Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hverjir eru helstu hátíðisdagar kirkjuársins og hvað gerðist á þeim?

Sigurður Ægisson

Í þessu svari er aðallega fjallað um hátíðisdaga íslensku þjóðkirkjunnar en aðrar kirkjudeildir geta haft fleiri eða færri hátíðisdaga.

Kirkjuárið hefst með fyrsta sunnudegi í aðventu eða jólaföstu, sem getur verið frá 27. nóvember til 3. desember. Á einu kirkjuári er farið í gegnum líf og starf Jesú Krists á afar skipulegan hátt í guðsþjónustum. Hver dagur er með ákveðna texta á bak við sig til að vinna úr í þremur samstæðum, A, B og C, sem hver um sig geyma alla hjálpræðissöguna.



Hvalneskirkja.

Kirkjuárið skiptist í tvö misseri. Hátíðamisserið svokallaða byrjar með aðventunni og lýkur með þrenningarhátíð (trinitatis). Hátíðalausa misserið byrjar viku síðar. Sunnudagar þess tímabils geta flestir orðið 27.

Á heimasíðu þjóðkirkjunnar (www.kirkjan.is) er þetta sett upp á eftirfarandi hátt, til glöggvunar:
  • Aðventa: Guð kemur til okkar - við væntum hans í trú.
  • Jól: Guð varð mannsbarn - okkur til bjargar.
  • Nýár: Guð leiðir okkur á nýju ári. Hans ár fá engan endi.
  • Þrettándi: Jesús Kristur birtist sem lausn og frelsun allra þjóða.
  • Fasta: Jesús þjáist og deyr heiminum til lífs.
  • Páskar: Jesús Kristur sigrar dauðann.
  • Uppstigning: Jesús Kristur ríkir með Guði og biður fyrir okkur.
  • Hvítasunna: Andi Guðs lífgar og ummyndar lífið allt.
  • Trinitatis: Við tilbiðjum Guð, föður, son og heilagan anda.
  • Tíminn eftir trinitatis: Tími kirkjunnar, vaxtar og þroska í trú.
  • Lok kirkjuárs: Allt er hverfult - en við væntum nýs himins og nýrrar jarðar þar sem vilji Guðs er og ræður.

Ef við skoðum þetta aðeins nánar, er um þrjár stórhátíðir að ræða; jól þar sem minnst er fæðingar Krists, páska þar sem minnst er upprisu hans og hvítasunna þar sem minnst er komu heilags anda. Þær eru nefndar Kristshátíðir. Nokkrir dagar aðrir eru þó afar merkir líka og raunar ómissandi í helgihaldinu, með ævaforna boðun sína.

Fjöldi hátíðisdaga fer dálítið eftir kirkjudeildum. Sú rómversk-kaþólska er duglegust við að halda gömlu arfleifðinni á lofti og þannig var málum líka háttað á Íslandi fram að siðbreytingu, um miðja 16. öld. Raunar héldust fjölmargir hátíðis- og minningardagar eftir það og voru ekki afnumdir fyrr en með lögum í danska ríkinu árið 1770. Þetta voru meðal annars þriðji dagur stórhátíða, kyndilmessa og Mikjálsmessa, sem voru alfarið felldir niður (en eru þó enn við lýði út af fyrir sig, þótt ekki fari mikinn á yfirborðinu á nútíma). Boðunardagur Maríu, 25. mars, og allraheilagramessa, 1. nóvember, voru aftur á móti fluttar yfir á 5. sunnudag í föstu annars vegar og á fyrsta sunnudag í nóvember hins vegar.



Boðunardagur Maríu var 25. mars en síðan fluttur á 5. sunnudag í föstu. Málverk Fra Angelico (um 1395 - 1455) frá 1430-1432.

Hátíðisdagar kirkjuársins, meiri en hinn venjulegi Drottinsdagur, eru sumsé þessir:

23. desember. Þorláksmessa á vetri.

Dánardagur Þorláks biskups Þórhallssonar árið 1193. Messa lögleidd árið 1199.

25. desember. Jóladagur.

Minnst fæðingar Jesú. Aðfangadagur jóla er ekki sérstakur hátíðisdagur. Hann markar lok aðventu eða jólaföstu og kl. 18.00 hefst jóladagur. Ástæðan fyrir þessu er, að í stað þess að miða upphaf dags við sólarlag eins og Gyðingar fastsettu kristnir menn upphaf daga við miðjan aftan og lifir það í hátíðadagatalinu. Íslendingar fylgja þessu enn hvað jólin snertir.

26. desember. Stefánsdagur.

Til minningar um fyrsta píslarvottinn, Stefán frumvott, en hann var grýttur þennan dag á 1. öld.

28. desember. Barnadagurinn.

Til minningar um sveinbörnin öll í Betlehem, tveggja ára og yngri, sem Heródes lét drepa til að freista þess að ráða niðurlögum hins nýfædda konungs.

1. janúar. Áttidagur.

Fornt heiti á 8. degi jóla, en innan kirkjunnar hafði áttundi dagur (octava) frá messudegi sérstaka þýðingu sem lokadagur vikuhátíðar. Hann fellur á nýársdag í gildandi tímatali og er til minningar um að Jesú var gefið nafn.

6. janúar. Þrettándinn.

Á 4. og 5. öld fór að tíðkast að minnast fæðingar Jesú 25. desember en skírnarninnar og tilbeiðslu vitringanna 6. janúar, og má þangað rekja jóladagana 13 á Íslandi. Formlega var ákveðið með þá árið 567 á 2. kirkjuþinginu sem haldið var í Tours í Frakklandi.

2. febrúar. Kyndilmessa.

Haldin í tilefni af því að María lét hreinsast, 40 dögum eftir burð sveinbarnsins Jesú, og fylgdi þar gyðinglegri hefð. Nafnið er dregið af vígðum kertum sem borin voru í skrúðgöngu. Kyndilmessa hefur undanfarið fengið meira rými í íslensku þjóðkirkjunni en var til skamms tíma en er þó ekki lögbundinn messudagur.

Öskudagur.

Miðvikudagur í 7. viku fyrir páska, sem getur verið á bilinu 4. febrúar til 10. mars. Nafnið á rætur í því, að í kaþólskum sið var ösku af brenndum pálmagreinum frá árinu áður dreift yfir höfuð iðrandi kirkjugesta þennan dag. En aska hefur löngum verið tákn hins óverðuga, eins og víða má sjá í Biblíunni og nægir þar að vitna í Mósebók: „Æ, ég hef dirfst að tala við Drottin, þótt ég sé duft eitt og aska.“

25. mars. Boðunardagur Maríu.

Hann er til minningar um það, er Gabríel erkiengill var sendur til hinnar ungu meyjar í Nasaret að tilkynna stóran atburð í vændum, að hún yrði senn með barni Guðs.

Pálmasunnudagur.

Upphaf dymbilviku (helguviku, kyrruviku). Jesús kemur til Jerúsalem, ríðandi á asna. Mannfjöldinn fagnar með pálmagreinum og stráum af ökrum og breiðir aukinheldur yfirhafnir sínar á veginn. Þannig var konungum fagnað.

Skírdagur.

Fimmtudagur í dymbilviku. Jesús þvær fætur lærisveinanna (af því ber dagurinn nafn, skírdagur; „þvottadagur“, skír merkir hreinn) og neytir að því búnu síðustu kvöldmáltíðarinnar með þeim vinum sínum.



Margir hafa túlkað síðustu kvöldmáltíðina en ein frægasta myndin af þeim atburði er verk Leonardó da Vinci (1452-1519) sem málað var á árunum 1495-1495.

Föstudagurinn langi.

Jesús er festur á kross og líflátinn.

Laugardagurinn fyrir páska (sabbatum sanctum).

Dagur þagnarinnar. Jesús stígur niður til heljar, eins og segir í Postullegu trúarjátningunni, og predikar fyrir öndunum í varðhaldinu og leysir þá.

Páskadagur.

Upprisa Jesú Krists frá dauðum.

Hinn almenni bænadagur.

