Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan kemur orðið Strjúgsárdalur?

Hallgrímur J. Ámundason

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er að finna eftirfarandi umfjöllun um orðið Strjúgur, og á hún einnig við um það örnefni sem hér er spurt um.

Strjúgsstaðir heitir bær í Langadal í Austur-Húnavatnssýslu. "Upp undan bænum er Strjúgsskarðið. Eftir því rennur lækur, sem kallaður er Strjúgsá." Örnefnin Strjúgshólma, Strjúgshjalla, Strjúgsgil, Strjúgsfoss, Strjúgshaug, Strjúgstjörn og Strjúgsnibbu er þar líka að finna (Örnefnaskrár Strjúgsstaða, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún.). Í Landnámu er getið um landnám Þorbjarnar strúgs í Langadal. Bærinn er sagður kenndur við hann og nefndur Strúgsstaðir. Nafnið á í þessu tilfelli að vera viðurnefni Þorbjarnar og merkja 'hroka' eða því um líkt.

Hugsanlega er Strjúgur upphaflega árheiti. Ein merking orðsins er 'hroki' og það getur einnig þýtt 'matur sem búinn er til úr dýra- eða fiskabeinum með því að leggja þau í súr'. Á kortinu sjást Strjúgsstaðir í Langadal og Strjúgsskarð.

Strúgur og Strjúgur eru tvímyndir sama orðs og finnast á víxl í heimildum um þessa staði, ekki ósvipað og orðin hnúkur og hnjúkur sem eru mállýskubundin í íslensku.

Strjúgsá heitir annar bær við innanverðan Eyjafjörð. Þar er Strjúgsdalur og nokkur örnefni sem kennd eru við ána: Strjúgsárklettar, Strjúgsáreyrar, Strjúgsárskriður (Örnefnaskrár Strjúgsár, Saurbæjarhr. Eyf.). Báðir bæirnir eru farnir í eyði.

Örnefnið Strjúgshylur er til í Langá í landi Villingadals í Önundarfirði (Örnefnaskrá Villingadals, Mýrahr., V-Ís.). Í landi Skarðs (eða Svaðaskarðs) í Dalsmynni (S-Þing.) finnast örnefni sömu ættar. Strjúgsgil heitir þar og önnur örnefni eru dregin af því (Strjúgsgilsflá, klettar, skriða, tungur). Úr Strjúgsgili rennur Strjúgsgilslækur (Örnefnaskrá Skarðs, Grýtubakkahr., S-Þing.). Neðst í Leirdalsheiði, í landi Grýtubakka (S-Þing.), er annað Strjúgsgil. Um það rennur Strjúgsá (Örnefnaskrá Grýtubakka, Grýtubakkahr., S-Þing.; sjá einnig Árbók FÍ 1992, bls. 107 og 2000, bls. 153). Hugsanlega leynast fleiri örnefni á Íslandi kennd við strjúg.

Á það var minnst að strjúgur hafi haft merkinguna 'hroki'. En orðið getur samkvæmt orðabókum merkt ýmislegt fleira. Til dæmis getur strjúgur verið 'matur sem búinn er til úr dýra- eða fiskabeinum með því að leggja þau í súr'. Einnig getur orðið merkt 'reiði' og staðbundið getur það staðið fyrir 'kalsavind'.

Athyglisvert er að í öllum tilfellunum tengjast örnefni með strjúg- ám eða lækjum með einum eða öðrum hætti: Strjúgsár eru þrjár talsins, Strjúgshylur einn og um Strjúgsgil rennur Strjúgsgilslækur. Hugsanlegt er að í strjúgi sé varðveitt orð sem merkt hefur upphaflega eitthvað í líkingu við 'streyma' eða 'renna' og upphaflega sé Strjúgur árheiti.

Höfundur

Hallgrímur J.  Ámundason

fyrrverandi verkefnisstjóri nafnfræðisviðs á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

21.3.2013

Spyrjandi

Margrét Erlingsdóttir

Tilvísun

Hallgrímur J. Ámundason. „Hvaðan kemur orðið Strjúgsárdalur?“ Vísindavefurinn, 21. mars 2013, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=63797.

Hallgrímur J. Ámundason. (2013, 21. mars). Hvaðan kemur orðið Strjúgsárdalur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=63797

Hallgrímur J. Ámundason. „Hvaðan kemur orðið Strjúgsárdalur?“ Vísindavefurinn. 21. mar. 2013. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=63797>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur orðið Strjúgsárdalur?
Á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er að finna eftirfarandi umfjöllun um orðið Strjúgur, og á hún einnig við um það örnefni sem hér er spurt um.

Strjúgsstaðir heitir bær í Langadal í Austur-Húnavatnssýslu. "Upp undan bænum er Strjúgsskarðið. Eftir því rennur lækur, sem kallaður er Strjúgsá." Örnefnin Strjúgshólma, Strjúgshjalla, Strjúgsgil, Strjúgsfoss, Strjúgshaug, Strjúgstjörn og Strjúgsnibbu er þar líka að finna (Örnefnaskrár Strjúgsstaða, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún.). Í Landnámu er getið um landnám Þorbjarnar strúgs í Langadal. Bærinn er sagður kenndur við hann og nefndur Strúgsstaðir. Nafnið á í þessu tilfelli að vera viðurnefni Þorbjarnar og merkja 'hroka' eða því um líkt.

Hugsanlega er Strjúgur upphaflega árheiti. Ein merking orðsins er 'hroki' og það getur einnig þýtt 'matur sem búinn er til úr dýra- eða fiskabeinum með því að leggja þau í súr'. Á kortinu sjást Strjúgsstaðir í Langadal og Strjúgsskarð.

Strúgur og Strjúgur eru tvímyndir sama orðs og finnast á víxl í heimildum um þessa staði, ekki ósvipað og orðin hnúkur og hnjúkur sem eru mállýskubundin í íslensku.

Strjúgsá heitir annar bær við innanverðan Eyjafjörð. Þar er Strjúgsdalur og nokkur örnefni sem kennd eru við ána: Strjúgsárklettar, Strjúgsáreyrar, Strjúgsárskriður (Örnefnaskrár Strjúgsár, Saurbæjarhr. Eyf.). Báðir bæirnir eru farnir í eyði.

Örnefnið Strjúgshylur er til í Langá í landi Villingadals í Önundarfirði (Örnefnaskrá Villingadals, Mýrahr., V-Ís.). Í landi Skarðs (eða Svaðaskarðs) í Dalsmynni (S-Þing.) finnast örnefni sömu ættar. Strjúgsgil heitir þar og önnur örnefni eru dregin af því (Strjúgsgilsflá, klettar, skriða, tungur). Úr Strjúgsgili rennur Strjúgsgilslækur (Örnefnaskrá Skarðs, Grýtubakkahr., S-Þing.). Neðst í Leirdalsheiði, í landi Grýtubakka (S-Þing.), er annað Strjúgsgil. Um það rennur Strjúgsá (Örnefnaskrá Grýtubakka, Grýtubakkahr., S-Þing.; sjá einnig Árbók FÍ 1992, bls. 107 og 2000, bls. 153). Hugsanlega leynast fleiri örnefni á Íslandi kennd við strjúg.

Á það var minnst að strjúgur hafi haft merkinguna 'hroki'. En orðið getur samkvæmt orðabókum merkt ýmislegt fleira. Til dæmis getur strjúgur verið 'matur sem búinn er til úr dýra- eða fiskabeinum með því að leggja þau í súr'. Einnig getur orðið merkt 'reiði' og staðbundið getur það staðið fyrir 'kalsavind'.

Athyglisvert er að í öllum tilfellunum tengjast örnefni með strjúg- ám eða lækjum með einum eða öðrum hætti: Strjúgsár eru þrjár talsins, Strjúgshylur einn og um Strjúgsgil rennur Strjúgsgilslækur. Hugsanlegt er að í strjúgi sé varðveitt orð sem merkt hefur upphaflega eitthvað í líkingu við 'streyma' eða 'renna' og upphaflega sé Strjúgur árheiti.

...