Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan er orðið vísindaferð komið og hvað felst í slíkri ferð?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Elsta dæmið um orðið vísindaferð er, samkvæmt ritmálsskrá Orðabókar Háskólans, frá árinu 1884 en þá kom það fyrir í tímaritinu Suðra sem Gestur Pálsson ritstýrði. Þar kemur orðið vísindaferð fyrir í tilkynningu um rit Þorvaldar Thoroddsen Ferðir á suðurlandi sumarið 1883. Í Suðra segir að Þorvaldur sé orðinn
svo kunnur, þó ungur sé, allri alþýðu manna hér á landi, fyrir ferðir sínar um Ísland og vel ritnar, alþýðlegar ritgjörðir um náttúrufræðisleg efni, vísindaferðir ýmsra merka manna o.s.frv. [...]

Á síðari hluta 20. aldar hefur samsetta orðið vísindaferð helst verið notað í merkingunni 'skipulegar ferðir háskólanema til fyrirtækja og stofnana sem tengjast námi þeirra'. Í ferðunum felst oftast heimsókn á viðeigandi staði þar sem starfsemi fyrirtækja og stofnana er kynnt og einnig tíðkast að bjóða nemendum upp á veitingar. Þetta svar fjallar ekki beint um þess háttar ferðir, enda má segja að þá sé heitið vísindaferð ekki notað í fullri alvöru.


Aþena var einn af þeim stöðum sem fyrirfólk í svonefndum Grand Tour heimsótti oft.

Það er engin nýlunda að tengja saman ferðalög og nám. Á tímum endurreisnarinnar varð til hin húmaníska hugmynd um ferðalög sem menntun og lærdómsferð húmanistanna varð síðar fyrirmynd að hinu svonefnda Grand Tour sem fyrirfólk í Evrópu hélt í á 18. og 19. öld. Þær ferðir voru öðrum þræði reisur um klassíska veröld fornaldarinnar. Á kortum ferðahandbóka voru til að mynda oft rituð latnesk nöfn fornrómverskra borga.

Grand Tour fyrirfólks í Evrópu minnir um sumt á ferðir pílagríma á miðöldum. Staðirnir sem pílagrímar heimsóttu höfðu fyrst og fremst merkingu ef hægt var að tengja þá atburðum og persónum úr Gamla og Nýja testamentinu. Ferðalög pílagríma voru að miklu leyti ferðalög í texta, alveg eins og ferðalög fyrirfólksins.

Á miðöldum varð til heilmikill „iðnaður“ í kringum ferðalög pílagríma. Á 4. og 5. öld jókst til að mynda dýrkun helgra dóma og margir gleymdir dýrlingar voru dregnir fram í dagsljósið. Með þessu voru biskupar og kirkjunnar menn að bregðast við aukinni löngun fólks til pílagrímsferða. Með því að koma helgum dómum fyrir víða í Evrópu var hægt að bjóða fólki upp á að fara í styttri pílagrímsferðir.

Á miðöldum tíðkuðust einnig annars konar trúarleg ferðalög. Þar var enginn áfangastaður heldur var ferðlagið sjálft markmið sem vegsamaði Guð. Í engilsaxneskum annál segir í færslu við árið 891 að þrír Skotar hafi fundist í áralausum báti á siglingu: „Þeir skeyttu í engu hvert þeir héldu en létu sig reka Guði til dýrðar.“

Áhersla endurreisnarinnar og seinna 18. og 19. aldarinnar var önnur en hjá pílagrímum miðalda, enda markar endurreisnin upphaf nýrra viðmiða. Í stað trúarlegra ferðalaga beinast sjónir manna út á við, að náttúrunni, að heiminum og að manninum.

Eitt kunnasta dæmið um ferðalag vísindamanns er leiðangur Charles Darwins (1809-1882) kringum hnöttinn með skipinu The Beagle eða Veiðihundinum. Ferðlagið stóð yfir frá 1831-1836 og áhöfnin gerði ýmsar athuganir og mælingar í ferðinni. Darwin, sem þá var ungur og óreyndur, gerði meðal annars athuganir á náttúrufari og hélt nákvæma dagbók. Gögn sem hann safnaði í ferðinni notaði hann meðal annars í þróunarkenningu sinni.


Hér sést skipið sem Darwin sigldi á í ferðalagi sínu umhverfis hnöttinn.

