Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað var fundið upp á 19. öld?

EDS

Margt af því sem nýtist okkur í daglegu lífi má rekja aftur til 19. aldarinnar. Sumir vilja jafnvel meina að á seinni hluta 19. aldar hafi orðið iðnbylting númer tvö sem grundvallaðist á hagnýtingu rafmagns og nútíma framleiðslu og notkun á bæði jarðolíu og stáli.

Það er of langt mál að telja upp ALLT það sem fundið var upp á 19. öldinni en á Vísindavefnum hefur verið fjallað um ýmsar af þeim uppfinningum sem þá litu dagsins ljós og er svarið hér á eftir mikið til byggt á því efni.

Mikil gróska var í þróun farartækja á 19. öldinni. Fyrsta notahæfa reiðhjólið er talið hafa komið fram á öðrum áratug aldarinnar og má sjá teikningu af því hér til hliðar. Það var reyndar ekki fótstigið heldur þurfti notandinn að hlaupa og renna sér á því þannig að það minnti meira á hlauphjól. Fyrsta nútíma reiðhjólið, fótstigið með stýri og bæði hjólin jafnstór, kom hins vegar fram þegar langt var liðið á 19. öldina. Um þessi hjól er nánar fjallaði í svari við spurningunni Hver fann upp fyrsta reiðhjólið?

Fyrstu gufuknúnu bílarnir voru smíðaðir á seinni hluta 18. aldar en tækni sem gerði mönnum kleift að nota gufuafl til að knýja faratæki þróaðist mikið á 19. öldinni. Þannig urðu gufuknúin farartæki, bæði á sjó og landi, nokkuð algeng þegar leið á öldina. Bensínknúin farartæki komu fram seint á 19. öldinni, bæði mótorhjól og bíll, en um þau er til dæmis fjallað í svari við spurningunni Er það satt að vélhjól hafi komið til landsins á undan Cudell-bíl Thomsens?

Þótt flugvélar sem farartæki hafi ekki litið dagsins ljós fyrr en snemma á 20. öld, þá kom fyrsta vestræna svifflugan fram rétt eftir miðja 19. öld. Undir lok aldarinnar flaug vél í fyrsta skipti fyrir eigin vélafli þó ekki væri hægt að stýra henni. Um þetta má lesa í svari við spurningunni Hver fann upp flugvélina?

Það voru ekki bara samgöngutæki sem þróuðust á 19. öldinni heldur varð líka mikil bylting í samskiptatækni með tilkomu rit- og talsímans. Á þessi undratæki er til dæmis minnst í svörum við spurningunum Hvernig virkar Morsekóði og hver fann hann upp? og Hvaða ár urðu símar til? Ritvélin kom fram á þessum tíma og ljósmyndatæknin þróaðist.

Á 19. öldinni var lagður grunnurinn að nútíma rafmagnsfræði og hagnýtingu rafmagns. Meðal þeirra nýjunga sem þá komu fram og tengjast rafmagni beint má nefna rafhlöðuna sem þróaðist í nothæft form, ljósaperuna og fyrstu rafveituna. Um þetta og fleira sem viðkemur sögu rafmagnsins er hægt að lesa í svari við spurningunni Hver uppgötvaði rafmagnið?



Thomas Alva Edison (1847 – 1931) var einn af afkastameiri uppfinningamönnum á seinni hluta 19. aldar og í byrjun þeirrar 20. Hann vann meðal annars að því að koma rafmagnsljósi í notendavænt form, kynnti ljósaperuna fyrir heiminum árið 1879, hannaði dreifikerfi fyrir rafmagn og kveikti á fyrstu rafveitu heimsins árið 1882. Hér sést hann við plötuspilara (phonograph) sem hann hannaði.

Ýmis heimilistæki eða búsáhöld sem okkur finnast bráðnauðsynleg þróuðust á 19. öldinni. Þar má til dæmis nefna þvottavél, saumavél, ísskáp, ryksugu, uppþvottavél og dósahnífinn, en um hann er einmitt fjallað í svari við spurningunni Hver fann upp dósaopnarann? Klósettpappírinn á einnig rætur að rekja til 19. aldarinnar og fyrstu postulínsklósettin voru líka framleidd þá.

Margir smáir en bráðnauðsynlegir og hagnýtir hlutir litu einnig dagsins ljós á 19. öldinni og má þar nefna rennilása, bréfaklemmur, eldspýtur og öryggisnælur. Það voru ekki bara mjög hagnýtir hlutir sem komu fram á 19. öldinni heldur líka hlutir sem veita okkur gleði eða ánægju af einhverju tagi. Þar má nefna kókið einn vinsælasta drykk í heimi, tyggjó, teiknimyndasögur, körfubolta og rússíbana.

Eins og sjá má á þessari upptalningu allri á margt af því sem við þekkjum og notum í dag rætur að rekja til 19. aldarinnar. Hér hafa aðeins verið nefnd nokkur dæmi og listinn langt frá því að vera tæmdur. Áhugasamir geta kynnt sér efnið nánar með því að skoða heimildirnar hér fyrir neðan.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

19.3.2009

Spyrjandi

Kristófer Ísak, f. 1995

Tilvísun

EDS. „Hvað var fundið upp á 19. öld?“ Vísindavefurinn, 19. mars 2009, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=51996.