Hann á upptök sín í Róm á 4. öld, og var í fyrstu bundinn við 25. apríl. Síðar var hann færður til 5. sunnudags eftir páska og er þar enn. Latneskt heiti dagsins er Rogate („Biðjið“) og tengist hinum gamla sið í kristninni, sem enn er reyndar við lýði víða meðal kaþólskra, að ganga um akrana eða umhverfis þá og biðja fyrir góðri uppskeru. Í þjóðkirkjunni er venja að biskup Íslands sendi prestum bréf, þar sem minnt er á eitthvert sérstakt málefni sem biðja skal fyrir.

Uppstigningardagur.

Himnaför Jesú, 40 dögum eftir páska, og ber því upp á tímabilinu 30. apríl til 4. júní. Árið 1982 var uppstigningardagur útnefndur kirkjudagur aldraðra hér á landi.

Hvítasunnudagur.

Formlegur stofndagur kirkjunnar, 50 dögum eftir páska. Til minningar um að heilagur andi, þriðja persóna guðdómsins, kom yfir lærisveinana ellefu svo að þeir fóru að prédika á ókunnum tungum, sem aftur gerði það að verkum að 3.000 manns gengu Kristi á hönd.

Trinitatis.

Fyrsti sunnudagur eftir hvítasunnu eða áttidagur hvítasunnu hefur kallast trinitatis frá því á 14. öld. Dagur heilagrar þrenningar; föður, sonar og heilags anda og með honum lýkur hátíðatímabilinu (festum trinitatis).

24. júní. Jónsmessa.

Fæðingardagur Jóhannesar skírara. Lögbundinn messudagur til ársins 1770.

20. júlí. Þorláksmessa á sumri.

Lögleidd árið 1237 til minningar um að bein Þorláks helga Þórhallssonar (1133–1193) biskups í Skálholti voru tekin upp þann dag árið 1198. Ein mesta hátíð ársins fyrir siðaskipti.

29. ágúst. Höfuðdagur.

Til minningar um að Heródes Antipas lét hálshöggva Jóhannes skírara.



Túlkun ítalska málarans Caravaggio (1571-1610) á aftöku Jóhannesar skírara. Málverk frá 1608.

29. september. Mikjálsmessa (og allra engla).

Heitir eftir Mikael erkiengli. Minningardagar hans eru aðallega tveir, 8. maí og 29. september. Sá fyrrnefndi tengist birtingu hans á Garganófjalli í Apúlíu á Suður-Ítalíu árið 494 eða 530–540, en hinn síðari vígslu kirkju honum tileinkaðri nærri Róm fyrir 7. öld. Mikaelsmessa var lögð af sem formlegur messudagur á Íslandi árið 1770, en er í sókn aftur. Dagurinn er einnig helgaður öðrum englum.

1. nóvember. Allraheilagramessa.

Á sér fornar rætur en oftast er upphaf allraheilagramessu samt rakið til þess er Pantheonhofinu í Rómaborg var breytt í kirkju og vígsludagurinn, 13. maí árið 609 eða 610, jafnframt helgaður öllum píslarvottum. Seinna var allraheilamessa flutt til 1. nóvember. Allraheilagramessa varð snemma einn af helgustu messudögum íslensku kirkjunnar og var ekki afnumin í þeirri mynd fyrr en árið 1770.

2. nóvember. Allrasálnamessa.

Komst á í kringum árið 1000 og var einkum ætluð til hjálpar sálum fátækra. Á allrasálnamessu er hugurinn bundinn öllum þeim sem við þekktum persónulega og elskum en fallnir eru frá. Í þjóðkirkjunni fara allraheilagamessa og allrasálnamessa orðið saman, eru eins og einn væri og beðið fyrir sálum allra látinna.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Myndir:


Höfundur þakkar Einari Sigurbjörnssyni og Kristjáni Val Ingólfssyni yfirlestur og gagnlegar ábendingar.

Höfundur

guðfræðingur og þjóðfræðingur

Útgáfudagur

31.1.2008

Spyrjandi

Elsa Guðrún Sveinsdóttir

Tilvísun

Sigurður Ægisson. „Hverjir eru helstu hátíðisdagar kirkjuársins og hvað gerðist á þeim?“ Vísindavefurinn, 31. janúar 2008, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7042.

