
Til að ákvarða virkni eldfjalla þarf að þekkja sögu þeirra. Sum eldfjöll gjósa reglulega með áratuga eða alda millibili. Hjá öðrum líða þúsundir ára milli gosa. Því er nauðsynlegt að þekkja gostíðni þeirra áður en að þau eru ákvörðuð virk eða óvirk. Snæfellsjökull er til dæmis virk eldstöð þó hún hafi ekki gosið í langan tíma.
- Mats Icelandic Image Library © Mats Wibe Lund. Birt með góðfúslegu leyfi.