Eru aðfluttir íbúar landsins ennþá skikkaðir til að taka upp "alvöru" íslenskt nafn ef þeir vilja fá að verða "alvöru" Íslendingar, eins og tíðkaðist (án gríns!) þegar ég var krakki?Lengi vel var erlendu fólki sem sótti um ríkisborgararétt hér á landi gert að taka sér íslensk nöfn í samræmi við þágildandi lög um mannanöfn. Þetta breyttist með núverandi lögum um mannanöfn sem tóku gildi 1. janúar 1997. Þar er kveðið á um að einstaklingur sem fær íslenskt ríkisfang megi halda nafni sínu óbreyttu. Ef viðkomandi vill, má hann þó taka sér eiginnafn, millinafn og/eða kenninafn sem samræmist íslenskum nafnareglum. Jafnframt er tekið fram í lögunum að þeir einstaklingar sem áður þurftu að breyta nafni sínu til að fá íslenskt ríkisfang geta sótt um hjá Þjóðskrá að taka aftur upp sín fyrri nöfn og/eða fella niður þau nöfn sem þeim var gert að taka sér. Eiginnöfn og millinöfn mega þó ekki vera fleiri en þrjú samtals, rétt eins og almennt gildir um mannanöfn á Íslandi.
- Stjórnarráð Íslands. (2024, 25. október). Mannanöfn. https://www.stjornarradid.is/verkefni/personurettur/mannanofn/
- Lög um mannanöfn nr. 45. (1996). https://www.althingi.is/lagas/nuna/1996045.html
- Helgi J. (2016, 12. maí). Páll Pampichler Pálsson (1928-2023). Glatkistan. https://glatkistan.com/2016/05/12/pall-pampichler-palsson/
- Andie Sophia Fontaine. (2021, 5. nóvember). The View From The Piano: Damon Albarn’s Love Affair With Iceland. The Reykjavik Grapevine. https://grapevine.is/mag/2021/11/05/the-view-from-the-piano-damon-albarns-love-affair-with-iceland/
- Yfirlitsmynd: Thingvellir - KMB - 16001000120344 - PICRYL - Public Domain Media Search Engine Public Domain Image. (Sótt 19.11.2024).
Hvaða ár þurftu útlendingar sem fluttu hingað og fengu ríkisborgararétt, fyrst að breyta nafni sínu og taka upp íslenskt nafn og hvaða ár var þessu hætt?