Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvert var fyrsta hljóðfærið?

Helga Sverrisdóttir

Einungis er hægt að geta sér til um það hvert fyrsta hljóðfærið hafi verið. Sumir fræðimenn halda því fram að fyrstu hljóðfærin hafi jafnvel verið gerð úr búsáhöldum eins og leirpottum sem skinn var strengt yfir og notaðir sem trommur eða örvabogum sem urðu að strengjabogum. Aðrir fræðimenn segja að hljóðfæri gætu hafa orðið til óháð og á undan hversdagslegum búsáhöldum.

Elsta hljóðfærið sem fornleifafræðingar vita um er hin svokallaða "Neanderdalsflauta" sem gerð er úr holu beini. Hún fannst í Slóveníu árið 1995 og er talin vera 45 þúsund ára gömul. Önnur gömul hljóðfæri sem fornleifafræðingar hafa fundið eru hljóðpípur og flautur úr dýrabeinum frá því á tímum fornsteinaldar og leirtrommur og skeljalúðrar frá seinni hluta steinaldar sem hófst um 10 þúsund árum fyrir Krist í Miðausturlöndum en síðar annars staðar.

Myndin af flautunum hér að ofan eru af flautum sem fundust í Henan héraði í Kína. Flauturnar eru gerðar úr fuglabeini og eru taldar 9 þúsund ára gamlar. Hver flauta um sig hefur 5 til 8 holur og enn er hægt að spila á eina þeirra. Hér má heyra flautuleikarann Taoying Xu spila kínverska þjóðlagið Xiao Bai Cai eða "litli kínverski kálhaus" á steinaldarflautuna.

Þróun hljóðfæra hefur verið háð nokkrum atriðum. Máli skipti hvaða efniviður var tiltækur til að búa hljóðfærin til og hversu færir mennirnir voru að vinna með efniviðinn.Til dæmis notuðu þeir sem bjuggu á norðurskautssvæðinu skinn, steina og bein til að búa til sín hljóðfæri á meðan að þeir sem bjuggu við miðbaug notuðu tré, bambus og reyr. Þeir sem höfðu aðgang að járni og færni til að vinna með efnið bjuggu sér til hljóðfæri úr því.

Í mörgum menningar-samfélögum er tónlist nátengd trúariðkun og tónlistin sjálf er sögð vera frá guðum og öndum. Ímyndir, goðsögur og tákn hafa því stundum haft áhrif á útlit hljóðfæra. Í sumum samfélögum veiðimanna og safnara þar sem eitt tiltekið dýr var mikið veitt til matar og gegndi jafnframt hlutverki í trúalífi fólksins var til dæmis ekki óalgengt að hljóðfærin líktust dýrinu í útliti. Þá skiptu kaupmenn sem ferðuðust um heiminn með vörur sínar og ferðalangar sem fluttu með sér hljóðfæri sín miklu máli. Þeir kynntu hljóðfærin sín fyrir öðrum og kynntust nýjum hljóðfærum. Þannig hafa hljóðfærin þróast og breyst í aldanna rás.

[Athugasemd bætt við 23. mars 2011: Margir efast nú um að hin svokallaða Neanderdalsflauta hafi verið raunverulegt hljóðfæri eins og lesa má um í svari ÍDÞ við spurningunni: Hvað var fyrsta hljóðfærið og hvar var það fundið upp?]

Heimildir

Britannica Online

BBC Online Network



Mynd af steinaldarflautum: BBC Online Network

Mynd frá Egyptalandi hinu forna: University of Michigan: Music in Ancient Egypt

Höfundur

stjórnmálafræðingur, um tíma starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

2.1.2002

Spyrjandi

Steinar Ólafsson
Einar Bragason

Tilvísun

Helga Sverrisdóttir. „Hvert var fyrsta hljóðfærið?“ Vísindavefurinn, 2. janúar 2002, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2030.

Helga Sverrisdóttir. (2002, 2. janúar). Hvert var fyrsta hljóðfærið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2030

Helga Sverrisdóttir. „Hvert var fyrsta hljóðfærið?“ Vísindavefurinn. 2. jan. 2002. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2030>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvert var fyrsta hljóðfærið?
Einungis er hægt að geta sér til um það hvert fyrsta hljóðfærið hafi verið. Sumir fræðimenn halda því fram að fyrstu hljóðfærin hafi jafnvel verið gerð úr búsáhöldum eins og leirpottum sem skinn var strengt yfir og notaðir sem trommur eða örvabogum sem urðu að strengjabogum. Aðrir fræðimenn segja að hljóðfæri gætu hafa orðið til óháð og á undan hversdagslegum búsáhöldum.

Elsta hljóðfærið sem fornleifafræðingar vita um er hin svokallaða "Neanderdalsflauta" sem gerð er úr holu beini. Hún fannst í Slóveníu árið 1995 og er talin vera 45 þúsund ára gömul. Önnur gömul hljóðfæri sem fornleifafræðingar hafa fundið eru hljóðpípur og flautur úr dýrabeinum frá því á tímum fornsteinaldar og leirtrommur og skeljalúðrar frá seinni hluta steinaldar sem hófst um 10 þúsund árum fyrir Krist í Miðausturlöndum en síðar annars staðar.

Myndin af flautunum hér að ofan eru af flautum sem fundust í Henan héraði í Kína. Flauturnar eru gerðar úr fuglabeini og eru taldar 9 þúsund ára gamlar. Hver flauta um sig hefur 5 til 8 holur og enn er hægt að spila á eina þeirra. Hér má heyra flautuleikarann Taoying Xu spila kínverska þjóðlagið Xiao Bai Cai eða "litli kínverski kálhaus" á steinaldarflautuna.

Þróun hljóðfæra hefur verið háð nokkrum atriðum. Máli skipti hvaða efniviður var tiltækur til að búa hljóðfærin til og hversu færir mennirnir voru að vinna með efniviðinn.Til dæmis notuðu þeir sem bjuggu á norðurskautssvæðinu skinn, steina og bein til að búa til sín hljóðfæri á meðan að þeir sem bjuggu við miðbaug notuðu tré, bambus og reyr. Þeir sem höfðu aðgang að járni og færni til að vinna með efnið bjuggu sér til hljóðfæri úr því.

Í mörgum menningar-samfélögum er tónlist nátengd trúariðkun og tónlistin sjálf er sögð vera frá guðum og öndum. Ímyndir, goðsögur og tákn hafa því stundum haft áhrif á útlit hljóðfæra. Í sumum samfélögum veiðimanna og safnara þar sem eitt tiltekið dýr var mikið veitt til matar og gegndi jafnframt hlutverki í trúalífi fólksins var til dæmis ekki óalgengt að hljóðfærin líktust dýrinu í útliti. Þá skiptu kaupmenn sem ferðuðust um heiminn með vörur sínar og ferðalangar sem fluttu með sér hljóðfæri sín miklu máli. Þeir kynntu hljóðfærin sín fyrir öðrum og kynntust nýjum hljóðfærum. Þannig hafa hljóðfærin þróast og breyst í aldanna rás.

[Athugasemd bætt við 23. mars 2011: Margir efast nú um að hin svokallaða Neanderdalsflauta hafi verið raunverulegt hljóðfæri eins og lesa má um í svari ÍDÞ við spurningunni: Hvað var fyrsta hljóðfærið og hvar var það fundið upp?]

Heimildir

Britannica Online

BBC Online Network



Mynd af steinaldarflautum: BBC Online Network

Mynd frá Egyptalandi hinu forna: University of Michigan: Music in Ancient Egypt...