Sólin Sólin Rís 10:41 • sest 15:51 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 08:59 • Sest 14:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:18 • Síðdegis: 17:26 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:29 • Síðdegis: 23:34 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:41 • sest 15:51 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 08:59 • Sest 14:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:18 • Síðdegis: 17:26 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:29 • Síðdegis: 23:34 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær var hætt að skikka nýbúa til að taka upp íslensk nöfn ef þeir sóttu um ríkisborgararétt?

EDS

Upprunalega spurningin frá Erni hljóðaði svona í heild sinni:

Eru aðfluttir íbúar landsins ennþá skikkaðir til að taka upp "alvöru" íslenskt nafn ef þeir vilja fá að verða "alvöru" Íslendingar, eins og tíðkaðist (án gríns!) þegar ég var krakki?

Lengi vel var erlendu fólki sem sótti um ríkisborgararétt hér á landi gert að taka sér íslensk nöfn í samræmi við þágildandi lög um mannanöfn. Þetta breyttist með núverandi lögum um mannanöfn sem tóku gildi 1. janúar 1997. Þar er kveðið á um að einstaklingur sem fær íslenskt ríkisfang megi halda nafni sínu óbreyttu. Ef viðkomandi vill, má hann þó taka sér eiginnafn, millinafn og/eða kenninafn sem samræmist íslenskum nafnareglum.

Jafnframt er tekið fram í lögunum að þeir einstaklingar sem áður þurftu að breyta nafni sínu til að fá íslenskt ríkisfang geta sótt um hjá Þjóðskrá að taka aftur upp sín fyrri nöfn og/eða fella niður þau nöfn sem þeim var gert að taka sér. Eiginnöfn og millinöfn mega þó ekki vera fleiri en þrjú samtals, rétt eins og almennt gildir um mannanöfn á Íslandi.

Til þess að bjóða sig fram til Alþingis þarf að vera með íslenskt ríkisfang. Á listum framboða til Alþingiskosninga 2024 má sá ýmis nöfn sem íslenskir ríkisborgarar hefðu ekki getað borið áður en mannanafnalögum var síðast breytt.

Fjölmörg dæmi eru um fólk af erlendum uppruna sem þurfti að undirgangast nafnabreytingu til að uppfylla skilyrði laga um ríkisfang. Meðal þeirra má nefna hljómsveitarstjórann og tónskáldið Paul Pampichler (1928-2023) sem tók upp nafnið Páll Pampichler Pálsson þegar hann hlaut íslenskan ríkisborgararétt árið 1958. Kollegi hans úr tónlistarheiminum, Damon Albarn, sem gerði garðinn frægan með hljómsveitinni Blur, þurfti hins vegar ekki að gera neina breytingu á sínu nafni þegar hann fékk íslenskt ríkisfang árið 2021, enda giltu þá önnur lög.

Heimildir:

Mynd:

Upprunaleg spurningu Birnu hljóðaði svona:

Hvaða ár þurftu útlendingar sem fluttu hingað og fengu ríkisborgararétt, fyrst að breyta nafni sínu og taka upp íslenskt nafn og hvaða ár var þessu hætt?

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

29.11.2024

Spyrjandi

Örn, Birna Gunnarsdóttir

Tilvísun

EDS. „Hvenær var hætt að skikka nýbúa til að taka upp íslensk nöfn ef þeir sóttu um ríkisborgararétt?“ Vísindavefurinn, 29. nóvember 2024, sótt 29. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=87105.

EDS. (2024, 29. nóvember). Hvenær var hætt að skikka nýbúa til að taka upp íslensk nöfn ef þeir sóttu um ríkisborgararétt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87105

EDS. „Hvenær var hætt að skikka nýbúa til að taka upp íslensk nöfn ef þeir sóttu um ríkisborgararétt?“ Vísindavefurinn. 29. nóv. 2024. Vefsíða. 29. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87105>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær var hætt að skikka nýbúa til að taka upp íslensk nöfn ef þeir sóttu um ríkisborgararétt?
Upprunalega spurningin frá Erni hljóðaði svona í heild sinni:

Eru aðfluttir íbúar landsins ennþá skikkaðir til að taka upp "alvöru" íslenskt nafn ef þeir vilja fá að verða "alvöru" Íslendingar, eins og tíðkaðist (án gríns!) þegar ég var krakki?

Lengi vel var erlendu fólki sem sótti um ríkisborgararétt hér á landi gert að taka sér íslensk nöfn í samræmi við þágildandi lög um mannanöfn. Þetta breyttist með núverandi lögum um mannanöfn sem tóku gildi 1. janúar 1997. Þar er kveðið á um að einstaklingur sem fær íslenskt ríkisfang megi halda nafni sínu óbreyttu. Ef viðkomandi vill, má hann þó taka sér eiginnafn, millinafn og/eða kenninafn sem samræmist íslenskum nafnareglum.

Jafnframt er tekið fram í lögunum að þeir einstaklingar sem áður þurftu að breyta nafni sínu til að fá íslenskt ríkisfang geta sótt um hjá Þjóðskrá að taka aftur upp sín fyrri nöfn og/eða fella niður þau nöfn sem þeim var gert að taka sér. Eiginnöfn og millinöfn mega þó ekki vera fleiri en þrjú samtals, rétt eins og almennt gildir um mannanöfn á Íslandi.

Til þess að bjóða sig fram til Alþingis þarf að vera með íslenskt ríkisfang. Á listum framboða til Alþingiskosninga 2024 má sá ýmis nöfn sem íslenskir ríkisborgarar hefðu ekki getað borið áður en mannanafnalögum var síðast breytt.

Fjölmörg dæmi eru um fólk af erlendum uppruna sem þurfti að undirgangast nafnabreytingu til að uppfylla skilyrði laga um ríkisfang. Meðal þeirra má nefna hljómsveitarstjórann og tónskáldið Paul Pampichler (1928-2023) sem tók upp nafnið Páll Pampichler Pálsson þegar hann hlaut íslenskan ríkisborgararétt árið 1958. Kollegi hans úr tónlistarheiminum, Damon Albarn, sem gerði garðinn frægan með hljómsveitinni Blur, þurfti hins vegar ekki að gera neina breytingu á sínu nafni þegar hann fékk íslenskt ríkisfang árið 2021, enda giltu þá önnur lög.

Heimildir:

Mynd:

Upprunaleg spurningu Birnu hljóðaði svona:

Hvaða ár þurftu útlendingar sem fluttu hingað og fengu ríkisborgararétt, fyrst að breyta nafni sínu og taka upp íslenskt nafn og hvaða ár var þessu hætt?
...