Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig var fyrsta tyggjóið og hver fann það upp?

Elín Carstensdóttir

Taka verður fram að til eru tvær gerðir af tyggigúmmí. Önnur er hið eiginlega tyggigúmmí eða tyggjó, á ensku nefnt ‘chewing gum’. Hin er svokallað ‘bubble gum’, á íslensku blöðrutyggjó eða kúlutyggjó.

Menn hafa nota tuggu úr trjákvoðu, vaxi eða einhverju öðru í mörg þúsund ár. Hins vegar er talið að tyggjó hafi fyrst verið framleitt til sölu árið 1848 og á maður að nafni John B. Curtis heiðurinn að því. Tyggjóið þróaðist svo smám saman í áttina að því sem við þekkjum í dag. Í kringum 1850 var parafíni bætt í tyggjóið til þess að gera það mýkra og um 1880 bætti lyfjafræðingurinn John Colgan bragðefnum í tyggjóið til þess að gera það sætara. Seinna komu til fleiri bragðtegundir og hafa vinsælust orðið piparmyntu- (‘peppermint’) og hrokkinmyntubrögð (‘spearmint’), auk allskyns ávaxtabragða.

Í desember árið 1928, fann Walter Deimer, starfsmaður Fleer Corporation í Bandaríkjunum, svo upp formúlu fyrir nýtt tyggigúmmí, ‘bubble gum’, kúlutyggjó. Hann markaðsetti þetta tyggigúmmí undir nafninu „Dubble Bubble”, og sló það strax í gegn. Til þess að gera trjákvoðuundirstöðuna meira aðlaðandi bætti Deimer við bleikum matarlit en það var eini liturinn sem hann átti tiltækan. Síðan þá eru flest tyggigúmmí bleik.

Mikill iðnaður er í kringum tyggjó og er það framleitt í mörgum löndum. Í Bandaríkjunum eru yfir 20 tyggjóframleiðendur, en flestir eru þeir í Tyrklandi, um 60 talsins.

Heimild og mynd:


Þetta svar er eftir grunnskólanemanda á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Höfundur

grunnskólanemi í Brekkubæjarskóla

Útgáfudagur

4.12.2002

Spyrjandi

Silja Hendriksdóttir, f. 1987
Rebekka Davíðsdóttir, f. 1989

Tilvísun

Elín Carstensdóttir. „Hvernig var fyrsta tyggjóið og hver fann það upp?“ Vísindavefurinn, 4. desember 2002, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2933.

Elín Carstensdóttir. (2002, 4. desember). Hvernig var fyrsta tyggjóið og hver fann það upp? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2933

Elín Carstensdóttir. „Hvernig var fyrsta tyggjóið og hver fann það upp?“ Vísindavefurinn. 4. des. 2002. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2933>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig var fyrsta tyggjóið og hver fann það upp?
Taka verður fram að til eru tvær gerðir af tyggigúmmí. Önnur er hið eiginlega tyggigúmmí eða tyggjó, á ensku nefnt ‘chewing gum’. Hin er svokallað ‘bubble gum’, á íslensku blöðrutyggjó eða kúlutyggjó.

Menn hafa nota tuggu úr trjákvoðu, vaxi eða einhverju öðru í mörg þúsund ár. Hins vegar er talið að tyggjó hafi fyrst verið framleitt til sölu árið 1848 og á maður að nafni John B. Curtis heiðurinn að því. Tyggjóið þróaðist svo smám saman í áttina að því sem við þekkjum í dag. Í kringum 1850 var parafíni bætt í tyggjóið til þess að gera það mýkra og um 1880 bætti lyfjafræðingurinn John Colgan bragðefnum í tyggjóið til þess að gera það sætara. Seinna komu til fleiri bragðtegundir og hafa vinsælust orðið piparmyntu- (‘peppermint’) og hrokkinmyntubrögð (‘spearmint’), auk allskyns ávaxtabragða.

Í desember árið 1928, fann Walter Deimer, starfsmaður Fleer Corporation í Bandaríkjunum, svo upp formúlu fyrir nýtt tyggigúmmí, ‘bubble gum’, kúlutyggjó. Hann markaðsetti þetta tyggigúmmí undir nafninu „Dubble Bubble”, og sló það strax í gegn. Til þess að gera trjákvoðuundirstöðuna meira aðlaðandi bætti Deimer við bleikum matarlit en það var eini liturinn sem hann átti tiltækan. Síðan þá eru flest tyggigúmmí bleik.

Mikill iðnaður er í kringum tyggjó og er það framleitt í mörgum löndum. Í Bandaríkjunum eru yfir 20 tyggjóframleiðendur, en flestir eru þeir í Tyrklandi, um 60 talsins.

Heimild og mynd:


Þetta svar er eftir grunnskólanemanda á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna....