Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 554 svör fundust
Hvers vegna er lögum um fyrirtækjanöfn ekki framfylgt?
Lengi vel var ekki allt sem sýndist þegar kom að nöfnum íslenskra fyrirtækja því að það tíðkaðist um hríð að fyrirtæki hétu íslenskum nöfnum í firmaskrá en notuðu önnur og jafnvel erlend nöfn í viðskiptum sínum. Margir kannast til dæmis við það að á yfirlitum um greiðslukortaviðskipti standa oft önnur fyrirtækjanö...
Hvað er grávirði fyrirtækja?
Grávirði fyrirtækis sem ekki er skráð á hlutabréfamarkaði er samanlagt virði allra hlutabréfa í fyrirtækinu miðað við það gengi sem almennt tíðkast í viðskiptum. Sem dæmi má taka fyrirtæki sem hefur gefið út bréf að nafnvirði 100 milljónir króna en er ekki skráð á hlutabréfamarkaði. Ef bréfin ganga kaupum og sö...
Hvaða lið í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnunni er elst? Hvert þeirra er yngst?
Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu (FA Premier League) var formlega sett á laggirnar 20. febrúar 1992 og tók við sem efsta deild ensku deildarkeppninnar (Football League) keppnistímabilið 1992-1993. Við það breyttust einnig nöfn neðri deildanna, önnur deild varð fyrsta, sú þriðja önnur og sú fjórða að þriðju. Deild...
Gilda sömu reglur um ársreikninga fyrirtækja í skattaskjólum og fyrirtækja á Íslandi?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Þegar íslensk fyrirtæki telja fram til skatts með ársreikning sem aðalgagn þá er hann einungis undirritaður af endurskoðanda eftir að viðkomandi endurskoðandi hefur fengið í hendur útskriftir af bankareikningum fyrirtækisins, fjárhagslegum samskiptum við skattyfirvöld,...
Hvar fær maður kennitölu?
Kennitölum til einstaklinga er úthlutað af Þjóðskrá Íslands. Barn sem fæðist á Íslandi, fær kennitölu um leið og það er skráð í tölvukerfi fæðingarstofnunar. Þjóðerni barns skiptir engu máli; öll börn sem fæðast á landinu fá íslenska kennitölu. Aðrir einstaklingar fá kennitölur hjá Þjóðskrá eða Útlendingastofnun; ...
Hvernig geta fyrirtæki sem rekin hafa verið með tapi í mörg ár verið miklu meira virði en fyrirtæki sem skila góðri afkomu?
Verðmæti fyrirtækja ræðst af núvirði þess fjárstreymis sem rekstur þess skilar yfir líftíma fyrirtækisins. Þar sem framtíðarfjárstreymið er að sjálfsögðu ekki þekkt verða fjárfestar að áætla það út frá ýmsum þáttum, svo sem vexti þeirrar atvinnugreinar sem fyrirtækið starfar í, markaðshlutdeild fyrirtækisins, fram...
Hvert er hlutfall launakostnaðar af heildarútgjöldum fyrirtækja annars vegar og opinberra stofnana hins vegar, að meðaltali?
Þjóðhagsstofnun hefur áætlað að árið 1998 hafi útgjöld vegna launa verið 69% af útgjöldum hins opinbera til þess sem kallað er samneysla. Samneysla er í grófum dráttum kaup hins opinbera (ríkis og sveitarfélaga) á vörum og þjónustu þannig að í þessu eru ekki öll ríkisútgjöld. Skiptir mestu að útgjöld vegna ýmiss k...
Hver er þumalputtaregla Canakaris?
Hér er væntanlega verið að vísa til þumalputtareglu sem Ronald nokkur Canakaris beitir við val á hlutabréfum. Canakaris þessi stjórnar nokkrum bandarískum verðbréfasjóðum og starfar hjá fyrirtæki sem heitir Montag & Caldwell. Canakaris einbeitir sér að stórum fyrirtækjum, með markaðsvirði umfram þrjá milljarða ...
Hvaðan er orðið vísindaferð komið og hvað felst í slíkri ferð?
Elsta dæmið um orðið vísindaferð er, samkvæmt ritmálsskrá Orðabókar Háskólans, frá árinu 1884 en þá kom það fyrir í tímaritinu Suðra sem Gestur Pálsson ritstýrði. Þar kemur orðið vísindaferð fyrir í tilkynningu um rit Þorvaldar Thoroddsen Ferðir á suðurlandi sumarið 1883. Í Suðra segir að Þorvaldur sé orðinnsvo ku...
Hvað er virðiskeðja?
Virðiskeðja er eitt af þeim fræðilegu lykilhugtökum sem mikið eru notuð í tengslum við stefnumótun og stefnumiðaða stjórnun fyrirtækja. Það má einnig nota hugtakið við greiningu á annars konar skipulagsheildum en fyrirtækjum, til að mynda nýtist það við stefnumótun opinberra stofnana og félagasamtaka. Virðiskeð...
Hvað er nafnið Evlalía gamalt, hvað þýðir það?
Vitað er til þess að ein kona hét Evlalía þegar manntal var fyrst tekið á Íslandi 1703. Hún var skráð í Dalasýslu. Um hundrað árum síðar, eða í manntali 1801, hétu þrjár sunnlenskar konur Evlalía og ein í Ísafjarðarsýslu. Þegar næst var tekið manntal 1845 hétu átta konur á landinu þessu nafni á Suður- og Vesturlan...
Er einhvers staðar til listi yfir íslensk hundanöfn?
Fyrir allnokkrum árum var spurst fyrir um íslensk hundanöfn í hljóðvarpsþætti Orðabókar Háskólans um íslenskt mál. Talsvert barst af svörum sem varðveitt eru á stofnuninni. Eftir því sem ég best veit safnar Hundaræktarfélag Íslands hundanöfnum og í bókinni Íslenski fjárhundurinn, sem gefin var út 1999, er einnig l...
Get ég tekið upp ættarnafn afa míns sem foreldrar mínir hafa ekki notað?
Já. Í 5. mgr. 8. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn segir að maður, sem samkvæmt Þjóðskrá ber ættarnafn við gildistöku þessara laga eða bar ættarnafn í gildistíð laga nr. 37/1991, megi bera það áfram. Sama gildir um niðja hans hvort heldur er í karllegg eða kvenlegg. Orðalag ákvæðisins er skýrt um það að niðjar man...
Hvaðan koma nöfnin á mánuðunum?
Hér er einnig svarað spurningunum:Af hverju heita mánuðirnir júlí, september o.s.frv? Hvernig gefa nöfn mánuðanna september, október, nóvember og desember til kynna að þeir séu 7., 8., 9. og 10. mánuðirnir? Mánaðanöfnin sem við notum í dag eru byggð á latneskum heitum sem Rómverjar notuðu um mánuðina í sínu alma...
Hvað er samfélagsábyrgð?
Hugtökin „samfélagsábyrgð“ eða „samfélagsleg ábyrgð“ geta haft margvíslegar og ólíkar merkingar. Í sinni einföldustu mynd vísa þau til þess að manni ber að taka ákvarðanir sem snúast ekki einungis um eigin nærtækustu hagsmuni. Ein birtingarmynd þessa viðhorfs er að maður horfi til framtíðar í ákvarðanatöku og ígru...