Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er talið að Gamla testamentið hafi orðið til á löngum tíma?

Einar Sigurbjörnsson (1944-2019) og Gunnlaugur A. Jónsson

Elsta efni Gamla testamentisins er eldfornt og orðið til á öðru árþúsundi fyrir Krist. Meginefni þess er hins vegar til orðið eftir að konungdæmi var sett á laggirnar eða um 1000 fyrir Krist og fram á tíma útlegðarinnar í Babýlon á árunum 586 – 538 f. Kr. Esra- og Nehemíabók, Daníelsbók og Esterarbók eru yngstu rit Gamla testamentisins og orðin til á tímanum eftir útlegðina. Á þeim tíma urðu líka til svo kallaðar Apókrýfar bækur Gamla testamentisins.

Gamla testamentið varð þess vegna til á mjög löngu tímabili eða rúmlega 1000 árum. Hafa verður í huga að mörg ritanna hafa lifað lengi í munnlegri geymd áður en þau voru færð í letur. Í mörgum tilfellum er því mjög erfitt að aldursgreina ritin. Ljóst er til dæmis að margir Davíðssálmanna eru frá tímanum fyrir herleiðinguna til Babýlon (586—538 f. Kr.) þó svo að ritsafnið í heild sinni sé yngra. Eini sálmurinn sem unnt er að aldursgreina með verulegri vissu er Sálmur 137 sem er greinilega saminn rétt eftir lok útlegðarinnar, sennilega á bilinu 535—515 f. Kr.

Mynd: theseason.org

Höfundar

Einar Sigurbjörnsson (1944-2019)

prófessor í guðfræði við HÍ

prófessor í guðfræði við HÍ

Útgáfudagur

22.11.2002

Spyrjandi

Eva Örnólfsdóttir

Efnisorð

Tilvísun

Einar Sigurbjörnsson (1944-2019) og Gunnlaugur A. Jónsson. „Hvað er talið að Gamla testamentið hafi orðið til á löngum tíma?“ Vísindavefurinn, 22. nóvember 2002, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2894.

Einar Sigurbjörnsson (1944-2019) og Gunnlaugur A. Jónsson. (2002, 22. nóvember). Hvað er talið að Gamla testamentið hafi orðið til á löngum tíma? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2894

Einar Sigurbjörnsson (1944-2019) og Gunnlaugur A. Jónsson. „Hvað er talið að Gamla testamentið hafi orðið til á löngum tíma?“ Vísindavefurinn. 22. nóv. 2002. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2894>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er talið að Gamla testamentið hafi orðið til á löngum tíma?
Elsta efni Gamla testamentisins er eldfornt og orðið til á öðru árþúsundi fyrir Krist. Meginefni þess er hins vegar til orðið eftir að konungdæmi var sett á laggirnar eða um 1000 fyrir Krist og fram á tíma útlegðarinnar í Babýlon á árunum 586 – 538 f. Kr. Esra- og Nehemíabók, Daníelsbók og Esterarbók eru yngstu rit Gamla testamentisins og orðin til á tímanum eftir útlegðina. Á þeim tíma urðu líka til svo kallaðar Apókrýfar bækur Gamla testamentisins.

Gamla testamentið varð þess vegna til á mjög löngu tímabili eða rúmlega 1000 árum. Hafa verður í huga að mörg ritanna hafa lifað lengi í munnlegri geymd áður en þau voru færð í letur. Í mörgum tilfellum er því mjög erfitt að aldursgreina ritin. Ljóst er til dæmis að margir Davíðssálmanna eru frá tímanum fyrir herleiðinguna til Babýlon (586—538 f. Kr.) þó svo að ritsafnið í heild sinni sé yngra. Eini sálmurinn sem unnt er að aldursgreina með verulegri vissu er Sálmur 137 sem er greinilega saminn rétt eftir lok útlegðarinnar, sennilega á bilinu 535—515 f. Kr.

Mynd: theseason.org...