Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 460 svör fundust
Af hverju fleyta menn "kerlingar"?
Ólafur Davíðsson þjóðfræðingur flokkar orðasamböndin að flytja kerlingar eða fleyta kerlingar undir kastfimi en tekur fram að ekki sé um mikla íþrótt að ræða (1887:92–93). Þessi leikur er allgamall og er meðal annars sagt frá honum í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnuvík frá 18. öld undir heitinu flytja ...
Hver er uppruni orðsins að selflytja?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvaðan kemur orðatiltækið að selflytja og í hvaða merkingu var það notað í upphafi? Sögnin að selflytja var orðin vel þekkt í málinu á síðari hluta 19. aldar. Merkingin er samkvæmt Íslenskri orðabók (2002:1259) að ‘flytja eitthvað í áföngum (í mörgum ferðum og aðeins nokkur...
Af hverju má ekki flytja íkorna til Íslands?
Fyrir fáeinum árum hafnaði landbúnaðarráðherra umsókn um leyfi til að flytja íkorna til landsins. Rökin fyrir synjun voru aðallega þau að líklegt þótti að íkornarnir gætu sloppið út í íslenska náttúru. Ef svo færi gætu þeir valdið miklu tjóni, enda hefur tilkoma nýrra dýrategunda alltaf í för með sér einhverjar br...
Af hverju má ekki flytja tarantúlur til landsins?
Upprunalega spurningin var: Hver er ástæðan við banni á innflutningi á tarantúlum? Sú meginregla gildir á Íslandi að innflutningur hvers kyns dýra er bannaður samkvæmt 1. mgr. 2. gr. laga um innflutning dýra.[1] Tarantúlur falla undir þessa grein og því er innflutningur þeirra bannaður. Undantekning er gerð...
Hvað varð til þess að fólk flutti úr dreifbýli í þéttbýli?
Á miðöldum bjó yfirgnæfandi hluti Evrópubúa í sveitum, líklega víða um 95% þeirra. Á Íslandi voru hreint engir bæir til; það sem komst næst þeim kann að hafa verið sveitaþorpið Þykkvibær á Suðurlandi og litlar þyrpingar fiskimannabúða þar sem lendingarskilyrði voru góð. Þegar þetta var vann næstum allt vinnufært f...
Er hægt að flytja rafmagn án þess að hafa rafmagnslínu?
Hugmyndin um þráðlaust rafmagn hljómar eflaust heldur nýstárleg en hún er eldri en marga gæti grunað. Upphaf þráðlausu raftækninnar má rekja til tilrauna uppfinningamannsins Nikola Tesla í lok 19. aldar. Tesla hafði háleitar hugmyndir og stefndi fljótt að því að smíða kerfi sem myndi miðla þráðlausu rafmagni til a...
Hvenær komst sú hefð á að flytja þjóðsöngva fyrir landsleiki?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvaðan kemur sú áralanga hefð að syngja þjóðsöngva landa fyrir landsleiki? Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvenær var þjóðsöngur fyrst fluttur við íþróttaleik? er flutningur söngsins Hen Wlad Fy Nhadau á Cardiff Arms Park í Wales árið 1905 fyrsta þekkta dæm...
Hvaða lög fjalla um innflutning fugla?
Um innflutning dýra, þar með talið fugla, er fjallað í lögum nr. 54/1990. Í 1. gr. þeirra laga eru dýr skilgreind svo: „öll lifandi landdýr, bæði hryggdýr og hryggleysingjar, að undanskildum manninum, og lagardýr sem lifa að hluta eða öllu leyti í fersku vatni.“ Í reglugerð nr. 935/2004 um innflutning gæludýra og ...
Má flytja apa til Íslands? Ef svo er, hvar sækir maður um leyfi?
Um innflutning á dýrum gilda lög nr. 54/1990. Í 1. gr. er skilgreining á orðinu dýr en hún er svo hljóðandi:Dýr: Öll lifandi landdýr, bæði hryggdýr, hryggleysingjar og lagardýr sem lifa að hluta eða öllu leyti í fersku vatni.Svo stendur í 2. gr. þessara laga skýrum stöfum:Óheimilt er að flytja til landsins hvers k...
Er til lítil pöndutegund sem hægt er að flytja til Íslands?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:Er möguleiki að flytja til Íslands pandahún sem verður alltaf lítill, sem sagt verður ekkert allt of stór? Er til pöndutegund sem verður alla sína ævi lítil? Tvær dýrategundir eru nefndar pöndur í daglegu máli í íslensku og reyndar einnig á enskri tungu. Þetta er þó ekki fl...
Hvernig eru veirur nýttar til að flytja erfðaefni inn í frumur?
Algengt er að nota víxlveirur (e. retrovirus) af flokki lentiveira til þess að ferja gen í frumur. Það þarf þó að vanda vel til verka til að veiran virki einungis sem genaferja en geti ekki fjölgað sér og sýkt frumur sem henni er ekki ætlað að sýkja. Þetta er gert á þann veg að frumur í rækt eru notaðar sem pökkun...
Getur maður sótt mál sitt sjálfur fyrir íslenskum dómstólum, eða þarf að ráða lögfræðing til þess?
Í fyrsta lagi er nauðsynlegt að gera greinarmun á opinberum málum – það er málum sem hið opinbera sækir gegn einstaklingi eða lögpersónu til refsingar samkvæmt lögum – og einkamálum sem einstaklingar eða lögaðilar sækja gegn hvor öðrum. Í spurningunni kemur fyrir sögnin „að sækja“ þannig að svarið einskorðast við ...
Hvenær verður teinn að öxli?
Þessa spurningu má skilja á mismunandi vegu. Til dæmis ræðst það af því hvernig orðin teinn og öxull eru túlkuð. Sumir telja til dæmis að sverleiki ráði því hvort sívalningur kallast öxull eða teinn. Spurningunni um hvernig greina skuli öxla frá teinum með tilliti til sverleika hefur verið svarað hér af Ólafi Páli...
Er hægt að nota erfðabreyttar veirur sem bóluefni við COVID-19?
Með erfðatæknilegum aðferðum má nýta veirur sem ferjur til þess að flytja framandi gen inn í frumur. Bólusetning er ein ástæða þess að slíkum genaflutningi er beitt. Ferjaða genið á þá uppruna í sýkli. Genaferjur byggðar á veirum flytja genið inn í frumur líkamans og þannig er hægt að fá þær til að framleiða frama...
Hvort eru þeir sem kjósa að flytja til Íslands nýbúar eða innflytjendur?
Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Hvort er réttara fyrir sveitarfélög og ríkið að nota orðið nýbúar eða innflytjendur um þá sem kjósa að flytja til Íslands? Þessari spurningu er erfitt að svara. Bæði orðin eru gildishlaðin, það er þau verka neikvætt á marga og um leið má segja að þau þjóni ekki lengur tilgang...