Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 294 svör fundust
Hvað endist matur lengi?
Inngangur Öll matvæli skemmast fyrr eða síðar og fyrir flesta takmarka skemmdir endingartíma matvæla. Við skemmdir breytast ákveðnir eiginleikar matvæla þannig að þau eru ekki lengur boðleg til neyslu. Mjög oft stafa skemmdir af völdum örvera en einnig geta matvæli orðið óhæf til neyslu vegna ýmissa óæskilegra...
Hvenær var farið að sjóða niður mat og hvenær varð niðursuðudósin til?
Niðursuða er ekki ýkja gömul aðferð til þess að geyma mat. Söltun, reyking og þurrkun á mat eru til að mynda miklu eldri aðferðir. Niðursuða á mat á rætur að rekja til Frakklands undir lok 18. aldar. Á þeim tíma, og í byrjun 19. aldar, áttu Frakkar í ófriði við ýmsa nágranna sína í Evrópu (Napóleonsstríðin). Erfit...
Er hægt að auka testósterónframleiðslu líkamans með mat eða einhverjum æfingum?
Já, í stuttu máli sagt, er hægt að auka testósterónframleiðslu líkamans með mataræði og æfingum. Testósterón er helsta karlkynhormónið og er myndað í millifrumum eistnanna. Það stuðlar að myndun sáðfrumna og karlkyneinkenna, kynhvöt og aukningu vöðva- og beinmassa. Það getur einnig haft góð áhrif á ýmsa andlega...
Hvernig eru matur og matarvenjur Dana?
Menningarleg tengsl Íslands og Danmerkur hafa lengi verið sterk og víða má sjá dönsk áhrif í samfélagi okkar. Það á ekki síst við um mataræði en ýmislegt sem ratar á borð Íslendinga er upphaflega komið frá Dönum. Allir kannast til að mynda við gula baunasúpu, hamborgarhrygg með stökkri puru, brúnaðar kartöflur, st...
Hvað leggja Bretar sér venjulega til munns í morgunmat?
Afar hæpið er að alhæfa upp á heila þjóð eins einstaklingsbundið atferli og neyslu morgunmatar. Engu að síður eru Englendingar þekktir fyrir mjög sérstakar matarhefðir að morgni dags. Samkvæmt hefðinni er enskur morgunmatur (e. full English breakfast) pönnusteiktur og samanstendur fyrst og fremst af eggi og ...
Hvað þýðir arabíska orðið halal?
Orðið halal er notað um allt það sem er leyfilegt samkvæmt íslömskum lögum. Andstæðan við halal er haraam, sem er notað um það sem íslömsk lög banna. Í löndum þar sem arabíska er ekki opinbert mál er halal oftast notað til að tilgreina þau matvæli sem múslimar mega neyta. Í því tilfelli gegnir orðið sambærilegu hl...
Hver er rökstuðningur þeirra sem segja að örbylgjuofn sé mjög skaðlegur?
Ekki hefur tekist að sýna fram á í rannsóknum að matur sem eldaður er í örbylgjuofni sé óhollari en matur sem eldaður er á hefðbundin hátt. Það er meira að segja svo að matur sem eldaður er i örbylgjuofni heldur almennt eftir fleiri næringarefnum en matur sem eldaður er á hefðbundin hátt. Líklega er þessi hræðs...
Hvað er hraðtíska eða skynditíska og hvaða áhrif hefur hún?
Tíska og margt sem henni tengist er sannkallað stórveldi í viðskiptaheiminum og hluti af öflugu markaðs- og neyslukerfi nútímans. Tískuframleiðsla og allt umhverfi tískunnar hefur um árabil þróast í þá átt að verða að einni mikilvægasta tekjulind öflugustu ríkja heims. Fastmótuð menning sem er inngreypt í hagkerfi...
Hvaðan kemur orðið mötuneyti?
Orðið mötuneyti er sett saman af orðunum mata ‛fæða, matur, nesti (í verið)’ og -neyti sem leitt er af sögninni neyta ‛njóta, eta, drekka’. Orðið þekkist þegar í fornu máli í merkingunni ‛hafa sameiginlegt ferðanesti, njóta matar með öðrum’. Mötunautur var þá sá sem var í mötuneyti með einhverjum...
Hvað er metangas og hvernig er það nýtt?
Metan er einfaldasta samband kolefnis og vetnis sem til er; efnaformúlan er CH4. Metan er lyktarlaus gastegund og skaðlaust við innöndun. Það er léttara en loft og gufar því mjög fljótt upp komist það í snertingu við andrúmsloft. Orkan sem felst í metaninu er nýtt með bruna, oftast með bruna til hitunar en ei...
Rýrnar næringargildi fæðu í örbylgjuofnum?
Flestir eru sammála um að næringarefnainnihald í mat úr örbylgjuofnum sé alls ekki minna en í mat sem eldaður er á hefðbundinn hátt og jafnvel meira í sumum tilfellum. Matreiðsla veldur alltaf einhverju tapi á næringarefnum og þá aðallega á vatnsleysanlegum vítamínum (B-vítamínum og C-vítamíni) sem annaðhvort...
Hvaðan kemur orðið Strjúgsárdalur?
Á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er að finna eftirfarandi umfjöllun um orðið Strjúgur, og á hún einnig við um það örnefni sem hér er spurt um. Strjúgsstaðir heitir bær í Langadal í Austur-Húnavatnssýslu. "Upp undan bænum er Strjúgsskarðið. Eftir því rennur lækur, sem kallaður er Strjúgsá." Ö...
Hvers vegna eru höfuðbuffin kölluð "buff"?
Það er einföld skýring á því af hverju orðið buff er notað um höfuðklútana sem sjást hér á myndinni. Buff er einfaldlega skrásett vörumerki og er heiti fyrirtækisins fullum stöfum Original Buff S.A. Fyrirtækið er í borginni Igualada, lítilli borg 60 km frá Barcelona. Framleiðsla Original buff® hófst 1992 og sa...
Hvað var oftast borðað á víkingatímanum?
Norrænir menn á tímum víkinga borðuðu mikið lamba- og nautakjöt, einnig hrossakjöt, og voru þá langflestir hlutar dýrsins nýttir eins og menn þekkja sem borðað hafa þorramat. Þeir neyttu einnig fisks, kornvara, mjólkurvara og eggja villifugla. Lítið var um grænmeti en sums staðar borðuðu menn ber og epli þar se...
Hvað veldur ólagi á hormónastarfsemi og hvaða lyf er hægt að fá við því?
Hormón mannslíkamans eru mörg og frá mörgum framleiðslustöðvum, kirtlum og innkirtlum. Starfsemi þeirra er stýrt af stjórnstöðvum sem eru jafnmargslungnar og hormónin eru mörg og flókin. Í stjórnstöðvunum eru frumur og efnahvatar sem lesa úr breytingum í blóði og líkamsvökvum, vessum, hvernig framleiðslu hvers ákv...