1. Maður kemur sjálfur fram í máli sínu ef hann er hæfur að lögum að ráðstafa sakarefninu. […] 6. Nú flytur aðili mál sitt sjálfur eða fyrirsvarsmaður og dómari telur hann ófæran um að gæta þannig hagsmuna sinna, og skal þá dómari leggja fyrir hann að ráða sér hæfan umboðsmann til að flytja málið. Hafi hlutaðeigandi ekki orðið við því þegar mál er tekið næst fyrir má fara með það eins og hann hefði ekki sótt þing.Samkvæmt tilvitnuðum málsgreinum verður sá sem hyggst flytja mál sitt sjálfur, að vera hvort tveggja lögráða og hæfur til þess að flytja málið að mati dómara. Fullnægi aðili ekki skilyrðum 17. gr. einkamálalaganna eða einfaldlega treystir sér ekki til að sinna hagsmunagæslu sinni fyrir dómi sjálfur en fullnægir að öðru leyti skilyrðum 17. gr. getur hann ekki falið öðrum en lögmanni að flytja mál sitt þar sem 2. gr. laga nr. 77/1998 um lögmenn kveður á um einkarétt lögmanna til málflutnings fyrir dómi. Þessi einkaréttur nær til beggja dómstiga, það er héraðsdómstóla og Hæstaréttar, og einnig til Félagsdóms. Áður fyrr gátu nánustu skyldmenni aðila máls komið fram fyrir hans hönd í dómsmáli en sú heimild hefur verið felld brott úr lögum.
Getur maður sótt mál sitt sjálfur fyrir íslenskum dómstólum, eða þarf að ráða lögfræðing til þess?
Útgáfudagur
9.9.2003
Spyrjandi
Jóhann M. Hauksson
Tilvísun
Sigurður Guðmundsson. „Getur maður sótt mál sitt sjálfur fyrir íslenskum dómstólum, eða þarf að ráða lögfræðing til þess?“ Vísindavefurinn, 9. september 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3721.
Sigurður Guðmundsson. (2003, 9. september). Getur maður sótt mál sitt sjálfur fyrir íslenskum dómstólum, eða þarf að ráða lögfræðing til þess? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3721
Sigurður Guðmundsson. „Getur maður sótt mál sitt sjálfur fyrir íslenskum dómstólum, eða þarf að ráða lögfræðing til þess?“ Vísindavefurinn. 9. sep. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3721>.