Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig geta fyrirtæki sem rekin hafa verið með tapi í mörg ár verið miklu meira virði en fyrirtæki sem skila góðri afkomu?

Lárus Bollason

Verðmæti fyrirtækja ræðst af núvirði þess fjárstreymis sem rekstur þess skilar yfir líftíma fyrirtækisins. Þar sem framtíðarfjárstreymið er að sjálfsögðu ekki þekkt verða fjárfestar að áætla það út frá ýmsum þáttum, svo sem vexti þeirrar atvinnugreinar sem fyrirtækið starfar í, markaðshlutdeild fyrirtækisins, framlegð af rekstri, hæfi stjórnenda og svo framvegis. Núvirt fjárflæði ræðst svo af þeirri ávöxtunarkröfu sem fjárfestar gera til fyrirtækisins og hækkar hún eftir því sem meiri óvissa er um framtíðarfjárstreymið.

Af þessum sökum getur fyrirtæki sem rekið hefur verið með tapi í mörg ár samt sem áður verið mikils virði ef fjárfestar gera ráð fyrir að möguleikar þess til tekjuöflunar í framtíðinni séu miklir. Tapið getur hugsanlega verið til komið vegna kostnaðar við rannsóknir, vöruþróun, markaðssetningu, útþenslu og fleira sem reiknað er með að muni skila verulegum tekjum og hagnaði í framtíðinni. Oftast er um að ræða fyrirtæki sem hanna, framleiða og/eða selja tæknilega flóknar vörur eða lausnir, sem jafnvel getur tekið mörg ár að þróa áður en þær verða markaðshæfar. Gott dæmi um þetta eru ýmsar hugbúnaðarlausnir sem oft tekur langan tíma að þróa en þegar því er lokið kostar framleiðslan lítið sem ekkert. En markaðsvirði fyrirtækja sem byggt er á miklum væntingum um framtíðarvöxt í tekjum og hagnaði er líka verulega viðkvæmt fyrir hvers kyns breytingum á væntingum. Minni vöxtur en væntingar stóðu til getur leitt til stórfelldrar lækkunar á markaðsvirðinu eins og nýlegt hrun á gengi fjölmargra tæknifyrirtækja í Bandaríkjunum hefur sýnt okkur.

Á hinn bóginn getur verið að fyrirtæki sem skilað hefur góðri afkomu í mörg ár eigi ekki jafnglæsta framtíð fyrir sér. Tekjur í fortíð eru ekki ávísun á tekjur í framtíð og ef sá markaður sem það starfar á er ekki í vexti þá er fyrirséð að lítil tekjuaukning er framundan hjá fyrirtækinu og sífellt erfiðara verður fyrir það að skila hagnaði, svo ekki sé talað um að auka hagnaðinn. Ef uppsafnaður hagnaður síðustu ára endurspeglast nú þegar í verði hlutabréfanna, þannig að heildarverð þeirra á markaði er ekki lægra en innra virði, þá getur verið eftir litlu að slægjast fyrir fjárfesta sem koma inn í fyrirtækið í dag.

Höfundur

verðbréfamiðlari hjá Landsbanka Íslands

Útgáfudagur

20.11.2000

Spyrjandi

Sævar Öfjörð Magnússon

Tilvísun

Lárus Bollason. „Hvernig geta fyrirtæki sem rekin hafa verið með tapi í mörg ár verið miklu meira virði en fyrirtæki sem skila góðri afkomu?“ Vísindavefurinn, 20. nóvember 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1139.

Lárus Bollason. (2000, 20. nóvember). Hvernig geta fyrirtæki sem rekin hafa verið með tapi í mörg ár verið miklu meira virði en fyrirtæki sem skila góðri afkomu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1139

Lárus Bollason. „Hvernig geta fyrirtæki sem rekin hafa verið með tapi í mörg ár verið miklu meira virði en fyrirtæki sem skila góðri afkomu?“ Vísindavefurinn. 20. nóv. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1139>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig geta fyrirtæki sem rekin hafa verið með tapi í mörg ár verið miklu meira virði en fyrirtæki sem skila góðri afkomu?
Verðmæti fyrirtækja ræðst af núvirði þess fjárstreymis sem rekstur þess skilar yfir líftíma fyrirtækisins. Þar sem framtíðarfjárstreymið er að sjálfsögðu ekki þekkt verða fjárfestar að áætla það út frá ýmsum þáttum, svo sem vexti þeirrar atvinnugreinar sem fyrirtækið starfar í, markaðshlutdeild fyrirtækisins, framlegð af rekstri, hæfi stjórnenda og svo framvegis. Núvirt fjárflæði ræðst svo af þeirri ávöxtunarkröfu sem fjárfestar gera til fyrirtækisins og hækkar hún eftir því sem meiri óvissa er um framtíðarfjárstreymið.

Af þessum sökum getur fyrirtæki sem rekið hefur verið með tapi í mörg ár samt sem áður verið mikils virði ef fjárfestar gera ráð fyrir að möguleikar þess til tekjuöflunar í framtíðinni séu miklir. Tapið getur hugsanlega verið til komið vegna kostnaðar við rannsóknir, vöruþróun, markaðssetningu, útþenslu og fleira sem reiknað er með að muni skila verulegum tekjum og hagnaði í framtíðinni. Oftast er um að ræða fyrirtæki sem hanna, framleiða og/eða selja tæknilega flóknar vörur eða lausnir, sem jafnvel getur tekið mörg ár að þróa áður en þær verða markaðshæfar. Gott dæmi um þetta eru ýmsar hugbúnaðarlausnir sem oft tekur langan tíma að þróa en þegar því er lokið kostar framleiðslan lítið sem ekkert. En markaðsvirði fyrirtækja sem byggt er á miklum væntingum um framtíðarvöxt í tekjum og hagnaði er líka verulega viðkvæmt fyrir hvers kyns breytingum á væntingum. Minni vöxtur en væntingar stóðu til getur leitt til stórfelldrar lækkunar á markaðsvirðinu eins og nýlegt hrun á gengi fjölmargra tæknifyrirtækja í Bandaríkjunum hefur sýnt okkur.

Á hinn bóginn getur verið að fyrirtæki sem skilað hefur góðri afkomu í mörg ár eigi ekki jafnglæsta framtíð fyrir sér. Tekjur í fortíð eru ekki ávísun á tekjur í framtíð og ef sá markaður sem það starfar á er ekki í vexti þá er fyrirséð að lítil tekjuaukning er framundan hjá fyrirtækinu og sífellt erfiðara verður fyrir það að skila hagnaði, svo ekki sé talað um að auka hagnaðinn. Ef uppsafnaður hagnaður síðustu ára endurspeglast nú þegar í verði hlutabréfanna, þannig að heildarverð þeirra á markaði er ekki lægra en innra virði, þá getur verið eftir litlu að slægjast fyrir fjárfesta sem koma inn í fyrirtækið í dag....