Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Með framlegð af tiltekinni sölu er átt við muninn á tekjum vegna sölunnar annars vegar og breytilegum kostnaði vegna hennar hins vegar. Það er því ekkert því til fyrirstöðu að tala um framlegð við sölu á þjónustu, alveg eins og við sölu á vörum. Þannig gæti fyrirtæki til dæmis selt vinnu starfsmanns til viðskiptavina á 2.500 krónur hverja klukkustund en greitt starfsmanninum (með launatengdum gjöldum) 2.000 krónur á klukkustund. Framlegðin af því að selja einnar klukkustundar vinnu væri þá 500 krónur. (Við skulum horfa fram hjá virðisaukaskatti til einföldunar.) Framlegðin fer til að greiða fastan kostnað fyrirtækisins og ef hún er meiri en fasti kostnaðurinn er afgangurinn hagnaður.
Hér er reyndar álitamál hvort telja eigi laun starfsmannsins breytilegan eða fastan kostnað því að væntanlega fær hann tiltekin mánaðarlaun sem fyrirtækið þarf að greiða hvort sem vinna hans selst eða ekki. Yfirleitt er þó litið á laun sem breytilegan kostnað enda er hægt að segja starfsmönnum upp með tiltölulega skömmum fyrirvara.
Frekara lesefni á Vísindavefnum:
Gylfi Magnússon. „Er talað um framlegð við sölu á þjónustu (það er útseldri vinnu)?“ Vísindavefurinn, 12. febrúar 2002, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2110.
Gylfi Magnússon. (2002, 12. febrúar). Er talað um framlegð við sölu á þjónustu (það er útseldri vinnu)? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2110
Gylfi Magnússon. „Er talað um framlegð við sölu á þjónustu (það er útseldri vinnu)?“ Vísindavefurinn. 12. feb. 2002. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2110>.