Stutta svarið
Klór-sótthreinsivökvi sem notaður er í sundlaugum og víðar inniheldur veika sýru sem nefnist hypýklórsýra. Hún getur smogið inn fyrir frumuhimnur örvera og fituhimnur hjúpaðra veira og valdið þar skaða á viðkomandi örverum og veirum með ýmsum efnabreytingum. Í því felst eyðingarmáttur klór-sótthreinsunar gagnvart örverum og veirum.Lengra svar
Klór er notað sem sótthreinsiefni í sundlaugum hérlendis. Um er að ræða efnasamband sem inniheldur klórfrumeindina (atómið), táknuð með Cl, en ekki hreint klór, táknað með Cl2. Umrætt efnasamband nefnist natrínhypóklórít og hefur efnatáknið NaOCl. Það er uppleyst í vatni (H2O) þar sem það umbreytist meðal annars í veika sýru sem nefnist hypóklórsýra (HOCl) sem og basa (NaOH). Þetta gerist í samræmi við efnajöfnuna:NaOCl + H2O = NaOH + HOClHypóklórsýran (HOCl) er hið eiginlega sótthreinsiefni og hún klofnar að litlu leyti í jónirnar (hlaðnar agnir), vetnisjón (H+) og hypóklórít (OCl-) samkvæmt:
HOCl -> H+ + OCl-Agnirnar HOCl og OCl- verka báðar sótthreinsandi, í þeirri merkingu að þær valda dauða örvera. Það gerist með þeim hætti að þær ná að smjúga í gegnum frumuhimnur viðkomandi örvera þar sem þær geta valdið „usla og skaða“ með efnahvörfum innan frumuveggjanna.

Klór er notað sem sótthreinsiefni í sundlaugum hérlendis. Svonefnd hypóklórsýra eyðileggur meðal annars prótín, erfðaefni (RNA, DNA) og ómettaðar fitusýrur.

Skýringarmynd af veiruögn. Eyðileggingarmáttur klórsins gagnvart veirum felst einkum í efnabreytingum hypóklórsýrunnar við prótín.
- ^ Sjá t.d.: Hypochlorous acid - Wikipedia. (Sótt 10.12.2020). Og hér: Does Chlorine Kill Coronavirus? - COVID-19, Featured, Health Topics - Hackensack Meridian Health. (Sótt 10.12.2020).
- ^ Sjá: Study on the resistance of severe acute respiratory syndrome-associated coronavirus. (Sótt 11.12.2020). Einnig hér: Survival of Severe Acute Respiratory Syndrome Coronavirus. (Sótt 11.12.2020).
- Free photo of swimming pool. (Sótt 10.12.2020).
- File:Virus structure simple.png - Wikipedia. (Sótt 15.06.2020). Myndina gerði Graham Beards og hún er birt undir leyfinu Creative Commons — Attribution-ShareAlike 3.0 Unported — CC BY-SA 3.0.