Harmonika, harmonikka, harmóníka, harmoníka? Hvaðan er íslenska nafnið dregið og hvernig er réttast að skrifa það á góðri íslensku?Nafnið á hljóðfærinu, sem spurt er um, hefur frá því að það barst til landsins verið ritað á marga vegu. Í Íslenskri orðsifjabók er orðið ritað harmónika og talið tökuorð úr dönsku á 19. öld, harmonika (1989:308). Baldur Jónsson prófessor ritaði grein í ritið Málfregnir 1998, sem hann nefndi „Harmonikuþáttur“, og ég mun nýta mér í þessari umfjöllun en bendi um leið á umfjöllun Baldurs sjálfs. Hann nefndi að Samband íslenskra harmoníkuunnenda hefði látið fara fram kosningu um hvernig rita skuli nafnið á hljóðfærinu en gagnrýni hafði komið fram á heiti á blaði samtakanna, Harmoníkan – blað harmoníkuunnandans. Kosið var á milli sex ritmynda meðal þátttakenda á haustfundi samtakanna 1998:
- harmonika
- harmonikka
- harmoníka
- harmónika
- harmónikka
- harmóníka
- Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
- Baldur Jónsson. 1998. Harmonikuþáttur. Málfregnir 16, 8. árg., 2. tbl., bls. 19–25.
- Accordion - Wikipedia, the free encyclopedia. (Sótt 16.04.2016).