Við skulum til einföldunar gera ráð fyrir að virðisaukaskattshlutfallið sé 25%. Gerum ráð fyrir að smásali kaupi vöru af heildsala. Heildsalinn setur upp 80 krónur fyrir skatt. Við það bætist 25% virðisaukaskattur sem gerir 20 krónur. Smásalinn greiðir því 100 krónur til heildsalans. Smásalinn vill síðan fá 140 krónur fyrir vöruna. Virðisaukaskattur bætist ofan á þá upphæð, 25% eða 35 krónur. Smásalinn þarf þá að selja vöruna á 175 krónur. Smásalinn innheimtir því 35 krónur í virðisaukaskatt en greiðir sjálfur 20. Hann á að skila mismuninum, 15 krónum, til hins opinbera. Krónurnar 15 eru 25% af 60 krónum, sem er munurinn á smásöluverði fyrir skatt (140) og heildsöluverði fyrir skatt (80).
Hvaða ár var virðisaukaskattur settur á?
Útgáfudagur
13.1.2003
Síðast uppfært
1.2.2022
Spyrjandi
Jóhann Ingi Kristinsson, f. 1985
Tilvísun
Gylfi Magnússon. „Hvaða ár var virðisaukaskattur settur á?“ Vísindavefurinn, 13. janúar 2003, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2999.
Gylfi Magnússon. (2003, 13. janúar). Hvaða ár var virðisaukaskattur settur á? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2999
Gylfi Magnússon. „Hvaða ár var virðisaukaskattur settur á?“ Vísindavefurinn. 13. jan. 2003. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2999>.