Hvaðan kemur sú áralanga hefð að syngja þjóðsöngva landa fyrir landsleiki?Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvenær var þjóðsöngur fyrst fluttur við íþróttaleik? er flutningur söngsins Hen Wlad Fy Nhadau á Cardiff Arms Park í Wales árið 1905 fyrsta þekkta dæmið um að þjóðsöngur hafi verið sunginn fyrir landsleik. Enn eldra dæmi er frá Bandaríkjunum árið 1862, en þar var ekki um leik milli tveggja þjóða að ræða. Lagið sem þá var flutt, Star-Spangled Banner, varð heldur ekki opinber þjóðsöngur fyrr en árið 1931. Segja má að sá siður að leika þjóðsöngva við íþróttakappleiki hafi verið festur í sessi eftir Ólympíuleikana í París árið 1924. Þar voru gullverðlaunahafar í fyrsta skipti heiðraðir með því að flytja þjóðsöngva lands þeirra. Talið er víst að í kjölfar þessara leika hafi siðurinn breiðst út og orðið að þeirri hefð sem við þekkjum. Þjóðsöngvar landa og notkun þeirra á íþróttaleikjum er alls ekki óumdeild. Þannig má nefna að Star-Spangled Bannar hefur rasískan undirtón og höfundur textans, Francis Scott Key, var þrælahaldari. Íþróttamenn hafa einnig nýtt sér flutning á þjóðsöngvum til mótmæla. Frægasta dæmið um slíkt er frá Ólympíuleikunum í Mexíkóborg árið 1968 þegar gull- og bronsverðlaunahafarnir í 200 m hlaupi, Bandaríkjamennirnir Tommie Smith og John Carlos, lyftu svartklæddum hnefum og lutu höfði undir þjóðsöngnum til að mótmæla misrétti í garð þeldökkra Bandaríkjamann. Einnig má nefna ruðningskappann Colin Caeperknick sem skók amerískt samfélag þegar hann kraup undir þjóðsöngnum fyrir leik í stað þess að standa eins og venjan er og vildi með því mótmæla kerfisbundnum rasisma í Bandaríkjunum.
- „1862-Brooklyn Daily Eagle-First SSB in Baseball.“ Newspapers.com. The Brooklyn Daily Eagle. 16. maí 1862. Sótt 11. september 2023. https://bklyn.newspapers.com/article/the-brooklyn-daily-eagle-1862-brooklyn-d/451673/
- Arun, Shubi. „Iran refuse to sing national anthem in World Cup opener.“ 21. nóvember 2022. Al Jazeera. Sótt 11. september 2023. https://www.aljazeera.com/news/2022/11/21/iran-refuse-to-sing-national-anthem-in-world-cup-opener
- Berkely, Geoff. „Anger in US after majority of team stay silent during national anthem at FIFA Women's World Cup.“ 23. júlí 2023. Inside the Games. Sótt 11. september 2023. https://www.insidethegames.biz/articles/1139166/us-team-silent-anthem-womens-world-cup
- Cyphers, Luke og Ethan Trex „From the archives: History of the national anthem in sports.“ 10. september 2020. ESPN. Sótt 11. september 2023. https://www.espn.com/espn/story/_/id/6957582/from-archives-history-national-anthem-sports
- „Land of my fathers: Wales’ national anthem.“ Wales.com. Sótt 11. september 2023. https://www.wales.com/about/language/welsh-national-anthem
- „Red Sox Beat Cups in Initial Battle of World Series.“ New York Times. 6. september 1918. Times Machine. Sótt 11. september 2023. https://timesmachine.nytimes.com/timesmachine/1918/09/06/97025138.pdf?pdf_redirect=true&ip=0
- Volans, Ian. „How the Welsh introduced national anthems to international sport.“ 11. október 2015. Sporting Landmarks. Sótt 11. september 2023. https://sportinglandmarks.co.uk/how-the-welsh-introduced-national-anthems-to-international-sport
- Waxman, Olivia. „Here's How Standing for the National Anthem Became Part of U.S. Sports Tradition.“ 25. september 2017. Time. Sótt 11. september 2023. https://time.com/4955623/history-national-anthem-sports-nfl
- „What is a national anthem and why do we sing them at sporting events?“ Classic FM. 30. ágúst 2023, síðast uppfært: 7. september 2023. Sótt 11. september 2023. https://www.classicfm.com/discover-music/periods-genres/national-anthems/why-sing-sporting-events
- Zirin, Dave. „Fists of Freedom: „An Olympic Story Not Taught in School.““ 23 júlí 2012. Zinn Education Project. Sótt 11. september 2023. https://www.zinnedproject.org/if-we-knew-our-history/fists-of-freedom-an-olympic-story-not-taught-in-school
- 1968 Black Power Salute. Flickr. (Sótt 13. september 2023).
- Paris 1924: The Olympic Games come of age - Olympic News. (Sótt 15.09.2023).