Hvers vegna ber þá upp á svipaðan eða sama tíma?Segja má að næstum allir alþjóðlegir kristnir hátíðisdagar eigi sér einhverjar rætur í eldri veraldlegum hátíðum, og hófst þess þróun þegar í gyðingdómi. Til er hirðisbréf sem Gregoíus páfi fyrsti (eða mikli) sendi um árið 600 til Ágústínusar erkibiskups í Kantaraborg. Kjarni þess er að heilög kirkja skuli umbera gamla siði alþýðunnar eftir föngum og reyna að gæða þá kristilegum anda. Þetta varð hvarvetna stefna kirkjunnar þótt misvel gengi að framfylgja henni. Páskar og hvítasunna eru dæmi um hátíðir sem eiga sér enn eldri rætur en páfabréfið. Hvítasunnan var upphaflega haldin til að fagna hveitiuppskeru. Á þeirri hátíð urðu lærisveinarnir fyrir sendingu heilags anda. Upprunalega voru páskar aftur á móti hátíð hjá hirðingjaþjóðinni Hebreum þar sem fæðingu fyrstu lambanna var fagnað. Þaðan er runninn sá siður að snæða páskalambið. Eftir að Gyðingar urðu akuryrkjuþjóð var einnig farið að nefna páskana hátíð ósýrðu brauðanna. Enn seinna voru þeir haldnir í minningu flótta Gyðinga frá Egyptalandi og loks urðu þeir upprisuhátíð Jesú Krists.
Upphaflega var fæðingu fyrstu lambanna fagnað á páskum.
- Af hverju er hvítasunnan haldin hátíðleg? eftir Hjalta Hugason.
- Af hverju er nafnið Jónsmessa dregið? eftir Unnar Árnason.
- Af hverju heldur kristið fólk upp á páska? Eru páskar ekki eldri en kristni? eftir Hjalta Hugason.
- Hverjar eru hefðir og saga hrekkjavöku? eftir Terry Gunnell.
- Hvernig fóru heiðin jól fram? eftir Árna Björnsson.
- Mynd: Fresh lamb. Flickr.com. Höfundur myndar er Scott Sandars. Myndin er birt undir Creative Commons leyfi.