Þegar íslensk fyrirtæki telja fram til skatts með ársreikning sem aðalgagn þá er hann einungis undirritaður af endurskoðanda eftir að viðkomandi endurskoðandi hefur fengið í hendur útskriftir af bankareikningum fyrirtækisins, fjárhagslegum samskiptum við skattyfirvöld, lífeyrissjóði og stéttarfélög. Einnig óska endurskoðendur staðfestinga á skuld eða inneign hjá helstu viðskiptamönnum fyrirtækisins. Er gerð sama krafa til fyrirtækja sem eru með skráð lögheimili á Tortóla en telja fram til skatts á Íslandi?Endurskoðendur leika lykilhlutverk í stofnanaumhverfi fyrirtækja í flestum OECD-löndum. Á Íslandi ákvarðast framtals- og skattskylda einstaklinga og lögaðila af 1. og 2. grein laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, en ársreikningur fyrirtækja liggur bæði til grundvallar á útreikningi skatts og arðgreiðslum þeirra.

Bókhaldssiðferði á sér fornar rætur. Ítalski fransiskanamunkurinn og stærðfræðingurinn Luca Pacioli (um 1447–1517) er stundum nefndur faðir reikningshaldsins. Hann skrifaði rit um siðferði reikningshalds árið 1494 og sést hér vinstra megin á málverki frá því um 1500.
- Allir endurskoðendur sæti reglubundnu gæðaeftirliti.
- Skylduaðild endurskoðenda að Félagi löggiltra endurskoðenda.
- Allir endurskoðendur starfi samkvæmt ítarlegum siðareglum sem Félag löggiltra endurskoðenda setur, að fenginni staðfestingu ráðherra.
- Hlutverk endurskoðendaráðs gegnir eftirlitshlutverki varðandi skráningu endurskoðenda og endurskoðunarfyrirtækja, endurmenntun og reglulegu gæðaeftirliti og að endurskoðandi uppfylli skilyrði til löggildingar.
- Auknar kröfur um óhæði og þá sérstaklega gagnvart fyrirtækjum tengdum almannahagsmunum.
- Auknar kröfur til endurmenntunar endurskoðenda.

Sé vilji fyrir hendi er auðveldara er að setja upplýsingar fram með afbrigðilegum, jafnvel villandi, hætti á Jómfrúaeyjum en innan Evrópska efnahagssvæðisins. Myndin sýnir fyrrverandi hús landsstjóra á Jómfrúaeyjum, þar er nú safn. Húsið er á eyjunni Tortóla.
- ^ Með hæstaréttardómi nr. 74/2015, í svonefndu Milestone-máli, voru tveir endurskoðendur dæmdir á grundvelli þessara laga. Þeir hlutu níu mánaða skilorðbundinn dóm og voru sviptir endurskoðendaréttindum í sex mánuði.
- ^ Record Keeping Obligations For BVI Companies, Partnerships, Trusts And Other Organisations - Wealth Management - British Virgin Islands.
- Portrait of Luca Pacioli - Wikipedia, the free encyclopedia. (Sótt 7.06.2016).
- Government House, British Virgin Islands - Wikipedia, the free encyclopedia. (Sótt 7.06.2016).