Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1541 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver eru eiginlega þessi „síðustu forvöð“?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver eru þessi "síðustu forvöð"? Hvaða forvöð er þá átt við? Hvaðan kemur orðatiltækið "síðustu forvöð" og hvað eru forvöð? Orðið forvað (hk.) merkir ‘vað undir sjávarhömrum sem aðeins er fært um fjöru’. Einnig er til orðið forvaði (kk.) í sömu merkingu og þekkist það v...

category-iconTrúarbrögð

Af hverju er Þorláksmessa merkileg og hvaða hefðir tengjast henni?

Þorláksmessa á vetur 23. desember hlaut óhjákvæmilega að tengjast jólahaldi á Íslandi vegna nálægðar sinnar í tíma. Hún er annars dánardagur Þorláks Skálholtsbiskups Þórhallssonar, sem var útnefndur heilagur maður árið 1198, fimm árum eftir dauða sinn. Hinn 20. júlí árið 1237 voru bein hans tekin úr jörðu og lögð ...

category-iconHugvísindi

Hverjar eru síðustu heimildir um galdraiðkun á Íslandi?

Heimildir um galdraiðkun á Íslandi eru ýmiss konar. Um þau galdramál sem háð voru fyrir dómstólum eru Alþingisbækur traustustu heimildirnar auk þeirra héraðsdómsskjala sem varðveist hafa (dóma- og þingbækur). Þar sem þeim heimildum sleppir hafa annálar, bréfabækur, prestastefnubækur og máldagar einnig reynst haldb...

category-iconBókmenntir og listir

Hver voru síðustu orð enska skáldsins John Keats?

Enska skáldið John Keats lést úr berklum í Rómaborg 23. febrúar 1821, aðeins 25 ára að aldri. Lokaorðin eru venjulega sögð þessi:Severn - reistu mig upp - ég er að dauða kominn - dauðinn verður mér léttur - ekki óttast - vertu duglegur og þakkaðu Guði fyrir að hann sé loksins kominn.Í sjö klukkutíma lá hann í örmu...

category-iconFélagsvísindi

Hvernig verða síðustu fjórir tölustafirnir í íslensku kennitölunni til?

Barn fætt á Íslandi fær sjálfvirkt úthlutað kennitölu frá Þjóðskrá Íslands um leið og það er skráð í tölvukerfi fæðingarstofnunar. Aðrir fá kennitölu úthlutað sjálfvirkt um leið og þeir eru skráðir. Kennitala er reiknuð út frá fæðingardegi. Um þessar mundir er fjöldi fæðinga á Íslandi á bilinu 5-10 þúsund á ári...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hversu mörg eldgos hafa verið á Íslandi síðustu fimmtíu árin?

Samkvæmt lista á heimasíðu Veðurstofu Íslands og að viðbættu gosinu í Fagradalsfjalli sem hófst í mars 2021 eru eldgos á 20. og 21. öldinni alls 45 talsins, þar af 25 gos síðustu 50 árin og 7 á þessari öld. Eldgos í Fimmvörðuhálsi í mars 2010. Að meðaltali hefur verið eitt eldgos tæplega þriðja hvert ár frá 1...

category-iconStærðfræði

Hver er Andrew Wiles og hvernig tókst honum að sanna síðustu setningu Fermats?

Andrew John Wiles er bresk-bandarískur stærðfræðingur fæddur 1953. Hann er nú prófessor við Princeton-háskóla í Bandaríkjunum. Wiles er einn af þekktustu stærðfræðingum samtíðarinnar vegna sönnunar sinnar á síðustu setningu Fermats. Fyrir afrek hans aðlaði Bretadrottning Wiles árið 2000 en hann hefur hlotið margar...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða breytingar hafa átt sér stað á kynhegðun ungmenna síðustu 50 ár og hverjar eru afleiðingarnar?

