Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Á hvaða snoðir komast menn?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Spurnining í fullri lengd hljóðaði svona:
Hvaðan er orðið "snoðir" í samhenginu "að komast á snoðir um eitthvað" komið og hvað merkir það?

Nafnorðið snoðir, sem notað er í kvenkyni fleirtölu, þekkist allt frá 18. öld í merkingunni ‘ávæningur, pati, leynilegar menjar einhvers’. Orðasambandið að komast á snoðir um eitthvað ‘fá veður af einhverju, hafa njósn af einhverju’ er þekkt frá fyrri hluta 18. aldar. Í Ritmálssafni er þó eldra dæmi úr Pontusrímum frá miðri 16. öld en með eintölumyndinni snoð:

Þegar kurtis kemst á snoð
um komu riddarans stranga.

Annað yngra dæmi er þar einnig að finna um eintölumyndina snoð en það er úr Biskupsskjalasafni frá 1671:

ad hann þikest ä snod komist haffa

Sögnin snoðra þekktist í fornu máli sem hliðarmynd við snuðra. Líkingin í orðasambandinu að komast á snoðir um eitthvað er líklega dregin af veiðum, hundur finni lykt af einhverju og komist á sporið.

Í þjóðsögum Jóns Árnasonar (V:283) er dæmi um kvenkynsmyndina snoður sem leidd er af sögninni snoðra. Hún þekktist í fornu máli sem hliðarmynd við snuðra sem notuð er enn í dag.

Bræður komust nú á snoður um þetta, og hugsuðu gott til hreifis að fara heim.

Annars virðist af dæmum að ráða að fleirtölumyndin snoðir sé ríkjandi.

Jón Friðjónsson getur sér þess til í ritinu Mergur málsins (2006:796) að líkingin sé dregin af veiðum, hundur finni lykt af einhverju og komist á sporið. Það styður dæmi í Ritmálssafninu frá síðari hluta 18. aldar:

engir, er sendir vóru til snoda, komu frá París aptur.

Heimildir:
  • [Jón Árnason.] 1958. Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri. Safnað hefur Jón Árnason. V. Nýtt safn. Bókaútgáfan Þjóðsaga, Reykjavík.
  • Jón G. Friðjónsson. 2006. Mergur málsins. Mál og menning, Reykjavík.
  • Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

5.3.2018

Spyrjandi

Elín Stephensen

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Á hvaða snoðir komast menn?“ Vísindavefurinn, 5. mars 2018, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=74356.

Guðrún Kvaran. (2018, 5. mars). Á hvaða snoðir komast menn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=74356

Guðrún Kvaran. „Á hvaða snoðir komast menn?“ Vísindavefurinn. 5. mar. 2018. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=74356>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Á hvaða snoðir komast menn?
Spurnining í fullri lengd hljóðaði svona:

Hvaðan er orðið "snoðir" í samhenginu "að komast á snoðir um eitthvað" komið og hvað merkir það?

Nafnorðið snoðir, sem notað er í kvenkyni fleirtölu, þekkist allt frá 18. öld í merkingunni ‘ávæningur, pati, leynilegar menjar einhvers’. Orðasambandið að komast á snoðir um eitthvað ‘fá veður af einhverju, hafa njósn af einhverju’ er þekkt frá fyrri hluta 18. aldar. Í Ritmálssafni er þó eldra dæmi úr Pontusrímum frá miðri 16. öld en með eintölumyndinni snoð:

Þegar kurtis kemst á snoð
um komu riddarans stranga.

Annað yngra dæmi er þar einnig að finna um eintölumyndina snoð en það er úr Biskupsskjalasafni frá 1671:

ad hann þikest ä snod komist haffa

Sögnin snoðra þekktist í fornu máli sem hliðarmynd við snuðra. Líkingin í orðasambandinu að komast á snoðir um eitthvað er líklega dregin af veiðum, hundur finni lykt af einhverju og komist á sporið.

Í þjóðsögum Jóns Árnasonar (V:283) er dæmi um kvenkynsmyndina snoður sem leidd er af sögninni snoðra. Hún þekktist í fornu máli sem hliðarmynd við snuðra sem notuð er enn í dag.

Bræður komust nú á snoður um þetta, og hugsuðu gott til hreifis að fara heim.

Annars virðist af dæmum að ráða að fleirtölumyndin snoðir sé ríkjandi.

Jón Friðjónsson getur sér þess til í ritinu Mergur málsins (2006:796) að líkingin sé dregin af veiðum, hundur finni lykt af einhverju og komist á sporið. Það styður dæmi í Ritmálssafninu frá síðari hluta 18. aldar:

engir, er sendir vóru til snoda, komu frá París aptur.

Heimildir:
  • [Jón Árnason.] 1958. Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri. Safnað hefur Jón Árnason. V. Nýtt safn. Bókaútgáfan Þjóðsaga, Reykjavík.
  • Jón G. Friðjónsson. 2006. Mergur málsins. Mál og menning, Reykjavík.
  • Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans.

Mynd:

...