Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu margir deyja árlega úr krabbameini á Íslandi?

EDS

Þó að miklar framfarir hafi orðið á sviði krabbameinslækninga á undanförnum árum og áratugum þá fjölgar sífellt þeim sem fá krabbamein og er það nú næst algengasta dánarorsök Íslendinga á eftir sjúkdómum í blóðrásarkerfi.

Á vef Hagstofu Íslands er að finna upplýsingar um fjölda dauðsfalla á ári, greind eftir dánarorsök. Þar má sjá að árið 2002 voru skráð 1822 dauðsföll hér á landi, þar af voru 509 (um 28%) rakin til illkynja æxla.

Þegar skoðaðar eru tölur síðustu 20 ára virðist sem krabbamein sé að verða hlutfallslega algengari dánarorsök. Á árunum 1982-1995 voru nálægt 25% dauðsfalla á hverju ári rakin til krabbameina en síðustu ár hefur hlutfallið verið á bilinu 27-28,5%.

Á Íslandi hefur þeim sem greinast með krabbamein fjölgað um 40% á síðustu 15 árum og áætlað er að aukningin verði um 30% á næstu 10 árum. Það þýðir að um þriðjungur Íslendinga fær krabbamein á lífsleiðinni og fjórðungur þeirra sem veikjast deyr af völdum þess.

Fjölgun krabbameinstilfella stafar að talsverðu leyti af hækkandi meðalaldri þjóðarinnar þar sem líkurnar á að fá krabbamein aukast með hækkandi aldri. Hækkandi aldur skýrir þó ekki til hlítar þær breytingar sem koma fram á tíðni og nýgengi krabbameina eins og Magnús Jóhannsson læknir bendir á í svari við spurningunni Fer krabbameinstilfellum fjölgandi? á heimasíðu sinni.

Heimildir:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

29.11.2004

Spyrjandi

Anton Ingi Sveinbjörnsson, f. 1990

Tilvísun

EDS. „Hversu margir deyja árlega úr krabbameini á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 29. nóvember 2004, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4634.

EDS. (2004, 29. nóvember). Hversu margir deyja árlega úr krabbameini á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4634

EDS. „Hversu margir deyja árlega úr krabbameini á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 29. nóv. 2004. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4634>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu margir deyja árlega úr krabbameini á Íslandi?
Þó að miklar framfarir hafi orðið á sviði krabbameinslækninga á undanförnum árum og áratugum þá fjölgar sífellt þeim sem fá krabbamein og er það nú næst algengasta dánarorsök Íslendinga á eftir sjúkdómum í blóðrásarkerfi.

Á vef Hagstofu Íslands er að finna upplýsingar um fjölda dauðsfalla á ári, greind eftir dánarorsök. Þar má sjá að árið 2002 voru skráð 1822 dauðsföll hér á landi, þar af voru 509 (um 28%) rakin til illkynja æxla.

Þegar skoðaðar eru tölur síðustu 20 ára virðist sem krabbamein sé að verða hlutfallslega algengari dánarorsök. Á árunum 1982-1995 voru nálægt 25% dauðsfalla á hverju ári rakin til krabbameina en síðustu ár hefur hlutfallið verið á bilinu 27-28,5%.

Á Íslandi hefur þeim sem greinast með krabbamein fjölgað um 40% á síðustu 15 árum og áætlað er að aukningin verði um 30% á næstu 10 árum. Það þýðir að um þriðjungur Íslendinga fær krabbamein á lífsleiðinni og fjórðungur þeirra sem veikjast deyr af völdum þess.

Fjölgun krabbameinstilfella stafar að talsverðu leyti af hækkandi meðalaldri þjóðarinnar þar sem líkurnar á að fá krabbamein aukast með hækkandi aldri. Hækkandi aldur skýrir þó ekki til hlítar þær breytingar sem koma fram á tíðni og nýgengi krabbameina eins og Magnús Jóhannsson læknir bendir á í svari við spurningunni Fer krabbameinstilfellum fjölgandi? á heimasíðu sinni.

Heimildir:...