Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
ForsíðaFélagsvísindiHagfræðiHvernig er best að skýra muninn á framlegð og álagningu. Er línulegt samband á milli þessara þátta?
Framlegð og álagning eru náskyld fyrirbrigði og einfalt að skýra með dæmi. Gerum ráð fyrir að verslun kaupi vöru á 100 krónur og selji á 125 og sleppum virðisaukaskatti til að einfalda málið (við svíkjumst þó auðvitað ekki undan því að greiða virðisaukaskatt!). Þá eru bæði álagning á vöruna og framlegð af henni 25 krónur. Álagning er reiknuð sem hlutfall af innkaupsverði og er því 25% (25 krónur af 100) en framlegð er reiknuð sem hlutfall af útsöluverði og er því 20% (25 krónur af 125).
Álagning og framlegð eru því sama stærðin, reiknað í krónum, en sitthvort hlutfallið því að notaðir eru mismunandi nefnarar til að reikna þessar stærðir sem hlutfallstölur. Sambandið á milli álagningar og framlegðar sem hlutfallstalna er því ekki línulegt en hægt að lýsa því með einfaldri jöfnu, ef við köllum til dæmis álagningu x og framlegð y gildir y = x/(1+x).
Frekara lesefni á Vísindavefnum:
Gylfi Magnússon. „Hvernig er best að skýra muninn á framlegð og álagningu. Er línulegt samband á milli þessara þátta?“ Vísindavefurinn, 28. júní 2002, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2543.
Gylfi Magnússon. (2002, 28. júní). Hvernig er best að skýra muninn á framlegð og álagningu. Er línulegt samband á milli þessara þátta? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2543
Gylfi Magnússon. „Hvernig er best að skýra muninn á framlegð og álagningu. Er línulegt samband á milli þessara þátta?“ Vísindavefurinn. 28. jún. 2002. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2543>.