Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær gýs Katla?

EDS

Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Mun Katla gjósa í ár?
  • Er ekki von á Kötlugosi miðað við þann tíma sem venjulega hefur liðið milli gosa?

Talið er að Katla hafi gosið að minnsta kosti 20 sinnum síðan Ísland byggðist. Tíminn sem liðið hefur milli gosa er allt frá 13 árum og upp í um 80 ár.

Síðasta stóra Kötlugos var árið 1918 en árið 1955 kom hlaup frá Mýrdalsjökli sem menn halda að hafa verið undan gosi undir jökli. Hlaupið var þó smávægilegt miðað við hlaup sem hafa myndast vegna gosa í Kötlu og þess vegna hefur það verið sett í sviga þegar talað er um Kötlugos.


Miðað við þann tíma sem venjulega hefur liðið á milli Kötlugosa er ekki óeðlilegt að menn séu farnir að bíða eftir næsta gosi. Undanfarið hefur verið fylgst mjög vel með Kötlu og ýmislegt gefur til kynna að dregið geti til tíðinda innan skamms.

Í frétt í Morgunblaðinu þann 29. mars 2004 segir Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur og forstöðumaður á Norrænu eldfjallastöðinni, þrjár vísbendingar um að Kötlugos verði á næstu árum:
Viðvarandi landris, aukin jarðskjálftavirkni og aukinn jarðhiti á undanförnum árum. Þessi þrjú merki hafa verið viðvarandi frá árinu 1999 og það virðist ekki draga neitt úr atburðarásinni. Þess vegna tel ég að fjallið sé komið að þeim mörkum að það bresti á allra næstu árum ... Það er túlkunaratriði hvað við teljum tímann fram að næsta gosi vera langan. Ástæðan fyrir óvissunni er sú að við vitum ekki hvað fjallið þarf að þenjast mikið út áður en að eldgos verður. Mín skoðun er sú að Kötlugos verði líkast til innan tveggja, þriggja ára og mjög líklega innan fimm ára.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

11.5.2004

Spyrjandi

Dagur Steingrímsson, f. 1993
Þóroddur Þorkelsson, f. 1989
Kári Helgason

Tilvísun

EDS. „Hvenær gýs Katla?“ Vísindavefurinn, 11. maí 2004, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4246.

EDS. (2004, 11. maí). Hvenær gýs Katla? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4246

EDS. „Hvenær gýs Katla?“ Vísindavefurinn. 11. maí. 2004. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4246>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær gýs Katla?
Hér er einnig svarað spurningunum:

  • Mun Katla gjósa í ár?
  • Er ekki von á Kötlugosi miðað við þann tíma sem venjulega hefur liðið milli gosa?

Talið er að Katla hafi gosið að minnsta kosti 20 sinnum síðan Ísland byggðist. Tíminn sem liðið hefur milli gosa er allt frá 13 árum og upp í um 80 ár.

Síðasta stóra Kötlugos var árið 1918 en árið 1955 kom hlaup frá Mýrdalsjökli sem menn halda að hafa verið undan gosi undir jökli. Hlaupið var þó smávægilegt miðað við hlaup sem hafa myndast vegna gosa í Kötlu og þess vegna hefur það verið sett í sviga þegar talað er um Kötlugos.


Miðað við þann tíma sem venjulega hefur liðið á milli Kötlugosa er ekki óeðlilegt að menn séu farnir að bíða eftir næsta gosi. Undanfarið hefur verið fylgst mjög vel með Kötlu og ýmislegt gefur til kynna að dregið geti til tíðinda innan skamms.

Í frétt í Morgunblaðinu þann 29. mars 2004 segir Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur og forstöðumaður á Norrænu eldfjallastöðinni, þrjár vísbendingar um að Kötlugos verði á næstu árum:
Viðvarandi landris, aukin jarðskjálftavirkni og aukinn jarðhiti á undanförnum árum. Þessi þrjú merki hafa verið viðvarandi frá árinu 1999 og það virðist ekki draga neitt úr atburðarásinni. Þess vegna tel ég að fjallið sé komið að þeim mörkum að það bresti á allra næstu árum ... Það er túlkunaratriði hvað við teljum tímann fram að næsta gosi vera langan. Ástæðan fyrir óvissunni er sú að við vitum ekki hvað fjallið þarf að þenjast mikið út áður en að eldgos verður. Mín skoðun er sú að Kötlugos verði líkast til innan tveggja, þriggja ára og mjög líklega innan fimm ára.

Heimildir og mynd: