Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða vífilengjur eru þetta?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Upprunalega spurningin var:

Hvað þýðir orðið vífilengjur og hvaðan kemur það? Veit hvenær það er notað en hef áhuga á að vita hitt.

Orðið vífilengjur (kvk.ft.) merkir ‘undanbrögð, fyrirsláttur’ og þekkist í málinu frá 16. öld. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr biblíuþýðingu Guðbrands Þorlákssonar biskups sem kom út 1584. Þar stendur í Síraksbók:

ef hann hefur i Borgun geingit / og hefur Viuileingiur i framme.

Uppruni orðsins er umdeildur. Danski fræðimaðurinn Christian Westergaard-Nielsen, sem skrifaði um erlend tökuorð í íslensku, gat sér þess til að orðið væri komið úr hollensku weveling, wevelijn, eða lágþýsku weveline ‘þverband eða stig í skipsvanti’ en með vantur er átt við siglustög.

Uppruni orðsins vífilengjur er umdeildur. Ein kenning er sú að það komi úr hollensku weveling, wevelijn, eða lágþýsku weveline ‘þverband eða stig í skipsvanti’ en með vantur er átt við siglustög.

Ásgeir Blöndal Magnússon taldi þessa skýringu vafasama vegna þess að engar minjar séu í íslensku um merkingu erlendu orðanna og engin dæmi um íslensku merkinguna í þeim erlendu. Hann taldi hugsanlegt að tengja vífilengjur við orðið veiflur í merkingunni ‘vífilengjur’ og þá einnig sagnirnar veifla ‘sveifla ótt og títt’ og vífla ‘rugla, flækja’.

Myndun orðsins sé þó óljós og erfitt að skera úr um hvort síðari liður sé -lengjur eða -engjur. Ásgeir hallast þó fremur að -engjur og tengslum við sögnina að engjast (1989:1132). Sem sagt, allt óljóst.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

23.9.2020

Spyrjandi

Guðrún Halla Jónsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaða vífilengjur eru þetta?“ Vísindavefurinn, 23. september 2020, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=79116.

Guðrún Kvaran. (2020, 23. september). Hvaða vífilengjur eru þetta? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=79116

Guðrún Kvaran. „Hvaða vífilengjur eru þetta?“ Vísindavefurinn. 23. sep. 2020. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=79116>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða vífilengjur eru þetta?
Upprunalega spurningin var:

Hvað þýðir orðið vífilengjur og hvaðan kemur það? Veit hvenær það er notað en hef áhuga á að vita hitt.

Orðið vífilengjur (kvk.ft.) merkir ‘undanbrögð, fyrirsláttur’ og þekkist í málinu frá 16. öld. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr biblíuþýðingu Guðbrands Þorlákssonar biskups sem kom út 1584. Þar stendur í Síraksbók:

ef hann hefur i Borgun geingit / og hefur Viuileingiur i framme.

Uppruni orðsins er umdeildur. Danski fræðimaðurinn Christian Westergaard-Nielsen, sem skrifaði um erlend tökuorð í íslensku, gat sér þess til að orðið væri komið úr hollensku weveling, wevelijn, eða lágþýsku weveline ‘þverband eða stig í skipsvanti’ en með vantur er átt við siglustög.

Uppruni orðsins vífilengjur er umdeildur. Ein kenning er sú að það komi úr hollensku weveling, wevelijn, eða lágþýsku weveline ‘þverband eða stig í skipsvanti’ en með vantur er átt við siglustög.

Ásgeir Blöndal Magnússon taldi þessa skýringu vafasama vegna þess að engar minjar séu í íslensku um merkingu erlendu orðanna og engin dæmi um íslensku merkinguna í þeim erlendu. Hann taldi hugsanlegt að tengja vífilengjur við orðið veiflur í merkingunni ‘vífilengjur’ og þá einnig sagnirnar veifla ‘sveifla ótt og títt’ og vífla ‘rugla, flækja’.

Myndun orðsins sé þó óljós og erfitt að skera úr um hvort síðari liður sé -lengjur eða -engjur. Ásgeir hallast þó fremur að -engjur og tengslum við sögnina að engjast (1989:1132). Sem sagt, allt óljóst.

Mynd: