Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað var fyrsta hljóðfærið og hvar var það fundið upp?

ÍDÞ

Eins og með fjölmarga aðra hluti er nær ógerningur að segja til um hvað hafi verið fyrst. Einnig eru skiptar skoðanir um hvað skuli telja til hljóðfæra. Til að mynda hefur fundist um 45 þúsund ára gömul meint flauta, kennd við neanderdalsmennina, úr holu beini. Neanderdalsmaðurinn var uppi fyrir um það bil 120.000 árum og þar til fyrir um 28.000 til 30.000 árum. Margir hafa hins vegar efast um að hér sé raunveruleg flauta á ferð, þó nútímamönnum kunni að sýnast svo vera. Í Þýskalandi hafa fundist loðfíls- og svanabein sem notuð hafa verið í flautur. Þær eru taldar vera á bilinu 30-37 þúsund ára gamlar. Flauturnar eru almennt taldar elstu þekktu hljóðfærin.

Ekki eru menn heldur á eitt sáttir með hvernig hljóðfærin hafi orðið til. Sumir vilja meina að þau séu afsprengi venjulegra heimilisáhalda, svo sem potta, en aðrir telja að hljóðfæri gætu allt eins hafa orðið til óháð búsáhöldum og jafnvel á undan þeim.

Meira má lesa um hljóðfæri og uppruna þeirra í svari Helgu Sverrisdóttur við spurningunni: Hvert var fyrsta hljóðfærið?

Heimild og mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

17.3.2011

Spyrjandi

Hinrik Þór Þórisson, f. 1997, Gunnar, f. 1995

Tilvísun

ÍDÞ. „Hvað var fyrsta hljóðfærið og hvar var það fundið upp?“ Vísindavefurinn, 17. mars 2011, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=58971.

ÍDÞ. (2011, 17. mars). Hvað var fyrsta hljóðfærið og hvar var það fundið upp? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=58971

ÍDÞ. „Hvað var fyrsta hljóðfærið og hvar var það fundið upp?“ Vísindavefurinn. 17. mar. 2011. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=58971>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað var fyrsta hljóðfærið og hvar var það fundið upp?
Eins og með fjölmarga aðra hluti er nær ógerningur að segja til um hvað hafi verið fyrst. Einnig eru skiptar skoðanir um hvað skuli telja til hljóðfæra. Til að mynda hefur fundist um 45 þúsund ára gömul meint flauta, kennd við neanderdalsmennina, úr holu beini. Neanderdalsmaðurinn var uppi fyrir um það bil 120.000 árum og þar til fyrir um 28.000 til 30.000 árum. Margir hafa hins vegar efast um að hér sé raunveruleg flauta á ferð, þó nútímamönnum kunni að sýnast svo vera. Í Þýskalandi hafa fundist loðfíls- og svanabein sem notuð hafa verið í flautur. Þær eru taldar vera á bilinu 30-37 þúsund ára gamlar. Flauturnar eru almennt taldar elstu þekktu hljóðfærin.

Ekki eru menn heldur á eitt sáttir með hvernig hljóðfærin hafi orðið til. Sumir vilja meina að þau séu afsprengi venjulegra heimilisáhalda, svo sem potta, en aðrir telja að hljóðfæri gætu allt eins hafa orðið til óháð búsáhöldum og jafnvel á undan þeim.

Meira má lesa um hljóðfæri og uppruna þeirra í svari Helgu Sverrisdóttur við spurningunni: Hvert var fyrsta hljóðfærið?

Heimild og mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....