Hvaðan er orðið "snoðir" í samhenginu "að komast á snoðir um eitthvað" komið og hvað merkir það?Nafnorðið snoðir, sem notað er í kvenkyni fleirtölu, þekkist allt frá 18. öld í merkingunni ‘ávæningur, pati, leynilegar menjar einhvers’. Orðasambandið að komast á snoðir um eitthvað ‘fá veður af einhverju, hafa njósn af einhverju’ er þekkt frá fyrri hluta 18. aldar. Í Ritmálssafni er þó eldra dæmi úr Pontusrímum frá miðri 16. öld en með eintölumyndinni snoð:
Þegar kurtis kemst á snoðAnnað yngra dæmi er þar einnig að finna um eintölumyndina snoð en það er úr Biskupsskjalasafni frá 1671:
um komu riddarans stranga.
ad hann þikest ä snod komist haffaÍ þjóðsögum Jóns Árnasonar (V:283) er dæmi um kvenkynsmyndina snoður sem leidd er af sögninni snoðra. Hún þekktist í fornu máli sem hliðarmynd við snuðra sem notuð er enn í dag.
Bræður komust nú á snoður um þetta, og hugsuðu gott til hreifis að fara heim.Annars virðist af dæmum að ráða að fleirtölumyndin snoðir sé ríkjandi. Jón Friðjónsson getur sér þess til í ritinu Mergur málsins (2006:796) að líkingin sé dregin af veiðum, hundur finni lykt af einhverju og komist á sporið. Það styður dæmi í Ritmálssafninu frá síðari hluta 18. aldar:
engir, er sendir vóru til snoda, komu frá París aptur.Heimildir:
- [Jón Árnason.] 1958. Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri. Safnað hefur Jón Árnason. V. Nýtt safn. Bókaútgáfan Þjóðsaga, Reykjavík.
- Jón G. Friðjónsson. 2006. Mergur málsins. Mál og menning, Reykjavík.
- Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans.
- Dogs Hunting Autumn Painting Free Stock Photo - Public Domain Pictures. (Sótt 5.03.2018).