EDS. (2009, 19. mars). Hvað var fundið upp á 19. öld? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=51996

EDS. „Hvað var fundið upp á 19. öld?“ Vísindavefurinn. 19. mar. 2009. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=51996>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað var fundið upp á 19. öld?
Margt af því sem nýtist okkur í daglegu lífi má rekja aftur til 19. aldarinnar. Sumir vilja jafnvel meina að á seinni hluta 19. aldar hafi orðið iðnbylting númer tvö sem grundvallaðist á hagnýtingu rafmagns og nútíma framleiðslu og notkun á bæði jarðolíu og stáli.

Það er of langt mál að telja upp ALLT það sem fundið var upp á 19. öldinni en á Vísindavefnum hefur verið fjallað um ýmsar af þeim uppfinningum sem þá litu dagsins ljós og er svarið hér á eftir mikið til byggt á því efni.

Mikil gróska var í þróun farartækja á 19. öldinni. Fyrsta notahæfa reiðhjólið er talið hafa komið fram á öðrum áratug aldarinnar og má sjá teikningu af því hér til hliðar. Það var reyndar ekki fótstigið heldur þurfti notandinn að hlaupa og renna sér á því þannig að það minnti meira á hlauphjól. Fyrsta nútíma reiðhjólið, fótstigið með stýri og bæði hjólin jafnstór, kom hins vegar fram þegar langt var liðið á 19. öldina. Um þessi hjól er nánar fjallaði í svari við spurningunni Hver fann upp fyrsta reiðhjólið?

Fyrstu gufuknúnu bílarnir voru smíðaðir á seinni hluta 18. aldar en tækni sem gerði mönnum kleift að nota gufuafl til að knýja faratæki þróaðist mikið á 19. öldinni. Þannig urðu gufuknúin farartæki, bæði á sjó og landi, nokkuð algeng þegar leið á öldina. Bensínknúin farartæki komu fram seint á 19. öldinni, bæði mótorhjól og bíll, en um þau er til dæmis fjallað í svari við spurningunni Er það satt að vélhjól hafi komið til landsins á undan Cudell-bíl Thomsens?

Þótt flugvélar sem farartæki hafi ekki litið dagsins ljós fyrr en snemma á 20. öld, þá kom fyrsta vestræna svifflugan fram rétt eftir miðja 19. öld. Undir lok aldarinnar flaug vél í fyrsta skipti fyrir eigin vélafli þó ekki væri hægt að stýra henni. Um þetta má lesa í svari við spurningunni Hver fann upp flugvélina?

Það voru ekki bara samgöngutæki sem þróuðust á 19. öldinni heldur varð líka mikil bylting í samskiptatækni með tilkomu rit- og talsímans. Á þessi undratæki er til dæmis minnst í svörum við spurningunum Hvernig virkar Morsekóði og hver fann hann upp? og Hvaða ár urðu símar til? Ritvélin kom fram á þessum tíma og ljósmyndatæknin þróaðist.

Á 19. öldinni var lagður grunnurinn að nútíma rafmagnsfræði og hagnýtingu rafmagns. Meðal þeirra nýjunga sem þá komu fram og tengjast rafmagni beint má nefna rafhlöðuna sem þróaðist í nothæft form, ljósaperuna og fyrstu rafveituna. Um þetta og fleira sem viðkemur sögu rafmagnsins er hægt að lesa í svari við spurningunni Hver uppgötvaði rafmagnið?



Thomas Alva Edison (1847 – 1931) var einn af afkastameiri uppfinningamönnum á seinni hluta 19. aldar og í byrjun þeirrar 20. Hann vann meðal annars að því að koma rafmagnsljósi í notendavænt form, kynnti ljósaperuna fyrir heiminum árið 1879, hannaði dreifikerfi fyrir rafmagn og kveikti á fyrstu rafveitu heimsins árið 1882. Hér sést hann við plötuspilara (phonograph) sem hann hannaði.

Ýmis heimilistæki eða búsáhöld sem okkur finnast bráðnauðsynleg þróuðust á 19. öldinni. Þar má til dæmis nefna þvottavél, saumavél, ísskáp, ryksugu, uppþvottavél og dósahnífinn, en um hann er einmitt fjallað í svari við spurningunni Hver fann upp dósaopnarann? Klósettpappírinn á einnig rætur að rekja til 19. aldarinnar og fyrstu postulínsklósettin voru líka framleidd þá.

Margir smáir en bráðnauðsynlegir og hagnýtir hlutir litu einnig dagsins ljós á 19. öldinni og má þar nefna rennilása, bréfaklemmur, eldspýtur og öryggisnælur. Það voru ekki bara mjög hagnýtir hlutir sem komu fram á 19. öldinni heldur líka hlutir sem veita okkur gleði eða ánægju af einhverju tagi. Þar má nefna kókið einn vinsælasta drykk í heimi, tyggjó, teiknimyndasögur, körfubolta og rússíbana.

Eins og sjá má á þessari upptalningu allri á margt af því sem við þekkjum og notum í dag rætur að rekja til 19. aldarinnar. Hér hafa aðeins verið nefnd nokkur dæmi og listinn langt frá því að vera tæmdur. Áhugasamir geta kynnt sér efnið nánar með því að skoða heimildirnar hér fyrir neðan.

Heimildir og myndir:

...