Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Bryndís Brandsdóttir rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Bryndís Brandsdóttir er vísindamaður við Jarðvísindastofnun, Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands. Rannsóknir Bryndísar tengjast uppbyggingu jarðskorpu Íslands og úthafshryggjanna er að landinu liggja. Rannsóknagögnin eru bylgjur frá jarðskjálftum og manngerðum tækjum af ýmsum toga, sem ferðast um svæðin sem verið er að rannsaka. Öll viðfangsefnin eru unnin í samvinnu við innlendra og erlendra vísindamenn.

Rannsóknir Bryndísar tengjast uppbyggingu Íslands og úthafshryggjanna er að landinu liggja.

Jarðskjálfta- og bylgjubrotsmælingar veita upplýsingar um ástand og innri gerð eldstöðva, umfang innskota og kvikusöfnun. Staðsetning kvikuhólfa hefur verið kortlögð að hluta undir Kröflu, Kötlu og Grímsvötnum með bylgjubrotsmælingum. Rannsóknir á deyfingu jarðskjálftabylgna hafa enn fremur gefið til kynna tilvist grunnstæðs kvikuhólfs undir Öskju. Færanlegar jarðskjálftamælingar hafa og verið notaðar til að fylgjast með kvikuhreyfingum og innskotavirkni undir vestanverðum Mýrdalsjökli, Eyjafjallajökli, Kröflu, Öskju, Lokahrygg, Grímsvötnum, Bárðarbungu-Holuhraun og niðurdælingu í jarðhitasvæðið í Svartsengi.

Með nútímatækni, svo sem fjölgeislamælingum, háupplausnar hljóðendurvarpsmælingum og neðansjávarmyndavélum hefur okkur opnast ný sýn á hafsbotninn. Kortlagning hafsbotnsins fyrir norðan land hefur leitt í ljós landslag líkt því sem þekkist í gosbeltunum á landi. Þar má sjá eldstöðvakerfi með megineldstöðvum og eldvörpum ásamt sprungureinum og stórum sigdölum.

Kortlagning hafsbotnsins fyrir norðan land hefur leitt í ljós landslag líkt því sem þekkist í gosbeltunum á landi.

Bryndís fæddist í Reykjavík árið 1953. Hún lauk BS-námi í jarðfræði og BHon í jarðskjálftafræði frá Háskóla Íslands árið 1978 og meistaranámi frá ríkisháskólanum í Oregon 1986. Bryndís hóf störf sem aðstoðarmaður hjá Jarðeðlisfræðistofu Raunvísindastofnunar með námi, meðal annars á skjálftavakt í Mývatnssveit vegna umbrota í Kröflu. Bryndís hefur starfað á Raunvísindastofnun síðan, meðal annars sem stjórnarformaður stofnunarinnar 2006-2016.

Myndir:
  • Úr safni BB.

Útgáfudagur

13.7.2018

Síðast uppfært

23.10.2024

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Bryndís Brandsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn, 13. júlí 2018, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76098.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 13. júlí). Hvað hefur vísindamaðurinn Bryndís Brandsdóttir rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76098

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Bryndís Brandsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn. 13. júl. 2018. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76098>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Bryndís Brandsdóttir rannsakað?
Bryndís Brandsdóttir er vísindamaður við Jarðvísindastofnun, Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands. Rannsóknir Bryndísar tengjast uppbyggingu jarðskorpu Íslands og úthafshryggjanna er að landinu liggja. Rannsóknagögnin eru bylgjur frá jarðskjálftum og manngerðum tækjum af ýmsum toga, sem ferðast um svæðin sem verið er að rannsaka. Öll viðfangsefnin eru unnin í samvinnu við innlendra og erlendra vísindamenn.

Rannsóknir Bryndísar tengjast uppbyggingu Íslands og úthafshryggjanna er að landinu liggja.

Jarðskjálfta- og bylgjubrotsmælingar veita upplýsingar um ástand og innri gerð eldstöðva, umfang innskota og kvikusöfnun. Staðsetning kvikuhólfa hefur verið kortlögð að hluta undir Kröflu, Kötlu og Grímsvötnum með bylgjubrotsmælingum. Rannsóknir á deyfingu jarðskjálftabylgna hafa enn fremur gefið til kynna tilvist grunnstæðs kvikuhólfs undir Öskju. Færanlegar jarðskjálftamælingar hafa og verið notaðar til að fylgjast með kvikuhreyfingum og innskotavirkni undir vestanverðum Mýrdalsjökli, Eyjafjallajökli, Kröflu, Öskju, Lokahrygg, Grímsvötnum, Bárðarbungu-Holuhraun og niðurdælingu í jarðhitasvæðið í Svartsengi.

Með nútímatækni, svo sem fjölgeislamælingum, háupplausnar hljóðendurvarpsmælingum og neðansjávarmyndavélum hefur okkur opnast ný sýn á hafsbotninn. Kortlagning hafsbotnsins fyrir norðan land hefur leitt í ljós landslag líkt því sem þekkist í gosbeltunum á landi. Þar má sjá eldstöðvakerfi með megineldstöðvum og eldvörpum ásamt sprungureinum og stórum sigdölum.

Kortlagning hafsbotnsins fyrir norðan land hefur leitt í ljós landslag líkt því sem þekkist í gosbeltunum á landi.

Bryndís fæddist í Reykjavík árið 1953. Hún lauk BS-námi í jarðfræði og BHon í jarðskjálftafræði frá Háskóla Íslands árið 1978 og meistaranámi frá ríkisháskólanum í Oregon 1986. Bryndís hóf störf sem aðstoðarmaður hjá Jarðeðlisfræðistofu Raunvísindastofnunar með námi, meðal annars á skjálftavakt í Mývatnssveit vegna umbrota í Kröflu. Bryndís hefur starfað á Raunvísindastofnun síðan, meðal annars sem stjórnarformaður stofnunarinnar 2006-2016.

Myndir:
  • Úr safni BB.

...