Sigurður Ægisson. (2008, 31. janúar). Hverjir eru helstu hátíðisdagar kirkjuársins og hvað gerðist á þeim? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7042

Sigurður Ægisson. „Hverjir eru helstu hátíðisdagar kirkjuársins og hvað gerðist á þeim?“ Vísindavefurinn. 31. jan. 2008. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7042>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hverjir eru helstu hátíðisdagar kirkjuársins og hvað gerðist á þeim?
Í þessu svari er aðallega fjallað um hátíðisdaga íslensku þjóðkirkjunnar en aðrar kirkjudeildir geta haft fleiri eða færri hátíðisdaga.

Kirkjuárið hefst með fyrsta sunnudegi í aðventu eða jólaföstu, sem getur verið frá 27. nóvember til 3. desember. Á einu kirkjuári er farið í gegnum líf og starf Jesú Krists á afar skipulegan hátt í guðsþjónustum. Hver dagur er með ákveðna texta á bak við sig til að vinna úr í þremur samstæðum, A, B og C, sem hver um sig geyma alla hjálpræðissöguna.



Hvalneskirkja.

Kirkjuárið skiptist í tvö misseri. Hátíðamisserið svokallaða byrjar með aðventunni og lýkur með þrenningarhátíð (trinitatis). Hátíðalausa misserið byrjar viku síðar. Sunnudagar þess tímabils geta flestir orðið 27.

Á heimasíðu þjóðkirkjunnar (www.kirkjan.is) er þetta sett upp á eftirfarandi hátt, til glöggvunar:
  • Aðventa: Guð kemur til okkar - við væntum hans í trú.
  • Jól: Guð varð mannsbarn - okkur til bjargar.
  • Nýár: Guð leiðir okkur á nýju ári. Hans ár fá engan endi.
  • Þrettándi: Jesús Kristur birtist sem lausn og frelsun allra þjóða.
  • Fasta: Jesús þjáist og deyr heiminum til lífs.
  • Páskar: Jesús Kristur sigrar dauðann.
  • Uppstigning: Jesús Kristur ríkir með Guði og biður fyrir okkur.
  • Hvítasunna: Andi Guðs lífgar og ummyndar lífið allt.
  • Trinitatis: Við tilbiðjum Guð, föður, son og heilagan anda.
  • Tíminn eftir trinitatis: Tími kirkjunnar, vaxtar og þroska í trú.
  • Lok kirkjuárs: Allt er hverfult - en við væntum nýs himins og nýrrar jarðar þar sem vilji Guðs er og ræður.

Ef við skoðum þetta aðeins nánar, er um þrjár stórhátíðir að ræða; jól þar sem minnst er fæðingar Krists, páska þar sem minnst er upprisu hans og hvítasunna þar sem minnst er komu heilags anda. Þær eru nefndar Kristshátíðir. Nokkrir dagar aðrir eru þó afar merkir líka og raunar ómissandi í helgihaldinu, með ævaforna boðun sína.

Fjöldi hátíðisdaga fer dálítið eftir kirkjudeildum. Sú rómversk-kaþólska er duglegust við að halda gömlu arfleifðinni á lofti og þannig var málum líka háttað á Íslandi fram að siðbreytingu, um miðja 16. öld. Raunar héldust fjölmargir hátíðis- og minningardagar eftir það og voru ekki afnumdir fyrr en með lögum í danska ríkinu árið 1770. Þetta voru meðal annars þriðji dagur stórhátíða, kyndilmessa og Mikjálsmessa, sem voru alfarið felldir niður (en eru þó enn við lýði út af fyrir sig, þótt ekki fari mikinn á yfirborðinu á nútíma). Boðunardagur Maríu, 25. mars, og allraheilagramessa, 1. nóvember, voru aftur á móti fluttar yfir á 5. sunnudag í föstu annars vegar og á fyrsta sunnudag í nóvember hins vegar.



Boðunardagur Maríu var 25. mars en síðan fluttur á 5. sunnudag í föstu. Málverk Fra Angelico (um 1395 - 1455) frá 1430-1432.

