Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða ár var virðisaukaskattur settur á?

Gylfi Magnússon

Árið 1988 var ákveðið á Alþingi að leggja á virðisaukaskatt og var hann fyrst innheimtur þann 1. janúar árið 1990. Virðisaukaskatturinn leysti af hólmi söluskatt.

Virðisaukaskattur þykir almennt hafa ýmsa kosti fram yfir söluskatt en þó er það galli að innheimta virðisaukaskatts er aðeins flóknari. Helsti munurinn er sá að söluskattur var lagður á heildarupphæðina í hvert skipti sem vara var seld og gat því í raun fræðilega séð lagst margoft á sömu vöruna. Ýmsar undantekningar áttu þó að draga úr líkum á því.

Virðisaukaskattur þótti hafa ýmsa kosti umfram söluskattinn.

Virðisaukaskattur á hins vegar eingöngu að reiknast af virðisaukanum á hverju sölustigi, eins og nafnið gefur til kynna. Í framkvæmd er því takmarki náð með því að leggja virðisaukaskatt á heildarupphæðina í hvert skipti sem vara er seld, en leyfa seljanda hverju sinni að fá á móti endurgreiddan þann virðisaukaskatt sem hann greiddi sjálfur við kaup á vörunni.

Þetta er best skýrt með dæmi:
Við skulum til einföldunar gera ráð fyrir að virðisaukaskattshlutfallið sé 25%. Gerum ráð fyrir að smásali kaupi vöru af heildsala. Heildsalinn setur upp 80 krónur fyrir skatt. Við það bætist 25% virðisaukaskattur sem gerir 20 krónur. Smásalinn greiðir því 100 krónur til heildsalans.

Smásalinn vill síðan fá 140 krónur fyrir vöruna. Virðisaukaskattur bætist ofan á þá upphæð, 25% eða 35 krónur. Smásalinn þarf þá að selja vöruna á 175 krónur. Smásalinn innheimtir því 35 krónur í virðisaukaskatt en greiðir sjálfur 20. Hann á að skila mismuninum, 15 krónum, til hins opinbera.

Krónurnar 15 eru 25% af 60 krónum, sem er munurinn á smásöluverði fyrir skatt (140) og heildsöluverði fyrir skatt (80).

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

13.1.2003

Síðast uppfært

1.2.2022

Spyrjandi

Jóhann Ingi Kristinsson, f. 1985

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvaða ár var virðisaukaskattur settur á?“ Vísindavefurinn, 13. janúar 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2999.

Gylfi Magnússon. (2003, 13. janúar). Hvaða ár var virðisaukaskattur settur á? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2999

Gylfi Magnússon. „Hvaða ár var virðisaukaskattur settur á?“ Vísindavefurinn. 13. jan. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2999>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða ár var virðisaukaskattur settur á?
Árið 1988 var ákveðið á Alþingi að leggja á virðisaukaskatt og var hann fyrst innheimtur þann 1. janúar árið 1990. Virðisaukaskatturinn leysti af hólmi söluskatt.

Virðisaukaskattur þykir almennt hafa ýmsa kosti fram yfir söluskatt en þó er það galli að innheimta virðisaukaskatts er aðeins flóknari. Helsti munurinn er sá að söluskattur var lagður á heildarupphæðina í hvert skipti sem vara var seld og gat því í raun fræðilega séð lagst margoft á sömu vöruna. Ýmsar undantekningar áttu þó að draga úr líkum á því.

Virðisaukaskattur þótti hafa ýmsa kosti umfram söluskattinn.

Virðisaukaskattur á hins vegar eingöngu að reiknast af virðisaukanum á hverju sölustigi, eins og nafnið gefur til kynna. Í framkvæmd er því takmarki náð með því að leggja virðisaukaskatt á heildarupphæðina í hvert skipti sem vara er seld, en leyfa seljanda hverju sinni að fá á móti endurgreiddan þann virðisaukaskatt sem hann greiddi sjálfur við kaup á vörunni.

Þetta er best skýrt með dæmi:
Við skulum til einföldunar gera ráð fyrir að virðisaukaskattshlutfallið sé 25%. Gerum ráð fyrir að smásali kaupi vöru af heildsala. Heildsalinn setur upp 80 krónur fyrir skatt. Við það bætist 25% virðisaukaskattur sem gerir 20 krónur. Smásalinn greiðir því 100 krónur til heildsalans.

Smásalinn vill síðan fá 140 krónur fyrir vöruna. Virðisaukaskattur bætist ofan á þá upphæð, 25% eða 35 krónur. Smásalinn þarf þá að selja vöruna á 175 krónur. Smásalinn innheimtir því 35 krónur í virðisaukaskatt en greiðir sjálfur 20. Hann á að skila mismuninum, 15 krónum, til hins opinbera.

Krónurnar 15 eru 25% af 60 krónum, sem er munurinn á smásöluverði fyrir skatt (140) og heildsöluverði fyrir skatt (80).

...