Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða lið í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnunni er elst? Hvert þeirra er yngst?

Unnar Árnason

Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu (FA Premier League) var formlega sett á laggirnar 20. febrúar 1992 og tók við sem efsta deild ensku deildarkeppninnar (Football League) keppnistímabilið 1992-1993. Við það breyttust einnig nöfn neðri deildanna, önnur deild varð fyrsta, sú þriðja önnur og sú fjórða að þriðju. Deildirnar fjórar starfa enn saman undir merkjum ensku deildarkeppninnar.

Eins og lesa má í svari Röskvu Vigfúsdóttur við spurningunni Hvert er elsta knattspyrnufélag í heimi? var fyrsta enska knattspyrnuliðið Sheffield FC, og raunar það fyrsta í heiminum. Sheffield FC starfar enn þann dag í dag, og hefur áhugamennskuna að leiðarljósi eins og í upphafi. Elsta atvinnumannalið Englands og heimsins alls er Notts County, stofnað árið 1864 (1862 samkvæmt sumum heimildum) og leikur um þessar mundir í þriðju efstu deild. Af liðum úrvalsdeildarinnar ensku, keppnistímabilið 2008-2009 er Stoke City það elsta, stofnað árið 1863. Yngsta félagið er Wigan Athletic, stofnsett árið 1932. Enska knattspyrnudeildin hóf göngu sína keppnistímabilið 1888-1889 og þess má geta að fimm lið af tólf upphaflegum stofnfélögum, taka þátt í úrvalsdeildinni tímabilið 2008-2009, Aston Villa, Blackburn, Bolton, Everton og Stoke.

Flestöll ensk knattspyrnulið geta rakið sögu sína til eldri félaga sem áttu upphaf sitt til dæmis í eldri íþróttum (krikket og ruðningi til dæmis), skólum, kirkjustarfi og félagsstarfi fyrirtækja (eins og lesa má í svari sama höfundar við spurningunni Hver fann upp fótboltann?). Þessi gömlu lið ýmist lögðust af og ný voru stofnuð, eða þau sameinuðust og breyttu um nöfn, jafnvel mörgum sinnum. Þannig má sem dæmi rekja sögu gamla stórveldisins Leeds United aftur til ársins 1877 og félags sem hét Hunslet. Hunslet breytti nafni sínu í Leeds City árið 1904 og fékk inngöngu í ensku deildina 1905. Það var hinsvegar rekið úr deildarkeppninni 1919 vegna fjármálaóreiðu og eignir þess boðnar upp, þeirra á meðal leikmennirnir. Forsendur fyrir rekstur atvinnuliðs í Leedsborg voru þó enn fyrir hendi og snarlega var tekið til við að koma á fót nýju liði, Leeds United, sem samþykkt var sem meðlimur ensku knattspyrnudeildinnar árið 1920. Liðið féll úr úrvalsdeildinni vorið 2004 eftir að hafa stefnt hátt misserin á undan, bæði í úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu.

Upplýsingar um félög í ensku úrvalsdeildinni keppnistímabilið 2003-2004
LiðStofnárAtvinnumennska tekin uppInnganga í ensku deildarkeppnina
Arsenal188618911893
Aston Villa187418851888
Birmingham City187518851892
Blackburn Rovers187518801888
Bolton Wanderers187418801888
Charlton Athletic190519201921
Chelsea190519051905
Everton187818851888
Fulham187918981907
Leeds United191919201920
Leicester City188418881894
Liverpool189218921893
Manchester City188018871899
Manchester United187818851892
Middlesbrough187618991899
Newcastle United188118891893
Portsmouth189818981921
Southampton188518851920
Tottenham Hotspur188218851908
Wolverhampton Wanderers187718881888

Ekki er úr vegi að bæta við samsvarandi upplýsingum um liðin sem féllu úr úrvalsdeildinni á síðasta keppnistímabili, þó ekki væri nema í sárabætur fyrir okkur áhangendur þessara félaga!

Upplýsingar um félög sem féllu úr ensku úrvalsdeildinni keppnistímabilið 2002-2003
LiðStofnárAtvinnumennska tekin uppInnganga í ensku deildarkeppnina
Sunderland187918861890
West Bromwich Albion187818851888
West Ham United189519001919

Eins og sjá má á töflunni var West Bromwich upphaflegur stofnaðili ensku deildarkeppninnar.

Nákvæmar dagsetningar á stofnun Aston Villa og Bolton hafa ekki fundist en ef áhangendur þeirra liða geta veitt Vísindavefnum þær upplýsingar, mega þeir endilega senda okkur tölvupóst.

Heimildir:
  • Rothmans Football Yearbook 2002-2003, ritstj. Glenda Rollin og Jack Rollin, Headline Book Publishing, London 2002 - Þessi árbók telst vera „biblía” áhugamannsins um ensku knattspyrnuna
  • premierleague.com, opinber heimasíða ensku úrvalsdeildarinnar
  • 4thegame.com, heimasíða styrktaraðila ensku úrvalsdeildarinnar, Barclaycard
  • Brot úr sögu Leeds United af síðunni leedschat.com

Höfundur

Unnar Árnason

bókmenntafræðingur

Útgáfudagur

7.7.2003

Spyrjandi

Helgi Sævarsson, f. 1990

Tilvísun

Unnar Árnason. „Hvaða lið í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnunni er elst? Hvert þeirra er yngst?“ Vísindavefurinn, 7. júlí 2003, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3561.

