kemur orðið Frón (eins og í Ísland farsældar Frón)?
Uppruni orðsins frón ‘land, jörð’ er óviss. Það hefur einkum verið notað í skáldskap og þá sérstaklega um Ísland. Í Íslenskri orðsifjabók (1989:211) bendir Ásgeir Blöndal Magnússon á örnefnið Fron í Noregi sem talið er að hafi í upphafi átt við einkenni í landslagi sem menn vita ekki lengur hver voru og öll ættfær...
Hvaða vífilengjur eru þetta?
Upprunalega spurningin var: Hvað þýðir orðið vífilengjur og hvaðan kemur það? Veit hvenær það er notað en hef áhuga á að vita hitt. Orðið vífilengjur (kvk.ft.) merkir ‘undanbrögð, fyrirsláttur’ og þekkist í málinu frá 16. öld. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr biblíuþýðingu Guðbrands Þorlá...
Hvað er "flæmingi" í orðasambandinu að fara undan í flæmingi?
Í orðasambandinu að fara undan í flæmingi er flæmingur nafnorð sem annars vegar merkir ‘flakkari’ og hins vegar ‘flakk, flækingur’. Það er síðari merkingin sem á við hér. Þetta er flæmingi, en fer hann undan í flæmingi? Að fara undan í flæmingi merkir annars vegar ‘að þvælast fyrir á undanhaldi, hopa á hæli...
Hvað er vikivaki?
Vikivaki er gamall íslenskur þjóðdans. Dansinn var algengur á 17. og 18. öld, til dæmis á hátíðum. Vikivakar voru hringdansar í jöfnum takti, dansaðir við vikivakakvæði. Uppruni orðsins vikivaki er óljós. Nokkrar tilgátur eru þó settar fram í Íslenskri orðsifjabók Sigfúsar Blöndals. Hugsanlega er orðið tengt sö...
Hvernig sitja menn eftir með sárt ennið?
Spurningin í fullri lengd hljóðar svona: Hvaðan er máltækið að sitja eftir með sárt ennið komið? Hvernig er hægt að sitja eftir með sárt enni? Orðasambandið þekkist að minnsta kosti frá miðri 18. öld og er merkingin 'missa af feng, verða fyrir vonbrigðum'. Í seðlasafni Orðabókar Háskólans er elst dæmi úr þýðin...
Hvað er efst á baugi?
Orðasambandið efst á baugi merkir ‘eittvað er efst eða fremst á dagskrá, eitthvað er mikið til umræðu, mikið á dagskrá’. Í orðabók Björns Halldórssonar frá 1814 er orðasambandið í flettunni baugr: það er á baugi ‘á því veltur’. Ýmis tilbrigði koma fram á 19. öld, til dæmis eitthvað er uppi á baugi ‘eitthvað er ti...
Í hvaða málaætt germanskra mála finnast heiti á líkamshlutum eins og heila, enni, mænu og vélinda?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Ég veit að flestir líkamshlutar okkar eiga sér samsvörun í germönskum málum. En sum þeirra virðast ekki falla í þann flokk. Hvaðan koma heiti eins og heili, enni, mæna, vélinda, lófi, il, þind og bris? Germönsk mál skiptast í þrjár málaættir, norðurgermönsk mál (ís...
Hvað er átt við þegar menn „lofa upp í ermina sína“?
Spurningin hljóðaði upphaflega svona: Hver er uppruni orðasambandins „að lofa upp í ermina“? Af hverju ermi? Orðasambandið að lofa einhverju upp í ermina sína þekkist í málinu frá miðri 19. öld. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr blaðinu Norðra frá 1859: jeg lofaði því upp í ermina mína að ...
Er orðið babbl komið af orðinu babel og tengist það þá sögunni um Babelsturninn?
Samkvæmt 1. Mósebók töluðu mennirnir einu sinni allir sömu tungu og notuðu sömu orð. Þeir vildu reisa borg og turn sem átti að ná til himins og sögðu: "Þar með verðum við frægir en tvístrumst ekki um alla jörðina." (1. Mósebók 11:4) Guð refsaði mönnunum fyrir hroka sinn og ruglaði tungumál þeirra þannig að þeir sk...
Hvað er að vera gonaralegur og hvaðan kemur orðið?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað er að vera gonaralegur? Hungraður? Horfinn?, hvaðan kemur lýsingarorðið... Lýsingarorðið gonaralegur virðist lítið notað. Ekkert dæmi fannst í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans og eitt á Tímarit.is úr ritinu Muninn, skólablaði Menntaskólans á Akureyri, frá 1991. Þar stend...
Hvaðan kemur sá siður að heilsa að hermannasið?
Uppruni hefða og siða er oft ansi óljós. Vitanlega eru til margar skýringar á hinum ýmsu siðum sem okkur kann að virðast sennilegar en það sem þykir „eðlilegt“ nú þarf ekki að hafa viðgengist fyrir hundruðum ára. Að heilsa að hermannasið virðist upprunlega tengjast nokkuð þeirri hefð að heilsa með hægri hendi....