Hátíðisdagar kirkjuársins, meiri en hinn venjulegi Drottinsdagur, eru sumsé þessir:

23. desember. Þorláksmessa á vetri.

Dánardagur Þorláks biskups Þórhallssonar árið 1193. Messa lögleidd árið 1199.

25. desember. Jóladagur.

Minnst fæðingar Jesú. Aðfangadagur jóla er ekki sérstakur hátíðisdagur. Hann markar lok aðventu eða jólaföstu og kl. 18.00 hefst jóladagur. Ástæðan fyrir þessu er, að í stað þess að miða upphaf dags við sólarlag eins og Gyðingar fastsettu kristnir menn upphaf daga við miðjan aftan og lifir það í hátíðadagatalinu. Íslendingar fylgja þessu enn hvað jólin snertir.

26. desember. Stefánsdagur.

Til minningar um fyrsta píslarvottinn, Stefán frumvott, en hann var grýttur þennan dag á 1. öld.

28. desember. Barnadagurinn.

Til minningar um sveinbörnin öll í Betlehem, tveggja ára og yngri, sem Heródes lét drepa til að freista þess að ráða niðurlögum hins nýfædda konungs.

1. janúar. Áttidagur.

Fornt heiti á 8. degi jóla, en innan kirkjunnar hafði áttundi dagur (octava) frá messudegi sérstaka þýðingu sem lokadagur vikuhátíðar. Hann fellur á nýársdag í gildandi tímatali og er til minningar um að Jesú var gefið nafn.

6. janúar. Þrettándinn.

Á 4. og 5. öld fór að tíðkast að minnast fæðingar Jesú 25. desember en skírnarninnar og tilbeiðslu vitringanna 6. janúar, og má þangað rekja jóladagana 13 á Íslandi. Formlega var ákveðið með þá árið 567 á 2. kirkjuþinginu sem haldið var í Tours í Frakklandi.

2. febrúar. Kyndilmessa.

Haldin í tilefni af því að María lét hreinsast, 40 dögum eftir burð sveinbarnsins Jesú, og fylgdi þar gyðinglegri hefð. Nafnið er dregið af vígðum kertum sem borin voru í skrúðgöngu. Kyndilmessa hefur undanfarið fengið meira rými í íslensku þjóðkirkjunni en var til skamms tíma en er þó ekki lögbundinn messudagur.

Öskudagur.

Miðvikudagur í 7. viku fyrir páska, sem getur verið á bilinu 4. febrúar til 10. mars. Nafnið á rætur í því, að í kaþólskum sið var ösku af brenndum pálmagreinum frá árinu áður dreift yfir höfuð iðrandi kirkjugesta þennan dag. En aska hefur löngum verið tákn hins óverðuga, eins og víða má sjá í Biblíunni og nægir þar að vitna í Mósebók: „Æ, ég hef dirfst að tala við Drottin, þótt ég sé duft eitt og aska.“

25. mars. Boðunardagur Maríu.

Hann er til minningar um það, er Gabríel erkiengill var sendur til hinnar ungu meyjar í Nasaret að tilkynna stóran atburð í vændum, að hún yrði senn með barni Guðs.

Pálmasunnudagur.

Upphaf dymbilviku (helguviku, kyrruviku). Jesús kemur til Jerúsalem, ríðandi á asna. Mannfjöldinn fagnar með pálmagreinum og stráum af ökrum og breiðir aukinheldur yfirhafnir sínar á veginn. Þannig var konungum fagnað.

Skírdagur.

Fimmtudagur í dymbilviku. Jesús þvær fætur lærisveinanna (af því ber dagurinn nafn, skírdagur; „þvottadagur“, skír merkir hreinn) og neytir að því búnu síðustu kvöldmáltíðarinnar með þeim vinum sínum.



Margir hafa túlkað síðustu kvöldmáltíðina en ein frægasta myndin af þeim atburði er verk Leonardó da Vinci (1452-1519) sem málað var á árunum 1495-1495.

Föstudagurinn langi.

Jesús er festur á kross og líflátinn.

Laugardagurinn fyrir páska (sabbatum sanctum).

