Hver sá er rekur verslun, handiðnað eða verksmiðjuiðnað skal hlýða ákvæðum þeim, er hér fara á eftir, um nafn það, er hann notar við atvinnuna, og um undirskrift fyrir hana (firma), enda beri fyrirtækið og atvinnustarfsemi þess nöfn, sem samrýmist íslensku málkerfi að dómi skrásetjara [...]Líklega er það þetta atriði sem spyrjandi er að leita að svari við. Af hverju er því ekki framfylgt að nafn fyrirtækis "samrýmist íslensku málkerfi"? Við þeirri spurningu er í raun aðeins eitt svar. Menn hafa væntanlega gefist upp á því að halda þessu til streitu. Fyrir því eru sjálfsagt margar ástæður en sú mikilvægasta er líklega sú að það getur verið álitamál hvað nöfn samrýmast íslensku málkerfi og hvaða nöfn gera það ekki. Flestir kannast líklega við umræðu sem reglulega kemur upp vegna starfa mannanafnanefndar. Þróunin hefur þess vegna orðið sú að í dag er þetta ákvæði um íslensk nöfn á íslenskum fyrirtækjum eiginlega fallið niður vegna notkunarleysis. Ef allt í einu ætti að fara að fylgja ákvæðinu er líklegt að það væri brot á jafnræðisreglu stjórnsýslulaga þar sem réttarstaða manna myndi breytast þrátt fyrir óbreytt lagaumhverfi. Örugglega þyrfti að breyta lögum til þess að afturkalla rétt fyrirtækja, sem nú heita erlendum nöfnum, til þeirrar nafngiftar. Þá er komið að álitamáli um stjórnarskrárvarinn eignarrétt fyrirtækjanna yfir eigin nöfnum, en það er flókið mál og ekki hægt að svara í stuttu máli, enda varla raunhæft að til þess komi.
Hvers vegna er lögum um fyrirtækjanöfn ekki framfylgt?
Útgáfudagur
26.10.2005
Spyrjandi
Silja Guðbjörnsdóttir, f. 1987
Tilvísun
Ragnar Guðmundsson. „Hvers vegna er lögum um fyrirtækjanöfn ekki framfylgt?“ Vísindavefurinn, 26. október 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5356.
Ragnar Guðmundsson. (2005, 26. október). Hvers vegna er lögum um fyrirtækjanöfn ekki framfylgt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5356
Ragnar Guðmundsson. „Hvers vegna er lögum um fyrirtækjanöfn ekki framfylgt?“ Vísindavefurinn. 26. okt. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5356>.