Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu mörg eldgos hafa verið á Íslandi síðustu fimmtíu árin?

EDS

Samkvæmt lista á heimasíðu Veðurstofu Íslands og að viðbættu gosinu í Fagradalsfjalli sem hófst í mars 2021 eru eldgos á 20. og 21. öldinni alls 45 talsins, þar af 25 gos síðustu 50 árin og 7 á þessari öld.



Eldgos í Fimmvörðuhálsi í mars 2010.

Að meðaltali hefur verið eitt eldgos tæplega þriðja hvert ár frá 1900, en vissulega er dreifingin ekki þannig í raun. Um miðja síðustu öld var lengsti goslausi kaflinn á Íslandi á því tímabili sem listinn nær yfir. Árið 1947 gaus Hekla en næsta eldgos þar á eftir var ekki fyrr en árið 1961 þegar gaus í Öskju. Sjötti áratugurinn er eini goslausi áratugur 20. aldarinnar.

Krafla er sú eldstöð sem oftast hefur gosið á þeirri rúmu öld sem listi Veðurstofunnar nær yfir. Hún var mjög virk á 8. áratug síðustu aldar og gaus alls níu sinnum, þar af eru þrjú gos árið 1980. Askja hefur gosið átta sinnum á þessu tímabili, þar af sjö sinnum á 3. áratug síðustu aldar. Grímsvötn hafa einnig gosið átta sinnum en dreifingin er yfir lengra tímabil, fyrsta gos 20. aldarinnar var í Grímsvötnum árið 1902 en nýjasta Grímsvatnagosið var 2004.

Ef hins vegar er litið á lengra tímabili, þá eru Grímsvötn, Hekla og Katla líklega virkustu eldfjöllin á Íslandi á sögulegum tíma eins og fjallað er um í svari við spurningunni Hvaða eldfjall hefur gosið mest?

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimild:

Höfundur

Útgáfudagur

25.3.2010

Síðast uppfært

28.4.2021

Spyrjandi

Bjarki Snær Smárason, f. 1998

Tilvísun

EDS. „Hversu mörg eldgos hafa verið á Íslandi síðustu fimmtíu árin?“ Vísindavefurinn, 25. mars 2010, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=54080.

EDS. (2010, 25. mars). Hversu mörg eldgos hafa verið á Íslandi síðustu fimmtíu árin? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=54080

EDS. „Hversu mörg eldgos hafa verið á Íslandi síðustu fimmtíu árin?“ Vísindavefurinn. 25. mar. 2010. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=54080>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu mörg eldgos hafa verið á Íslandi síðustu fimmtíu árin?
Samkvæmt lista á heimasíðu Veðurstofu Íslands og að viðbættu gosinu í Fagradalsfjalli sem hófst í mars 2021 eru eldgos á 20. og 21. öldinni alls 45 talsins, þar af 25 gos síðustu 50 árin og 7 á þessari öld.



Eldgos í Fimmvörðuhálsi í mars 2010.

Að meðaltali hefur verið eitt eldgos tæplega þriðja hvert ár frá 1900, en vissulega er dreifingin ekki þannig í raun. Um miðja síðustu öld var lengsti goslausi kaflinn á Íslandi á því tímabili sem listinn nær yfir. Árið 1947 gaus Hekla en næsta eldgos þar á eftir var ekki fyrr en árið 1961 þegar gaus í Öskju. Sjötti áratugurinn er eini goslausi áratugur 20. aldarinnar.

Krafla er sú eldstöð sem oftast hefur gosið á þeirri rúmu öld sem listi Veðurstofunnar nær yfir. Hún var mjög virk á 8. áratug síðustu aldar og gaus alls níu sinnum, þar af eru þrjú gos árið 1980. Askja hefur gosið átta sinnum á þessu tímabili, þar af sjö sinnum á 3. áratug síðustu aldar. Grímsvötn hafa einnig gosið átta sinnum en dreifingin er yfir lengra tímabil, fyrsta gos 20. aldarinnar var í Grímsvötnum árið 1902 en nýjasta Grímsvatnagosið var 2004.

Ef hins vegar er litið á lengra tímabili, þá eru Grímsvötn, Hekla og Katla líklega virkustu eldfjöllin á Íslandi á sögulegum tíma eins og fjallað er um í svari við spurningunni Hvaða eldfjall hefur gosið mest?

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimild:

...