Dagur þagnarinnar. Jesús stígur niður til heljar, eins og segir í Postullegu trúarjátningunni, og predikar fyrir öndunum í varðhaldinu og leysir þá.

Páskadagur.

Upprisa Jesú Krists frá dauðum.

Hinn almenni bænadagur.

Hann á upptök sín í Róm á 4. öld, og var í fyrstu bundinn við 25. apríl. Síðar var hann færður til 5. sunnudags eftir páska og er þar enn. Latneskt heiti dagsins er Rogate („Biðjið“) og tengist hinum gamla sið í kristninni, sem enn er reyndar við lýði víða meðal kaþólskra, að ganga um akrana eða umhverfis þá og biðja fyrir góðri uppskeru. Í þjóðkirkjunni er venja að biskup Íslands sendi prestum bréf, þar sem minnt er á eitthvert sérstakt málefni sem biðja skal fyrir.

Uppstigningardagur.

Himnaför Jesú, 40 dögum eftir páska, og ber því upp á tímabilinu 30. apríl til 4. júní. Árið 1982 var uppstigningardagur útnefndur kirkjudagur aldraðra hér á landi.

Hvítasunnudagur.

Formlegur stofndagur kirkjunnar, 50 dögum eftir páska. Til minningar um að heilagur andi, þriðja persóna guðdómsins, kom yfir lærisveinana ellefu svo að þeir fóru að prédika á ókunnum tungum, sem aftur gerði það að verkum að 3.000 manns gengu Kristi á hönd.

Trinitatis.

Fyrsti sunnudagur eftir hvítasunnu eða áttidagur hvítasunnu hefur kallast trinitatis frá því á 14. öld. Dagur heilagrar þrenningar; föður, sonar og heilags anda og með honum lýkur hátíðatímabilinu (festum trinitatis).

24. júní. Jónsmessa.

Fæðingardagur Jóhannesar skírara. Lögbundinn messudagur til ársins 1770.

20. júlí. Þorláksmessa á sumri.

Lögleidd árið 1237 til minningar um að bein Þorláks helga Þórhallssonar (1133–1193) biskups í Skálholti voru tekin upp þann dag árið 1198. Ein mesta hátíð ársins fyrir siðaskipti.

29. ágúst. Höfuðdagur.

Til minningar um að Heródes Antipas lét hálshöggva Jóhannes skírara.



Túlkun ítalska málarans Caravaggio (1571-1610) á aftöku Jóhannesar skírara. Málverk frá 1608.

29. september. Mikjálsmessa (og allra engla).

Heitir eftir Mikael erkiengli. Minningardagar hans eru aðallega tveir, 8. maí og 29. september. Sá fyrrnefndi tengist birtingu hans á Garganófjalli í Apúlíu á Suður-Ítalíu árið 494 eða 530–540, en hinn síðari vígslu kirkju honum tileinkaðri nærri Róm fyrir 7. öld. Mikaelsmessa var lögð af sem formlegur messudagur á Íslandi árið 1770, en er í sókn aftur. Dagurinn er einnig helgaður öðrum englum.

1. nóvember. Allraheilagramessa.

Á sér fornar rætur en oftast er upphaf allraheilagramessu samt rakið til þess er Pantheonhofinu í Rómaborg var breytt í kirkju og vígsludagurinn, 13. maí árið 609 eða 610, jafnframt helgaður öllum píslarvottum. Seinna var allraheilamessa flutt til 1. nóvember. Allraheilagramessa varð snemma einn af helgustu messudögum íslensku kirkjunnar og var ekki afnumin í þeirri mynd fyrr en árið 1770.

2. nóvember. Allrasálnamessa.

Komst á í kringum árið 1000 og var einkum ætluð til hjálpar sálum fátækra. Á allrasálnamessu er hugurinn bundinn öllum þeim sem við þekktum persónulega og elskum en fallnir eru frá. Í þjóðkirkjunni fara allraheilagamessa og allrasálnamessa orðið saman, eru eins og einn væri og beðið fyrir sálum allra látinna.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Myndir:


Höfundur þakkar Einari Sigurbjörnssyni og Kristjáni Val Ingólfssyni yfirlestur og gagnlegar ábendingar.

...