Kunnasti vísindaferðalangur Íslands er líklega Jónas Hallgrímsson sem fór í fimm rannsóknarferðir um Ísland, á árunum 1837-1842. Í þessum ferðum stundaði Jónas rannsóknir í náttúruvísindum og vann að Íslandslýsingu.

Það er vel hægt að rekja rætur vísindaferða háskólanema til þeirra ferðalaga sem hér hafa verið nefnd. Vísindaferðir háskólanemanna eru þó augljóslega ekki sambærilegar við margra ára ferðalög vísindamanna á borð við Darwin. Þrátt fyrir það geta vísindaferðirnar gagnast nemendum í námi og verið ígildi lærdómsferða. En í vísindaferðum er líka hægt að láta sig reka stefnulaust, það fer allt eftir því hvert menn halda í ferðina og hvaða markmið menn hafa með ferðalaginu.

Hægt er að lesa meira um ferðalög í bókinni Þættir úr menningarsögu, Nýja bókafélagið, Reykjavík 2004. Þar fjallar höfundur þess svars um sömu hluti. Texti svarsins er meðal annars byggður á því sem stendur í bókarkaflanum „Ferðalög og ferðasögur“ á bls. 188-190.

Heimildir:
  • Heiðrún Geirsdóttir, Jón Gunnar Þorsteinsson og Margrét Gunnarsdóttir, Þættir úr menningarsögu, Nýja bókafélagið, Reykjavík 2004.
  • Jón Gunnar Þorsteinsson, "Sjónarvottur textans" í Þriðja íslenska söguþingið 18.-21. maí, (ritstj. Benedikt Eyþórsson og Hrafnkell Lárusson) Reykjavík 2007, bls. 14-23.
  • Jaś Elsner og Joan-Pau Rubiés (ritstj.), Voyages and Visions: Towards a Cultural History of Travel, Reaktion Books, London 1991.
  • Orðabók Háskólans: Ritmálsskrá.
  • Tímarit.is. Skoðað 9.6.2008.
  • Europe and the Grand Tour 1
  • Britannica Concise Encyclopedia

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

9.6.2008

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvaðan er orðið vísindaferð komið og hvað felst í slíkri ferð?“ Vísindavefurinn, 9. júní 2008, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=48009.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2008, 9. júní). Hvaðan er orðið vísindaferð komið og hvað felst í slíkri ferð? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=48009

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvaðan er orðið vísindaferð komið og hvað felst í slíkri ferð?“ Vísindavefurinn. 9. jún. 2008. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=48009>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan er orðið vísindaferð komið og hvað felst í slíkri ferð?
Elsta dæmið um orðið vísindaferð er, samkvæmt ritmálsskrá Orðabókar Háskólans, frá árinu 1884 en þá kom það fyrir í tímaritinu Suðra sem Gestur Pálsson ritstýrði. Þar kemur orðið vísindaferð fyrir í tilkynningu um rit Þorvaldar Thoroddsen Ferðir á suðurlandi sumarið 1883. Í Suðra segir að Þorvaldur sé orðinn

svo kunnur, þó ungur sé, allri alþýðu manna hér á landi, fyrir ferðir sínar um Ísland og vel ritnar, alþýðlegar ritgjörðir um náttúrufræðisleg efni, vísindaferðir ýmsra merka manna o.s.frv. [...]

Á síðari hluta 20. aldar hefur samsetta orðið vísindaferð helst verið notað í merkingunni 'skipulegar ferðir háskólanema til fyrirtækja og stofnana sem tengjast námi þeirra'. Í ferðunum felst oftast heimsókn á viðeigandi staði þar sem starfsemi fyrirtækja og stofnana er kynnt og einnig tíðkast að bjóða nemendum upp á veitingar. Þetta svar fjallar ekki beint um þess háttar ferðir, enda má segja að þá sé heitið vísindaferð ekki notað í fullri alvöru.


Aþena var einn af þeim stöðum sem fyrirfólk í svonefndum Grand Tour heimsótti oft.

Það er engin nýlunda að tengja saman ferðalög og nám. Á tímum endurreisnarinnar varð til hin húmaníska hugmynd um ferðalög sem menntun og lærdómsferð húmanistanna varð síðar fyrirmynd að hinu svonefnda Grand Tour sem fyrirfólk í Evrópu hélt í á 18. og 19. öld. Þær ferðir voru öðrum þræði reisur um klassíska veröld fornaldarinnar. Á kortum ferðahandbóka voru til að mynda oft rituð latnesk nöfn fornrómverskra borga.

