Sólin Sólin Rís 11:22 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 08:25 • Sest 12:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:07 • Síðdegis: 16:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:22 • Síðdegis: 22:28 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:22 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 08:25 • Sest 12:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:07 • Síðdegis: 16:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:22 • Síðdegis: 22:28 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hefur fjöldi innflytjenda áhrif á framleiðslu og framleiðni í hagkerfinu?

Þórólfur Matthíasson

Þessari spurningu er best svarað með því að birta nokkur súlurit sem unnin eru upp úr gögnum frá Hagstofu Íslands.

Mynd 1: Innflytjendur sem hlutfall af íbúafjölda og stærð hagkerfisins. Heimild: Eigin útreikningar byggðir á tölum Hagstofu Ísland.

Mynd 1 sýnir þróun landsframleiðslu á föstu verðlagi annars vegar og hlutfall innflytjenda af heildarmannfjölda hins vegar. Tölurnar ná frá 1996 til 2023. Stækkun hagkerfisins og hlutfallslegur fjöldi innflytjenda haldast í hendur. Í aðdraganda bankahrunsins fjölgar innflytjendum hlutfallslega samtímis því sem hagkerfið stækkar. Eftir hrun fækkar innflytjendum sem hlutfalli af íbúafjölda og hagkerfið minnkar. Innflytjendur verða hlutfallslega fæstir árið 2010. Stækkun hagkerfisins frá 2010 er nátengd hækkandi hlutfalli innflytjenda.

Mynd 2 sýnir stöðuna sé aðeins horft til þeirra sem eru á vinnumarkaði.

Mynd 2: Innflytjendur á vinnumarkaði sem hlutfall allra á vinnumarkaði og stærð hagkerfisins. Heimild: Eigin útreikningar byggðir á gögnum Hagstofu Íslands.

Mynd 3: Framleiðsla á vinnandi mann borin saman við hlutfall innflytjenda á vinnumarkaði. Heimild: Eigin útreikningar byggðir á tölum Hagstofunnar.

Mynd 3 sýnir sterka samhreyfingu framleiðni (mæld sem landsframleiðsla á mann) annars vegar og hlutdeildar innflytjenda á vinnumarkaði hins vegar. Einhverjir kunna að freistast til að álykta að myndin sýni að innflytjendur séu framleiðnari en þeir sem á Íslandi eru bornir og barnfæddir. Það gæti verið svo en er líklega ekki. Atvinnurekendur sækjast eftir aðstoð erlends vinnuafls þegar hjól atvinnulífsins snúast hratt og þegar mikill ávinningur er af hverjum viðbótarstarfsmanni. Það er öflug (erlend) eftirspurn sem þrýstir upp bæði landsframleiðslunni og eftirspurninni eftir erlendu vinnuafli. Hitt er svo augljóst séu myndirnar þrjár skoðaðar í samhengi að stækkun hagkerfisins væri þröngur stakkur sniðinn ef innflutts vinnuafls nyti ekki við.

Myndir:
  • Súluritin eru eftir svarshöfund og unnin upp úr gögnum Hagstofu Íslands.

Höfundur

Þórólfur Matthíasson

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

16.12.2024

Síðast uppfært

17.12.2024

Spyrjandi

Jónína K.

Tilvísun

Þórólfur Matthíasson. „Hefur fjöldi innflytjenda áhrif á framleiðslu og framleiðni í hagkerfinu?“ Vísindavefurinn, 16. desember 2024, sótt 27. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=87163.

Þórólfur Matthíasson. (2024, 16. desember). Hefur fjöldi innflytjenda áhrif á framleiðslu og framleiðni í hagkerfinu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87163

Þórólfur Matthíasson. „Hefur fjöldi innflytjenda áhrif á framleiðslu og framleiðni í hagkerfinu?“ Vísindavefurinn. 16. des. 2024. Vefsíða. 27. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87163>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hefur fjöldi innflytjenda áhrif á framleiðslu og framleiðni í hagkerfinu?
Þessari spurningu er best svarað með því að birta nokkur súlurit sem unnin eru upp úr gögnum frá Hagstofu Íslands.

Mynd 1: Innflytjendur sem hlutfall af íbúafjölda og stærð hagkerfisins. Heimild: Eigin útreikningar byggðir á tölum Hagstofu Ísland.

Mynd 1 sýnir þróun landsframleiðslu á föstu verðlagi annars vegar og hlutfall innflytjenda af heildarmannfjölda hins vegar. Tölurnar ná frá 1996 til 2023. Stækkun hagkerfisins og hlutfallslegur fjöldi innflytjenda haldast í hendur. Í aðdraganda bankahrunsins fjölgar innflytjendum hlutfallslega samtímis því sem hagkerfið stækkar. Eftir hrun fækkar innflytjendum sem hlutfalli af íbúafjölda og hagkerfið minnkar. Innflytjendur verða hlutfallslega fæstir árið 2010. Stækkun hagkerfisins frá 2010 er nátengd hækkandi hlutfalli innflytjenda.

Mynd 2 sýnir stöðuna sé aðeins horft til þeirra sem eru á vinnumarkaði.

Mynd 2: Innflytjendur á vinnumarkaði sem hlutfall allra á vinnumarkaði og stærð hagkerfisins. Heimild: Eigin útreikningar byggðir á gögnum Hagstofu Íslands.

Mynd 3: Framleiðsla á vinnandi mann borin saman við hlutfall innflytjenda á vinnumarkaði. Heimild: Eigin útreikningar byggðir á tölum Hagstofunnar.

Mynd 3 sýnir sterka samhreyfingu framleiðni (mæld sem landsframleiðsla á mann) annars vegar og hlutdeildar innflytjenda á vinnumarkaði hins vegar. Einhverjir kunna að freistast til að álykta að myndin sýni að innflytjendur séu framleiðnari en þeir sem á Íslandi eru bornir og barnfæddir. Það gæti verið svo en er líklega ekki. Atvinnurekendur sækjast eftir aðstoð erlends vinnuafls þegar hjól atvinnulífsins snúast hratt og þegar mikill ávinningur er af hverjum viðbótarstarfsmanni. Það er öflug (erlend) eftirspurn sem þrýstir upp bæði landsframleiðslunni og eftirspurninni eftir erlendu vinnuafli. Hitt er svo augljóst séu myndirnar þrjár skoðaðar í samhengi að stækkun hagkerfisins væri þröngur stakkur sniðinn ef innflutts vinnuafls nyti ekki við.

Myndir:
  • Súluritin eru eftir svarshöfund og unnin upp úr gögnum Hagstofu Íslands.
...