Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er framlegð?

Gylfi Magnússon

Framlegð er notuð yfir tekjur að frádregnum breytilegum kostnaði. Með breytilegum kostnaði er átt við kostnað sem breytist með framleiddu magni (ef um framleiðslufyrirtæki er að ræða) eða seldu magni (ef um dreifingaraðila er að ræða). Sem dæmi má nefna smásala sem kaupir vöru af heildsala á 80 krónur. Gerum ráð fyrir að enginn annar kostnaður falli til hjá smásalanum. Selji smásalinn vöruna á 100 krónur þá er framlegð vörunnar 20 krónur eða mismunurinn á 100 og 80 (við skulum líta fram hjá gjöldum eins og virðisaukaskatti til einföldunar). Framlegð fyrirtækisins er svo samanlögð framlegð allra varanna sem það selur.

Það getur borgað sig að selja sumar vörur mjög ódýrt, þrátt fyrir að þær skili þá neikvæðri framlegð.

Framlegð er ekki það sama og hagnaður því að fyrirtæki þurfa einnig að borga fastan kostnað. Í dæminu um smásalann gæti fastur kostnaður til dæmis verið leiga á húsnæði verslunarinnar, rafmagn, hiti, vaxtakostnaður vegna fjár sem er bundið í fyrirtækinu og laun fastráðinna starfsmanna. Ef framlegð er meiri en fastur kostnaður þá er hagnaður af fyrirtækinu, annars tap.

Upplýsingar um framlegð geta verið mjög gagnlegar. Til dæmis gæti verslunarstjóri sem hefur takmarkað rými til ráðstöfunar reynt að velja vörur til að bjóða með hliðsjón af framlegð hverrar vöru, væntanlega þá í hlutfalli við rýmið sem hver vara krefst. Ef framlegð ákveðinnar vöru er neikvæð þarf eitthvað annað að réttlæta að halda áfram sölu hennar. Það getur raunar vel verið tilfellið, til dæmis ef sala á þessari vöru dregur að marga viðskiptavini sem kaupa einnig vörur sem skila jákvæðri framlegð.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Upphaflega spurningin var þessi:
Hvað er framlegð, hvað segir hún mér og hvernig get ég notað hana við rekstur fyrirtækis?

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

26.2.2000

Spyrjandi

Geir Hólmarsson

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvað er framlegð?“ Vísindavefurinn, 26. febrúar 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=144.

Gylfi Magnússon. (2000, 26. febrúar). Hvað er framlegð? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=144

Gylfi Magnússon. „Hvað er framlegð?“ Vísindavefurinn. 26. feb. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=144>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er framlegð?
Framlegð er notuð yfir tekjur að frádregnum breytilegum kostnaði. Með breytilegum kostnaði er átt við kostnað sem breytist með framleiddu magni (ef um framleiðslufyrirtæki er að ræða) eða seldu magni (ef um dreifingaraðila er að ræða). Sem dæmi má nefna smásala sem kaupir vöru af heildsala á 80 krónur. Gerum ráð fyrir að enginn annar kostnaður falli til hjá smásalanum. Selji smásalinn vöruna á 100 krónur þá er framlegð vörunnar 20 krónur eða mismunurinn á 100 og 80 (við skulum líta fram hjá gjöldum eins og virðisaukaskatti til einföldunar). Framlegð fyrirtækisins er svo samanlögð framlegð allra varanna sem það selur.

Það getur borgað sig að selja sumar vörur mjög ódýrt, þrátt fyrir að þær skili þá neikvæðri framlegð.

Framlegð er ekki það sama og hagnaður því að fyrirtæki þurfa einnig að borga fastan kostnað. Í dæminu um smásalann gæti fastur kostnaður til dæmis verið leiga á húsnæði verslunarinnar, rafmagn, hiti, vaxtakostnaður vegna fjár sem er bundið í fyrirtækinu og laun fastráðinna starfsmanna. Ef framlegð er meiri en fastur kostnaður þá er hagnaður af fyrirtækinu, annars tap.

Upplýsingar um framlegð geta verið mjög gagnlegar. Til dæmis gæti verslunarstjóri sem hefur takmarkað rými til ráðstöfunar reynt að velja vörur til að bjóða með hliðsjón af framlegð hverrar vöru, væntanlega þá í hlutfalli við rýmið sem hver vara krefst. Ef framlegð ákveðinnar vöru er neikvæð þarf eitthvað annað að réttlæta að halda áfram sölu hennar. Það getur raunar vel verið tilfellið, til dæmis ef sala á þessari vöru dregur að marga viðskiptavini sem kaupa einnig vörur sem skila jákvæðri framlegð.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Upphaflega spurningin var þessi:
Hvað er framlegð, hvað segir hún mér og hvernig get ég notað hana við rekstur fyrirtækis?
...