Grand Tour fyrirfólks í Evrópu minnir um sumt á ferðir pílagríma á miðöldum. Staðirnir sem pílagrímar heimsóttu höfðu fyrst og fremst merkingu ef hægt var að tengja þá atburðum og persónum úr Gamla og Nýja testamentinu. Ferðalög pílagríma voru að miklu leyti ferðalög í texta, alveg eins og ferðalög fyrirfólksins.

Á miðöldum varð til heilmikill „iðnaður“ í kringum ferðalög pílagríma. Á 4. og 5. öld jókst til að mynda dýrkun helgra dóma og margir gleymdir dýrlingar voru dregnir fram í dagsljósið. Með þessu voru biskupar og kirkjunnar menn að bregðast við aukinni löngun fólks til pílagrímsferða. Með því að koma helgum dómum fyrir víða í Evrópu var hægt að bjóða fólki upp á að fara í styttri pílagrímsferðir.

Á miðöldum tíðkuðust einnig annars konar trúarleg ferðalög. Þar var enginn áfangastaður heldur var ferðlagið sjálft markmið sem vegsamaði Guð. Í engilsaxneskum annál segir í færslu við árið 891 að þrír Skotar hafi fundist í áralausum báti á siglingu: „Þeir skeyttu í engu hvert þeir héldu en létu sig reka Guði til dýrðar.“

Áhersla endurreisnarinnar og seinna 18. og 19. aldarinnar var önnur en hjá pílagrímum miðalda, enda markar endurreisnin upphaf nýrra viðmiða. Í stað trúarlegra ferðalaga beinast sjónir manna út á við, að náttúrunni, að heiminum og að manninum.

Eitt kunnasta dæmið um ferðalag vísindamanns er leiðangur Charles Darwins (1809-1882) kringum hnöttinn með skipinu The Beagle eða Veiðihundinum. Ferðlagið stóð yfir frá 1831-1836 og áhöfnin gerði ýmsar athuganir og mælingar í ferðinni. Darwin, sem þá var ungur og óreyndur, gerði meðal annars athuganir á náttúrufari og hélt nákvæma dagbók. Gögn sem hann safnaði í ferðinni notaði hann meðal annars í þróunarkenningu sinni.


Hér sést skipið sem Darwin sigldi á í ferðalagi sínu umhverfis hnöttinn.

Kunnasti vísindaferðalangur Íslands er líklega Jónas Hallgrímsson sem fór í fimm rannsóknarferðir um Ísland, á árunum 1837-1842. Í þessum ferðum stundaði Jónas rannsóknir í náttúruvísindum og vann að Íslandslýsingu.

Það er vel hægt að rekja rætur vísindaferða háskólanema til þeirra ferðalaga sem hér hafa verið nefnd. Vísindaferðir háskólanemanna eru þó augljóslega ekki sambærilegar við margra ára ferðalög vísindamanna á borð við Darwin. Þrátt fyrir það geta vísindaferðirnar gagnast nemendum í námi og verið ígildi lærdómsferða. En í vísindaferðum er líka hægt að láta sig reka stefnulaust, það fer allt eftir því hvert menn halda í ferðina og hvaða markmið menn hafa með ferðalaginu.

Hægt er að lesa meira um ferðalög í bókinni Þættir úr menningarsögu, Nýja bókafélagið, Reykjavík 2004. Þar fjallar höfundur þess svars um sömu hluti. Texti svarsins er meðal annars byggður á því sem stendur í bókarkaflanum „Ferðalög og ferðasögur“ á bls. 188-190.

Heimildir:
  • Heiðrún Geirsdóttir, Jón Gunnar Þorsteinsson og Margrét Gunnarsdóttir, Þættir úr menningarsögu, Nýja bókafélagið, Reykjavík 2004.
  • Jón Gunnar Þorsteinsson, "Sjónarvottur textans" í Þriðja íslenska söguþingið 18.-21. maí, (ritstj. Benedikt Eyþórsson og Hrafnkell Lárusson) Reykjavík 2007, bls. 14-23.
  • Jaś Elsner og Joan-Pau Rubiés (ritstj.), Voyages and Visions: Towards a Cultural History of Travel, Reaktion Books, London 1991.
  • Orðabók Háskólans: Ritmálsskrá.
  • Tímarit.is. Skoðað 9.6.2008.
  • Europe and the Grand Tour 1
  • Britannica Concise Encyclopedia
...