Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 971 svör fundust
Stökkbreytist veiran sem veldur COVID-19 hraðar en aðrar RNA-veirur?
Erfðamengi veira er lítið, það getur verið frá rúmlega þúsund bösum upp í um milljón basa. Til samanburðar eru um 6,5 milljarðar basa í hverri frumu manna. Stökkbreytihraði erfðaefnis er í öfugu hlutfalli við stærð erfðamengja, þannig að minni erfðamengi stökkbreytast örar. Fjallað er meira um þetta í svari við sp...
Getur klór í sundlaugum drepið COVID-veiruna og þá hvernig?
Stutta svarið Klór-sótthreinsivökvi sem notaður er í sundlaugum og víðar inniheldur veika sýru sem nefnist hypýklórsýra. Hún getur smogið inn fyrir frumuhimnur örvera og fituhimnur hjúpaðra veira og valdið þar skaða á viðkomandi örverum og veirum með ýmsum efnabreytingum. Í því felst eyðingarmáttur klór-sótthre...
Hvað getið þið sagt mér um eldstöðvakerfið í Ljósufjöllum?
Ljósufjallareinin teygir sig frá Kolgrafafirði í vestri að Norðurá í Borgarfirði. Hún er nær 90 kílómetra löng og stefnir vestnorðvestur til austsuðausturs. Miðja hennar virðist vera í Ljósufjöllum, og dregur hún því nafn sitt af þeim. Þar er eldvirknin mest og fjölbreyttust. Ljósufjöll standa fyrir miðjum vest...
Verða varanlegar skemmdir á lungum eftir COVID-19-veikindi?
COVID-19 er sýking vegna kórónuveirunnar SARS-CoV-2. Hafa ber í huga að þessi veira getur valdið sýkingum víða í líkamanum, meðal annars í öndunarfærum. Flestir fá aðeins væga sýkingu í efri öndunarfæri (allt ofan barkakýlis) og stundum niður í berkjur og minni berkjunga. Gögn hingað til benda til þess að bati eft...
Börðust blökkumenn í Þrælastríðinu?
Stutta svarið er einfaldlega já, en þó ekki í upphafi Þrælastríðsins. Tildrög borgarastríðs Bandaríkjanna, eða Þrælastríðsins, voru meðal annars ósætti landbúnaðarríkja sunnanmegin í landinu við skattlagningu ríkisins á ýmsar vörur sem iðnvæddu ríkin norðar í landinu gátu framleitt sjálf en Suðurríkin ekki. Að ...
Gagnast lyfið remdesivír við COVID-19?
Ýmis lyf, bæði gömul og ný, hafa verið prófuð við meðferð á COVID-19 en þegar þetta er skrifað (í byrjun maí 2020) hefur ekki fundist meðferð sem örugglega gagnast við sjúkdómnum. Með „gagnast“ er þá átt við lyf eða aðra meðferð sem slær verulega á sjúkdómseinkenni og fækkar dauðsföllum án þess að hafa alvarlegar ...
Hvers konar eldvirkni má búast við á Reykjanesskaga eftir gosið í Geldingadölum?
Upprunalegu spurningarnar voru: Við hverju má búast á næstu árum/áratugum á Reykjanesskaga? Fleiri eldgosum og mögulega stærri? (Urður) Hvaða þýðingu hefur nýafstaðið eldgos í Geldingadölum fyrir framtíð eldvirkni á Reykjanesskaganum? (Björn Gústav) Sælir, hvað getið þið sagt okkur um eldvirkni á Reykjanesi? (...
Hverjir eru helstu hátíðisdagar kirkjuársins og hvað gerðist á þeim?
Í þessu svari er aðallega fjallað um hátíðisdaga íslensku þjóðkirkjunnar en aðrar kirkjudeildir geta haft fleiri eða færri hátíðisdaga. Kirkjuárið hefst með fyrsta sunnudegi í aðventu eða jólaföstu, sem getur verið frá 27. nóvember til 3. desember. Á einu kirkjuári er farið í gegnum líf og starf Jesú Krists á ...
Hvað merkir 'pæling' og 'að pæla'?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvaðan eru orðið pæling og sögnin að pæla upprunnin og hvenær koma þessi orð fyrst fram í íslenskri tungu? Hafa þau alltaf haft sömu merkingu? Sögnin að pæla hefur tvær aðalmerkingar í íslensku. Annars vegar er hún notuð um að stinga mold upp með pál eða skóflu en páll er s...
Hvort eiga menn að klæða sig í eina buxnaskálm og hoppa á öðrum fæti í kringum húsið sitt eða hlaupa á brókinni í kringum húsið á bóndadag?
Um þetta fyrirbæri er aðeins til ein einasta heimild ef heimild skyldi kalla. Einhver gamansamur náungi virðist hafa fært Jóni Árnasyni (1819-1888) þjóðsagnasafnara þennan spuna um miðja 19. öld og hann látið sig hafa það að prenta hann eins og fleira skoplegt. Engin önnur dæmi hafa fundist um þennan sið. Fólk...
Hvað eru örmlur?
Örmlur eða hýdrur eru ættkvísl einfaldra dýra sem tilheyra fylkingu holdýra (Cnidaria). Þessi dýr eru smásæ eða aðeins nokkrir millimetrar á lengd og í hópi einföldustu fjölfrumunga sem þekkjast í lífríkinu. Örmlur finnast nær alltaf í tæru ferskvatni, hvort sem er í tjörnum, vötnum eða straumvatni. Þær eru ákafle...
Hversu löng er drykklöng stund?
Spurninin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvaðan er "drykklöng stund" upprunnin og hversu löng er raunverulega drykklöng stund? Orðið drykklangur í drykklöng stund, drykklangur tími er samsett úr drykkur og lýsingarorðinu langur og segir í raun ekkert hvernig orðið er hugsað og hver tímalengdin er. Elstu he...
Hvert er rétt nafn hljóðfærisins: harmonika, harmonikka, harmóníka, harmoníka?
Upprunalega spurningin hljóðaði svo: Harmonika, harmonikka, harmóníka, harmoníka? Hvaðan er íslenska nafnið dregið og hvernig er réttast að skrifa það á góðri íslensku? Nafnið á hljóðfærinu, sem spurt er um, hefur frá því að það barst til landsins verið ritað á marga vegu. Í Íslenskri orðsifjabók er orðið ri...
Á hvaða snoðir komast menn?
Spurnining í fullri lengd hljóðaði svona: Hvaðan er orðið "snoðir" í samhenginu "að komast á snoðir um eitthvað" komið og hvað merkir það? Nafnorðið snoðir, sem notað er í kvenkyni fleirtölu, þekkist allt frá 18. öld í merkingunni ‘ávæningur, pati, leynilegar menjar einhvers’. Orðasambandið að komast á snoð...
Hvað er „að komast í hann krappan“?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona: "Að komast í hann krappan" þýðir að koma sér í vandræði. En hvaðan kemur þetta orðatiltak? Hvaða krappi er þetta sem við komum okkur í? Maður hefur heyrt "að komast í/stíga krappan dans" en það útskýrir tiltækið ekkert betur. Lýsingarorðið krappur merkir ‘þröngur, knapp...