Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Ekki er vitað um neitt farartæki sem líkist reiðhjólum fyrir árið 1700. Hjólið sem slíkt er þó ævaforn uppfinning en fornleifafræðingar telja að það hafi verið fundið upp einhvers staðar í Asíu fyrir nærri 10.000 árum. Hægt er að lesa meira um það í svari við spurningunni Súmerar fundu upp hjólið en hvenær var það?
Fyrsta nothæfa reiðhjólið er talið hafa komið fram árið 1818. Það var Karl von Drais (1785-1851) frá Þýskalandi sem á heiðurinn af því en tækið var reyndar ekki með fótstigum (pedölum) né stýri heldu þurfti notandinn að hlaupa og renna sér áfram. Það minnti því frekar á hlaupahjól en reiðhjól eins og við þekkjum þau. Verulegar framfarir í reiðhjólasmíði urðu næst árið 1861, en þá komu Frakkarnir Pierre Michaux (1813-1883) og sonur hans Ernest, fótstigum fyrir á framhjólinu. Margir hafa eflaust séð útgáfu þeirra af reiðhjólinu á myndum en framhjólið er gríðarstórt í samanburði við afturhjólið.
Fótstigin voru eitt sinn á framhjólinu sem jafnframt var gríðarstórt.
Árið 1869 var smíðað reiðhjól með fótstigin á milli hjólanna auk keðjudrifs sem flutti átakið frá fótunum til hjólanna. Frakkinn André Guilmet sem smíðaði hjólið sá ekki fram á að hugmynd sín hefði nokkurt gildi og hann setti hjólið þess vegna upp á háaloft. Tíu árum síðar fékk Englendingurinn Harry Lawson sömu hugmynd og það var að lokum John Kemp Starley (1854-1901) sem kom hugmyndinni í framkvæmd um 1885 og gerði jafnframt bæði hjólin jafnstór. Það má því segja að John Kemp Starley hafi hannað fyrsta nútíma reiðhjólið.
Frekara lesefni á Vísindavefnum um hjól:
Bergsveinn Stefánsson, Vigfús Ólafsson og Ragnhildur Eir Stefánsdóttir. „Hver fann upp fyrsta reiðhjólið?“ Vísindavefurinn, 20. júní 2008, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=18304.
Bergsveinn Stefánsson, Vigfús Ólafsson og Ragnhildur Eir Stefánsdóttir. (2008, 20. júní). Hver fann upp fyrsta reiðhjólið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=18304
Bergsveinn Stefánsson, Vigfús Ólafsson og Ragnhildur Eir Stefánsdóttir. „Hver fann upp fyrsta reiðhjólið?“ Vísindavefurinn. 20. jún. 2008. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=18304>.