Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Orðið halal er notað um allt það sem er leyfilegt samkvæmt íslömskum lögum. Andstæðan við halal er haraam, sem er notað um það sem íslömsk lög banna. Í löndum þar sem arabíska er ekki opinbert mál er halal oftast notað til að tilgreina þau matvæli sem múslimar mega neyta. Í því tilfelli gegnir orðið sambærilegu hlutverki og hebreska orðið kosher gerir hjá gyðingum.
Kóraninn bannar meðal annars neyslu svínakjöts, dýrablóðs og að leggja sér rándýr eða ránfugla til munns, nema í þeim tilvikum þar sem það gæti bjargað lífi viðkomandi. Múslimar mega neyta kjöts af öllum öðrum dýrategundum, svo lengi sem að kjötið kemur af dýri sem var slátrað með ákveðinni aðferð. Að vísu eru fiskar með hreistur undanskildir frá þessari reglu og múslimar mega leggja sér þá til munns án tillits til hvernig þeir voru veiddir, svo lengi sem þeir hafi verið tæmdir af blóði og matreiddir með matvælum sem eru halal.
Múslimskur slátrari.
Aðferðin sem múslimar nota til að slátra dýri heitir dhabihah og felst í að skera á hálsæðar dýrs og láta því blæða út. Múslimar telja þetta mannúðarfulla aðferð, þar sem hún stöðvar fljótt blóðflæði til heilans og veldur snöggum heiladauða, og einnig hreinlega af því að með aðferðinni er einfalt að tæma dýrið af blóði.
Landbúnaðarráðuneytið leyfir dhabihah slátrun á Íslandi, svo lengi sem að dýrið sem er verið að slátra hafi verið svipt meðvitund með raflosti svo það finni ekki sársauka. Á Íslandi er sauðfé slátrað í litlum mæli með þessari aðferð.
Tengt efni á Vísindavefnum:
Gunnar Þór Magnússon. „Hvað þýðir arabíska orðið halal?“ Vísindavefurinn, 31. júlí 2009, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=31568.
Gunnar Þór Magnússon. (2009, 31. júlí). Hvað þýðir arabíska orðið halal? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=31568
Gunnar Þór Magnússon. „Hvað þýðir arabíska orðið halal?“ Vísindavefurinn. 31. júl. 2009. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=31568>.