Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða teiknimyndapersóna var fyrst fundin upp?

JGÞ

Í íslensku notum við orðið teiknimynd í sömu merkingu og enska orðið cartoon. Orðið cartoon hefur tvær aðalmerkingar. Það merkir teiknimynd eða skopmynd eins og við þekkjum úr dagblöðum og teiknimyndablöðum en er líka notað yfir forteikningu í fullri stærð að fresku. Freskur eru veggmálverk, máluð með vatnslitum á raka kalkhúð. Einnig er hægt að tala um forteikningu fyrir mósaíkmynd og veggteppi. Forteikningar voru gerðar áður en freskurnar voru málaðar í fullum litum.

Orðið cartoon í merkingunni forteikning er eldra. 'Cartoon' sem teiknimynd kom fyrst fram í breska skopmyndablaðinu Punch árið 1843, það er segja tveimur árum áður en Jónas Hallgrímsson dó. Það má þess vegna segja að uppruni teiknimyndasagna og teiknimyndapersóna sé að finna um miðja 19. öld.

Margar "teiknimyndapersónur" koma eflaust til greina sem "fyrsta teiknimyndapersónan". Við höfum til dæmis séð persónuna "Dr. Syntax" nefnda en hún kom fram snemma á 19. öld, vel á undan orðinu 'cartoon' í merkingunni teiknimynd. Þá er til dæmis sagt að "Dr. Syntax" sé eins konar afi nútímateiknimyndapersóna.



Getum við sagt að þessi bogmaður frá steinöld sé elsta teiknimyndapersónan?

Eins og oft kemur fyrir þegar menn reyna að finna uppruna einhvers er yfirleitt hægt að rekja sig lengra og lengra aftur í tímann.

Kannski má allt eins segja að fyrstu teiknimyndapersónuna sé að finna í elstu málverkum sem við þekkjum, en það eru svonefndar hellamyndir sem eru frá fornsteinöld. Um hellamyndirnar er hægt að lesa meira í svari Stefáns Jónssonar við spurningunni Hvert er elsta málverk sem vitað er um og er ennþá til í heiminum, og hve gamalt er það?

Heimildir:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

7.3.2008

Spyrjandi

Emilía, Telma, Ragga og Anna, f. 1996

Tilvísun

JGÞ. „Hvaða teiknimyndapersóna var fyrst fundin upp?“ Vísindavefurinn, 7. mars 2008, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7197.

JGÞ. (2008, 7. mars). Hvaða teiknimyndapersóna var fyrst fundin upp? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7197

JGÞ. „Hvaða teiknimyndapersóna var fyrst fundin upp?“ Vísindavefurinn. 7. mar. 2008. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7197>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða teiknimyndapersóna var fyrst fundin upp?
Í íslensku notum við orðið teiknimynd í sömu merkingu og enska orðið cartoon. Orðið cartoon hefur tvær aðalmerkingar. Það merkir teiknimynd eða skopmynd eins og við þekkjum úr dagblöðum og teiknimyndablöðum en er líka notað yfir forteikningu í fullri stærð að fresku. Freskur eru veggmálverk, máluð með vatnslitum á raka kalkhúð. Einnig er hægt að tala um forteikningu fyrir mósaíkmynd og veggteppi. Forteikningar voru gerðar áður en freskurnar voru málaðar í fullum litum.

Orðið cartoon í merkingunni forteikning er eldra. 'Cartoon' sem teiknimynd kom fyrst fram í breska skopmyndablaðinu Punch árið 1843, það er segja tveimur árum áður en Jónas Hallgrímsson dó. Það má þess vegna segja að uppruni teiknimyndasagna og teiknimyndapersóna sé að finna um miðja 19. öld.

Margar "teiknimyndapersónur" koma eflaust til greina sem "fyrsta teiknimyndapersónan". Við höfum til dæmis séð persónuna "Dr. Syntax" nefnda en hún kom fram snemma á 19. öld, vel á undan orðinu 'cartoon' í merkingunni teiknimynd. Þá er til dæmis sagt að "Dr. Syntax" sé eins konar afi nútímateiknimyndapersóna.



Getum við sagt að þessi bogmaður frá steinöld sé elsta teiknimyndapersónan?

Eins og oft kemur fyrir þegar menn reyna að finna uppruna einhvers er yfirleitt hægt að rekja sig lengra og lengra aftur í tímann.

Kannski má allt eins segja að fyrstu teiknimyndapersónuna sé að finna í elstu málverkum sem við þekkjum, en það eru svonefndar hellamyndir sem eru frá fornsteinöld. Um hellamyndirnar er hægt að lesa meira í svari Stefáns Jónssonar við spurningunni Hvert er elsta málverk sem vitað er um og er ennþá til í heiminum, og hve gamalt er það?

Heimildir:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....