Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær var farið að sjóða niður mat og hvenær varð niðursuðudósin til?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Niðursuða er ekki ýkja gömul aðferð til þess að geyma mat. Söltun, reyking og þurrkun á mat eru til að mynda miklu eldri aðferðir. Niðursuða á mat á rætur að rekja til Frakklands undir lok 18. aldar. Á þeim tíma, og í byrjun 19. aldar, áttu Frakkar í ófriði við ýmsa nágranna sína í Evrópu (Napóleonsstríðin). Erfitt var að sjá stórum og dreifðum herafla fyrir nægum og góðum mat og því hétu frönsk stjórnvöld 12.000 franka verðlaunum hverjum þeim sem gæti fundið upp á ódýrri og árangursríkri aðferð til þess að auka geymsluþol matvæla.

Niðursuðuverksmiðja - myndrista frá 1898.

Kökugerðarmaðurinn og kokkurinn Nicolas Appert (1749-1841) fór að prófa sig áfram og komst að því með ýmsum tilraunum, að með því að setja matvæli í glerflöskur (og síðar krukkur), loka þeim kyrfilega og sjóða í langan tíma væri hægt að koma í veg fyrir að maturinn spilltist. Á þessum tíma var ekki ljóst hvers vegna maturinn hélst óskemmdur og enn áttu eftir að líða um 50 ár áður en Louis Pasteur (1822-1895) gat útskýrt áhrif örvera. Uppgötvunin varð engu að síður til þess að árið 1809 fékk Appert verðlaunin sem heitið hafði verið.

Hugmynd Apperts var þróuð áfram og barst fljótlega til annarra landa. Glerkrukkur þóttu ekki endilega besta lausnin og árið 1810 fékkst einkaleyfi í Bretlandi fyrir niðursuðu matvæla í tindósum. Þarmeð var fyrsta niðursuðudósin komin fram á sjónarsviðið.

Í fyrstu var framleiðsla á niðursoðnum mat frekar óhagkvæm. Hún krafðist bæði mikils mannafla og tíma ef framleiða átti mat í miklu magni. Dósirnar voru handunnar og það tók allt upp í sex klukkustundir að sjóða þær eftir að maturinn var kominn í. Enda var niðursoðinn matur ekki á borðum almennings í upphafi, heldur fyrst og fremst ætlaður hermönnum. Matur varðveittur á þennan hátt þótti einnig kjörinn fyrir landkönnuði og sjófarendur sem þurftu matarbirgðir sem gátu enst óskemmdar um langa hríð.

Til vinstri er flaska sem Appert notaði til að sjóða niður mat, til hægri er nútíma niðursuðudós. Í dag hafa margar niðursuðudósir áfastan opnara en þess má til gamans geta að það liðu áratugir frá því að niðursuðudósir komu fyrst fram og þar til dósaopnarinn var fundinn upp.

Smám saman batnaði tæknin til niðursuðu og framleiðslan varð ódýrari. Niðursuðudósin breiddist smám saman út um heiminn þegar leið á 19. öldina; ört vaxandi mannfjöldi í stórborgum bæði vestan- og austanhafs skipti þar verulegu máli. Styrjaldir áttu einnig mikinn þátt í því að auka útbreiðslu niðursuðudósarinnar, til að mynda Krímstríðið og þrælastríðið í Ameríku á 19. öldinni og heimsstyrjöldin fyrri snemma á 20. öldinni. Núna þekkjast niðursuðudósir um allan heim.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

30.1.2016

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvenær var farið að sjóða niður mat og hvenær varð niðursuðudósin til?“ Vísindavefurinn, 30. janúar 2016, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=71531.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2016, 30. janúar). Hvenær var farið að sjóða niður mat og hvenær varð niðursuðudósin til? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=71531

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvenær var farið að sjóða niður mat og hvenær varð niðursuðudósin til?“ Vísindavefurinn. 30. jan. 2016. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=71531>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær var farið að sjóða niður mat og hvenær varð niðursuðudósin til?
Niðursuða er ekki ýkja gömul aðferð til þess að geyma mat. Söltun, reyking og þurrkun á mat eru til að mynda miklu eldri aðferðir. Niðursuða á mat á rætur að rekja til Frakklands undir lok 18. aldar. Á þeim tíma, og í byrjun 19. aldar, áttu Frakkar í ófriði við ýmsa nágranna sína í Evrópu (Napóleonsstríðin). Erfitt var að sjá stórum og dreifðum herafla fyrir nægum og góðum mat og því hétu frönsk stjórnvöld 12.000 franka verðlaunum hverjum þeim sem gæti fundið upp á ódýrri og árangursríkri aðferð til þess að auka geymsluþol matvæla.

Niðursuðuverksmiðja - myndrista frá 1898.

Kökugerðarmaðurinn og kokkurinn Nicolas Appert (1749-1841) fór að prófa sig áfram og komst að því með ýmsum tilraunum, að með því að setja matvæli í glerflöskur (og síðar krukkur), loka þeim kyrfilega og sjóða í langan tíma væri hægt að koma í veg fyrir að maturinn spilltist. Á þessum tíma var ekki ljóst hvers vegna maturinn hélst óskemmdur og enn áttu eftir að líða um 50 ár áður en Louis Pasteur (1822-1895) gat útskýrt áhrif örvera. Uppgötvunin varð engu að síður til þess að árið 1809 fékk Appert verðlaunin sem heitið hafði verið.

Hugmynd Apperts var þróuð áfram og barst fljótlega til annarra landa. Glerkrukkur þóttu ekki endilega besta lausnin og árið 1810 fékkst einkaleyfi í Bretlandi fyrir niðursuðu matvæla í tindósum. Þarmeð var fyrsta niðursuðudósin komin fram á sjónarsviðið.

Í fyrstu var framleiðsla á niðursoðnum mat frekar óhagkvæm. Hún krafðist bæði mikils mannafla og tíma ef framleiða átti mat í miklu magni. Dósirnar voru handunnar og það tók allt upp í sex klukkustundir að sjóða þær eftir að maturinn var kominn í. Enda var niðursoðinn matur ekki á borðum almennings í upphafi, heldur fyrst og fremst ætlaður hermönnum. Matur varðveittur á þennan hátt þótti einnig kjörinn fyrir landkönnuði og sjófarendur sem þurftu matarbirgðir sem gátu enst óskemmdar um langa hríð.

Til vinstri er flaska sem Appert notaði til að sjóða niður mat, til hægri er nútíma niðursuðudós. Í dag hafa margar niðursuðudósir áfastan opnara en þess má til gamans geta að það liðu áratugir frá því að niðursuðudósir komu fyrst fram og þar til dósaopnarinn var fundinn upp.

Smám saman batnaði tæknin til niðursuðu og framleiðslan varð ódýrari. Niðursuðudósin breiddist smám saman út um heiminn þegar leið á 19. öldina; ört vaxandi mannfjöldi í stórborgum bæði vestan- og austanhafs skipti þar verulegu máli. Styrjaldir áttu einnig mikinn þátt í því að auka útbreiðslu niðursuðudósarinnar, til að mynda Krímstríðið og þrælastríðið í Ameríku á 19. öldinni og heimsstyrjöldin fyrri snemma á 20. öldinni. Núna þekkjast niðursuðudósir um allan heim.

Heimildir og myndir:

...