Þessi spurning er mjög yfirgripsmikil og hægt að koma inn á mjög marga þætti en vegna ákveðinna takmarkana í samanburðarhæfni milli þeirra rannsókna sem gerðar hafa verið hér á landi verður lögð áhersla á einn mikilvægan þátt sem er aldur við fyrstu kynmök. Elsta rannsókn sem mér er kunnugt um hvað varðar kynhegðu...

category-iconHeimspeki

Hvernig geta vísindamenn verið áreiðanlegir ef þeir breyta kenningum ár frá ári? Og það síðustu 400 ár!

Þetta er áhugaverð og áleitin spurning. Strax má þó velta fyrir sér eftirfarandi möguleika: Er það ekki merki um traustleika fremur en veikleika að vísindamenn grundvalli kenningar sínar á nýjustu vísbendingum eða staðreyndum í stað þess að ríghalda í blindni í gamlar kenningar sem stangast á við þær? Á það ekki a...

category-iconFélagsvísindi

Hver er hlutdeild sjávarútvegsins í íslenska hagkerfinu og að hvaða leyti hefur hún breyst á síðustu 15 árum?

Hægt er að skoða hlutdeild sjávarútvegs í hagkerfinu með ýmsum hætti. Svarið við spurningunni fer því nokkuð eftir því hvaða sjónarhorn er valið. Niðurstaðan er þó alltaf svipuð að því leyti að ótvírætt er að hlutdeildin hefur minnkað. Árið 1991 unnu um 10,4% landsmanna við fiskveiðar og vinnslu en 15 árum síða...

category-iconVeðurfræði

Hvað var heitt að meðaltali árið 2004?

Árið 2004 var hlýtt um land allt, í flestum landshlutum hið fimmta til áttunda hlýjasta frá upphafi mælinga. Árið var þó yfirleitt um hálfu stigi kaldara en árið 2003. Að slepptu árinu 2003 þarf að fara 4 til 6 áratugi aftur í tímann til að finna jafn hlý ár eða hlýrri. Í Reykjavík var árið hið níunda í röð þar se...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðatiltækið 'á elleftu stundu'?

Orðatiltækið á elleftu stundu á rætur að rekja til Biblíunnar. Í 20. kafla Matteusarguðspjalls segir Jesús lærisveinum sínum dæmisögu af húsbónda einum sem gekk út snemma morguns í þeim tilgangi að ráða verkamenn til vinnu í víngarði sínum. Vinnudagurinn hjá Gyðingum stóð frá sex að morgni til sex síðdegis. Su...

category-iconHagfræði

Hversu margir Íslendingar hafa verslað á Netinu undanfarin ár?

Hjá Hagstofunni er að finna upplýsingar um verslun einstaklinga á Netinu eftir árum, frá árinu 2004 til 2019. Ekki eru tiltækar upplýsingar fyrir árin 2015 og 2016. Hægt er að skoða niðurstöður bæði sem súlurit og hlutfallstölur í töflu. Hér eru sýndar niðurstöður um hlutfall heildarmannfjölda á Íslandi sem ...

category-iconLæknisfræði

Hversu margir deyja árlega úr krabbameini á Íslandi?

Þó að miklar framfarir hafi orðið á sviði krabbameinslækninga á undanförnum árum og áratugum þá fjölgar sífellt þeim sem fá krabbamein og er það nú næst algengasta dánarorsök Íslendinga á eftir sjúkdómum í blóðrásarkerfi. Á vef Hagstofu Íslands er að finna upplýsingar um fjölda dauðsfalla á ári, greind eftir dá...

category-iconLögfræði

Hver er stefna íslenskra stjórnvalda í afbrotamálum?

Í grundvallaratriðum fylgir réttarkerfi okkar á Íslandi þeim almennu réttarfarshugmyndum sem mótast hafa síðustu tvær aldir á Vesturlöndum. Gengið er út frá því að einstaklingar búi yfir frjálsum vilja og að afbrotamenn séu ábyrgir gerða sinna með örfáum undantekningum sem felast einna helst í ósakhæfi vegna ungs ...

Fleiri niðurstöður