Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Dósaopnarinn var fundinn upp mörgum árum seinna en dósin sjálf. Breskur kaupmaður að nafni Peter Durand, fann upp dósina árið 1810. Þá var málmurinn í dósinni svo þykkur að helst þurfti hamar og meitil til að opna hana.
Dósin þynntist með árunum og þá var hægt að opna hana á þægilegri hátt. Árið 1858 fékk Bandaríkjamaðurinn Ezra Warner einkaleyfi fyrir fyrsta dósaopnaranum. Dósaopnari Warners var stór og klunnalegur og nýtti sér vogarafl til að gera gat efst á dósina. Hann var notaður af hermönnum í bandarísku borgarastríðinu.
Árið 1870 kom fram dósaopnari með skurðhjóli, fundinn upp af Bandaríkjamanninum William Lyman. Star Can fyrirtækið í San Francisco betrumbætti hönnun Lymans árið 1925, með því að setja á dósaopnarann annað hjól sem hélt í brún dósarinnar. Þar með var dósaopnarinn orðinn eins og flestir þekkja hann í dag.
Rafmagnsdósaopnarar komu á markað árið 1957 og dósir með handfangi árið 1966.
Heimildir og mynd:
Þetta svar er eftir grunnskólanemanda á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.