Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er uppruni orðsins stúlka?

Guðrún Kvaran

Orðið stúlka er í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar skýrt sem ‘ung, ógift kona, stelpa’. Það er sama orð og í færeysku stulka og finnst í sænskum mállýskum sem stulka ‘unglingsstelpa’ og í nýnorsku stulk. Af sama toga er nýnorska sögnin stulka, stolka ‘ganga stirðlega, staulast’. Nafnorðið er þó tæpast leitt af sögninni, fremur öfugt.

Uppruni orðsins stúlka er ekki fullljós. Það gæti verið skylt fuglsheitinu stelkur. Á myndinni sést stúlkan Ingibjörg Jónsdóttir úr umfjöllun í tímaritinu Vikunni frá 1980.

Svo virðist sem uppruninn sé ekki fullljós. Ásgeir telur að stúlka sé skylt nafnorðinu stelkur ‘fuglsheiti, fugl af snípuætt’ (1989:955) en það orð telur hann vísast eiga við háa fætur og sperringslegan gang fuglsins.

Heimild:

  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.

Mynd:

Upprunalega spurningin barst á ensku og hljóðaði svona:

What is the ethymologic origin of icelandic word "stúlka"?

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

29.7.2022

Spyrjandi

Luis Gonzaga Sass Comin

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hver er uppruni orðsins stúlka?“ Vísindavefurinn, 29. júlí 2022, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75916.

Guðrún Kvaran. (2022, 29. júlí). Hver er uppruni orðsins stúlka? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75916

Guðrún Kvaran. „Hver er uppruni orðsins stúlka?“ Vísindavefurinn. 29. júl. 2022. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75916>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er uppruni orðsins stúlka?
Orðið stúlka er í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar skýrt sem ‘ung, ógift kona, stelpa’. Það er sama orð og í færeysku stulka og finnst í sænskum mállýskum sem stulka ‘unglingsstelpa’ og í nýnorsku stulk. Af sama toga er nýnorska sögnin stulka, stolka ‘ganga stirðlega, staulast’. Nafnorðið er þó tæpast leitt af sögninni, fremur öfugt.

Uppruni orðsins stúlka er ekki fullljós. Það gæti verið skylt fuglsheitinu stelkur. Á myndinni sést stúlkan Ingibjörg Jónsdóttir úr umfjöllun í tímaritinu Vikunni frá 1980.

Svo virðist sem uppruninn sé ekki fullljós. Ásgeir telur að stúlka sé skylt nafnorðinu stelkur ‘fuglsheiti, fugl af snípuætt’ (1989:955) en það orð telur hann vísast eiga við háa fætur og sperringslegan gang fuglsins.

Heimild:

  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.

Mynd:

Upprunalega spurningin barst á ensku og hljóðaði svona:

What is the ethymologic origin of icelandic word "stúlka"?

...