Unnar Árnason. (2003, 7. júlí). Hvaða lið í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnunni er elst? Hvert þeirra er yngst? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3561

Unnar Árnason. „Hvaða lið í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnunni er elst? Hvert þeirra er yngst?“ Vísindavefurinn. 7. júl. 2003. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3561>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða lið í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnunni er elst? Hvert þeirra er yngst?
Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu (FA Premier League) var formlega sett á laggirnar 20. febrúar 1992 og tók við sem efsta deild ensku deildarkeppninnar (Football League) keppnistímabilið 1992-1993. Við það breyttust einnig nöfn neðri deildanna, önnur deild varð fyrsta, sú þriðja önnur og sú fjórða að þriðju. Deildirnar fjórar starfa enn saman undir merkjum ensku deildarkeppninnar.

Eins og lesa má í svari Röskvu Vigfúsdóttur við spurningunni Hvert er elsta knattspyrnufélag í heimi? var fyrsta enska knattspyrnuliðið Sheffield FC, og raunar það fyrsta í heiminum. Sheffield FC starfar enn þann dag í dag, og hefur áhugamennskuna að leiðarljósi eins og í upphafi. Elsta atvinnumannalið Englands og heimsins alls er Notts County, stofnað árið 1864 (1862 samkvæmt sumum heimildum) og leikur um þessar mundir í þriðju efstu deild. Af liðum úrvalsdeildarinnar ensku, keppnistímabilið 2008-2009 er Stoke City það elsta, stofnað árið 1863. Yngsta félagið er Wigan Athletic, stofnsett árið 1932. Enska knattspyrnudeildin hóf göngu sína keppnistímabilið 1888-1889 og þess má geta að fimm lið af tólf upphaflegum stofnfélögum, taka þátt í úrvalsdeildinni tímabilið 2008-2009, Aston Villa, Blackburn, Bolton, Everton og Stoke.

Flestöll ensk knattspyrnulið geta rakið sögu sína til eldri félaga sem áttu upphaf sitt til dæmis í eldri íþróttum (krikket og ruðningi til dæmis), skólum, kirkjustarfi og félagsstarfi fyrirtækja (eins og lesa má í svari sama höfundar við spurningunni Hver fann upp fótboltann?). Þessi gömlu lið ýmist lögðust af og ný voru stofnuð, eða þau sameinuðust og breyttu um nöfn, jafnvel mörgum sinnum. Þannig má sem dæmi rekja sögu gamla stórveldisins Leeds United aftur til ársins 1877 og félags sem hét Hunslet. Hunslet breytti nafni sínu í Leeds City árið 1904 og fékk inngöngu í ensku deildina 1905. Það var hinsvegar rekið úr deildarkeppninni 1919 vegna fjármálaóreiðu og eignir þess boðnar upp, þeirra á meðal leikmennirnir. Forsendur fyrir rekstur atvinnuliðs í Leedsborg voru þó enn fyrir hendi og snarlega var tekið til við að koma á fót nýju liði, Leeds United, sem samþykkt var sem meðlimur ensku knattspyrnudeildinnar árið 1920. Liðið féll úr úrvalsdeildinni vorið 2004 eftir að hafa stefnt hátt misserin á undan, bæði í úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu.

Upplýsingar um félög í ensku úrvalsdeildinni keppnistímabilið 2003-2004
LiðStofnárAtvinnumennska tekin uppInnganga í ensku deildarkeppnina
Arsenal188618911893
Aston Villa187418851888
Birmingham City187518851892
Blackburn Rovers187518801888
Bolton Wanderers187418801888
Charlton Athletic190519201921
Chelsea190519051905
Everton187818851888
Fulham187918981907
Leeds United191919201920
Leicester City188418881894
Liverpool189218921893
Manchester City188018871899
Manchester United187818851892
Middlesbrough187618991899
Newcastle United188118891893
Portsmouth189818981921
Southampton188518851920
Tottenham Hotspur188218851908
Wolverhampton Wanderers187718881888

Ekki er úr vegi að bæta við samsvarandi upplýsingum um liðin sem féllu úr úrvalsdeildinni á síðasta keppnistímabili, þó ekki væri nema í sárabætur fyrir okkur áhangendur þessara félaga!

Upplýsingar um félög sem féllu úr ensku úrvalsdeildinni keppnistímabilið 2002-2003
LiðStofnárAtvinnumennska tekin uppInnganga í ensku deildarkeppnina
Sunderland187918861890
West Bromwich Albion187818851888
West Ham United189519001919

Eins og sjá má á töflunni var West Bromwich upphaflegur stofnaðili ensku deildarkeppninnar.

Nákvæmar dagsetningar á stofnun Aston Villa og Bolton hafa ekki fundist en ef áhangendur þeirra liða geta veitt Vísindavefnum þær upplýsingar, mega þeir endilega senda okkur tölvupóst.

Heimildir:
  • Rothmans Football Yearbook 2002-2003, ritstj. Glenda Rollin og Jack Rollin, Headline Book Publishing, London 2002 - Þessi árbók telst vera „biblía” áhugamannsins um ensku knattspyrnuna
  • premierleague.com, opinber heimasíða ensku úrvalsdeildarinnar
  • 4thegame.com, heimasíða styrktaraðila ensku úrvalsdeildarinnar, Barclaycard
  • Brot úr sögu Leeds United af síðunni leedschat.com
...